Bein útsending: Háskólinn í Reykjavík keppir á Silverstone Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2017 09:48 Keppt er á hinni sögufrægu Silverstone-braut í Bretlandi. Í dag fer fram hin eiginlega aksturskeppni í hinni árlegu Formula Student keppni, en Háskólinn í Reykjavík teflir þar fram keppnisbíl í ár. Keppnin fer fram á Silverstone-brautinni í Bretlandi, en á henni er einnig keppt í Formula 1. Lið Háskólans í Reykjavík náði öllum forprófunum á bíl sínum og hefur því öðlast rétt til þátttöku í aksturskeppninni sjálfri. Slíkt er ekki sjálfgefið og hafa fjölmörg lið fallið úr keppni í forprófunum og fá því ekki að taka þátt í akstrinum í dag. Að neðan má sjá beina útsendingu frá keppninni í dag, en keppendum er skipt upp í átta hópa og er lið Háskólans í Reykjavík í þriðja hópi. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent
Í dag fer fram hin eiginlega aksturskeppni í hinni árlegu Formula Student keppni, en Háskólinn í Reykjavík teflir þar fram keppnisbíl í ár. Keppnin fer fram á Silverstone-brautinni í Bretlandi, en á henni er einnig keppt í Formula 1. Lið Háskólans í Reykjavík náði öllum forprófunum á bíl sínum og hefur því öðlast rétt til þátttöku í aksturskeppninni sjálfri. Slíkt er ekki sjálfgefið og hafa fjölmörg lið fallið úr keppni í forprófunum og fá því ekki að taka þátt í akstrinum í dag. Að neðan má sjá beina útsendingu frá keppninni í dag, en keppendum er skipt upp í átta hópa og er lið Háskólans í Reykjavík í þriðja hópi.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent