Álafoss fær nýja eigendur: Ætla að færa verslunina nær upprunanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2017 11:48 Álafosskvosin er af mörgum talin hjarta Mosfellsbæjar. Vísir/GVA Fyrirtækið Nordic Store hefur keypt verslunina Álafoss sem staðsett er í gömlu ullarverksmiðjunni í Álafosskvosinni i Mosfellsbæ. Eigendur Nordic Store eru þeir Bjarni Jónsson og Hafsteinn Guðbjartsson og reka þeir nokkrar verslanir í Reykjavík undir því nafni. Verslunin Álafoss mun verða rekin áfram undir sama nafni. „Við ætlum að færa Álafoss nær upprunanum og taka út að mestu vöruliði sem hafa ekki beint með íslensku ullina að gera. Við munum þannig einblína á íslenska lopann, handprjónaðar peysur og aðrar vörur sem eiga uppruna sinn frá lopanum af íslensku sauðkindinni. Á sama tíma ætlum við að opna verslunina meira, bæði rýmið og opnunartímann og gera hana þannig aðgengilegri," sagði Bjarni Jónsson annar eigandanna í tilkynningu frá Nordic Store. „Innst inn í versluninni verður sett upp fallegt kaffihús með léttum veitingum og þar verður hægt að ganga út á verönda og sitja þar og njóta náttúrufegurðinnar við ánna og horfa á Álafossinn þar sem áin rennur inn í kvosina.“ Hann útskýrir að Álafoss-verslunin hafi um áratuga skeið verði eftirsótt verslun, bæði hjá íslensku áhugafólki um ullar- og heimilisiðnað og þá ekki síður hjá þeir sem sækja Ísland heim og hafa áhuga á íslensku ullinni, hvort heldur til að kaupa íslenskan lopa eða afurðir úr honum. Á síðustu hafi hefur þessi hópur stækkað í samræmi við aukina komu erlendra gesta hefur vöruúrvalið aukist í versluninni og meira orðið um almenna minjagripi sem ekki eiga uppruna sinn í íslenska lopann. Nýir eigendur ætli sér að breyta því segjast þegar farnir að færa Álafoss nær uppruna sínum. Þá hafi opnunartíminn verið lengdur og opnar nú klukkan 8:00 á morgnanna og er opið til 20:00 á kvöldin. Einnig er opið alla daga vikunnar en áður hafði verið lokað á sunnudögum. Það telja eigendurnir ríkan þátt í aukinni þjónustu við gesti og viðskiptavini. „Á kaffihúsinu og versluninni allri verður svo sögu Álafoss og vinnslu íslensks lopa gerð betri skil og þannig getur fólk ekki bara komið að versla heldur verður hægt að taka inn söguna, setjast niður og njóta fegurðar handverks og umhverfis. Ýmsar vélar, tæki og munir sem tengjast sögunni verða til sýnis og með þeim hætti vonast nýir eigendur til þess að erlendir gestir kynnist betur þessum þætti sögu okkur sem er mikilvægur. Þá gera þeir sér einnig vonir um að eldri kynslóðirnar á Íslandi, ömmur og afar landsins geri sér ferð með börnum og barnabörnum í kvosina og leyfi ungu kynslóðinni að kynnast þessari sömu sögu,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fyrirtækið Nordic Store hefur keypt verslunina Álafoss sem staðsett er í gömlu ullarverksmiðjunni í Álafosskvosinni i Mosfellsbæ. Eigendur Nordic Store eru þeir Bjarni Jónsson og Hafsteinn Guðbjartsson og reka þeir nokkrar verslanir í Reykjavík undir því nafni. Verslunin Álafoss mun verða rekin áfram undir sama nafni. „Við ætlum að færa Álafoss nær upprunanum og taka út að mestu vöruliði sem hafa ekki beint með íslensku ullina að gera. Við munum þannig einblína á íslenska lopann, handprjónaðar peysur og aðrar vörur sem eiga uppruna sinn frá lopanum af íslensku sauðkindinni. Á sama tíma ætlum við að opna verslunina meira, bæði rýmið og opnunartímann og gera hana þannig aðgengilegri," sagði Bjarni Jónsson annar eigandanna í tilkynningu frá Nordic Store. „Innst inn í versluninni verður sett upp fallegt kaffihús með léttum veitingum og þar verður hægt að ganga út á verönda og sitja þar og njóta náttúrufegurðinnar við ánna og horfa á Álafossinn þar sem áin rennur inn í kvosina.“ Hann útskýrir að Álafoss-verslunin hafi um áratuga skeið verði eftirsótt verslun, bæði hjá íslensku áhugafólki um ullar- og heimilisiðnað og þá ekki síður hjá þeir sem sækja Ísland heim og hafa áhuga á íslensku ullinni, hvort heldur til að kaupa íslenskan lopa eða afurðir úr honum. Á síðustu hafi hefur þessi hópur stækkað í samræmi við aukina komu erlendra gesta hefur vöruúrvalið aukist í versluninni og meira orðið um almenna minjagripi sem ekki eiga uppruna sinn í íslenska lopann. Nýir eigendur ætli sér að breyta því segjast þegar farnir að færa Álafoss nær uppruna sínum. Þá hafi opnunartíminn verið lengdur og opnar nú klukkan 8:00 á morgnanna og er opið til 20:00 á kvöldin. Einnig er opið alla daga vikunnar en áður hafði verið lokað á sunnudögum. Það telja eigendurnir ríkan þátt í aukinni þjónustu við gesti og viðskiptavini. „Á kaffihúsinu og versluninni allri verður svo sögu Álafoss og vinnslu íslensks lopa gerð betri skil og þannig getur fólk ekki bara komið að versla heldur verður hægt að taka inn söguna, setjast niður og njóta fegurðar handverks og umhverfis. Ýmsar vélar, tæki og munir sem tengjast sögunni verða til sýnis og með þeim hætti vonast nýir eigendur til þess að erlendir gestir kynnist betur þessum þætti sögu okkur sem er mikilvægur. Þá gera þeir sér einnig vonir um að eldri kynslóðirnar á Íslandi, ömmur og afar landsins geri sér ferð með börnum og barnabörnum í kvosina og leyfi ungu kynslóðinni að kynnast þessari sömu sögu,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira