Furstadæmin segjast ekki hakka Katara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2017 07:00 Emír Katar, sem átökin við Persaflóaríkin hafa gert að þjóðhetju, voru eignuð ummæli sem katörsk yfirvöld segja að séu uppspuni. Vísir/AFP Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum stóðu ekki að tölvuárásum á QNA, ríkisfjölmiðil Katara. Þetta fullyrti Anwar Gargash, utanríkisráðherra furstadæmanna, í viðtali við BBC í gær. The Washington Post greindi frá því á sunnudag, og vitnaði í heimildarmenn innan bandarísku leyniþjónustunnar, að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu staðið að umfangsmikilli árás á QNA og samfélagsmiðlasíður miðilsins í maí síðastliðnum og birt þar uppskálduð ummæli, eignuð Tamim Bin Hamad al-Thani, emírnum af Katar. „Þetta kemur frá ónafngreindum heimildarmönnum. Ég vil koma því á framfæri að þessi saga er algjörlega ósönn. Ég hef ekki lesið fréttina, ég hef bara lesið um hana en þetta er algjörlega ósatt,“ sagði Gargash við BBC. Í kjölfar ummælanna sem eignuð eru emírnum bönnuðu furstadæmin, Sádi-Arabía, Barein og Egyptaland alla katarska fjölmiðla í ríkjum sínum. Stuttu seinna slitu þeir stjórnmálatengslum við Katar og komu á viðskiptaþvingunum sem standa enn í dag. Hefur togstreitan við Persaflóa ekki verið meiri í langan tíma.Anwar Gargash, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna.NordicPhotos/AFPGargash sagði einnig að það væri með öllu ósatt að furstadæmin hefðu, í slagtogi með fimm öðrum Arabaríkjum, sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu skeyti þar sem þess var krafist að heimsmeistaramót karla, sem til stendur að halda í Katar árið 2022, yrði tekið af ríkinu. Í umfjöllun The Washington Post segir að þann 23. maí síðastliðinn hafi ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna fundað og rætt áform um að gera tölvuárás á samfélagsmiðlaaðganga og vefsíðu QNA. Síðar þann dag hafi birst á QNA frétt um að emírinn gagnrýndi andúð Bandaríkjanna á Írönum og lýsti þeim síðarnefndu sem „íslamísku stórveldi sem ekki sé hægt að hundsa“. Í annarri frétt mátti lesa um þá skoðun emírsins að Hamas-samtökin væru lögmætur málsvari palestínsku þjóðarinnar. Degi síðar neituðu yfirvöld í Katar því að þessar fréttir væru sannar. Sagði í tilkynningu frá ríkisstjórninni að QNA hefði orðið fyrir tölvuárás óþekktra tölvuþrjóta. „Hið sanna í málinu er að Katarar hafa fjármagnað og stutt hryðjuverkamenn. Allt frá talibönum til Hamas og Gaddafi. Þeir hafa hvatt til ofbeldis og róttæknivæðingar og grafið undan öryggi nágrannaríkjanna,“ sagði Yousef Al Otaiba, sendiherra furstadæmanna í Bandaríkjunum, á Twitter í gær. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og furstadæmin standa, eins og áður segir, að viðskiptaþvingunum gegn Katörum. Hafa þeir meðal annars krafist þess af Katörum að hætta að fjármagna fjölmiðilinn Al-Jazeera sem og hætta að fjármagna samtök sem Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að séu hryðjuverkasamtök. Katarar hafa hafnað þeim kröfum og sagt að þeir styðji engin hryðjuverkasamtök. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum stóðu ekki að tölvuárásum á QNA, ríkisfjölmiðil Katara. Þetta fullyrti Anwar Gargash, utanríkisráðherra furstadæmanna, í viðtali við BBC í gær. The Washington Post greindi frá því á sunnudag, og vitnaði í heimildarmenn innan bandarísku leyniþjónustunnar, að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu staðið að umfangsmikilli árás á QNA og samfélagsmiðlasíður miðilsins í maí síðastliðnum og birt þar uppskálduð ummæli, eignuð Tamim Bin Hamad al-Thani, emírnum af Katar. „Þetta kemur frá ónafngreindum heimildarmönnum. Ég vil koma því á framfæri að þessi saga er algjörlega ósönn. Ég hef ekki lesið fréttina, ég hef bara lesið um hana en þetta er algjörlega ósatt,“ sagði Gargash við BBC. Í kjölfar ummælanna sem eignuð eru emírnum bönnuðu furstadæmin, Sádi-Arabía, Barein og Egyptaland alla katarska fjölmiðla í ríkjum sínum. Stuttu seinna slitu þeir stjórnmálatengslum við Katar og komu á viðskiptaþvingunum sem standa enn í dag. Hefur togstreitan við Persaflóa ekki verið meiri í langan tíma.Anwar Gargash, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna.NordicPhotos/AFPGargash sagði einnig að það væri með öllu ósatt að furstadæmin hefðu, í slagtogi með fimm öðrum Arabaríkjum, sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu skeyti þar sem þess var krafist að heimsmeistaramót karla, sem til stendur að halda í Katar árið 2022, yrði tekið af ríkinu. Í umfjöllun The Washington Post segir að þann 23. maí síðastliðinn hafi ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna fundað og rætt áform um að gera tölvuárás á samfélagsmiðlaaðganga og vefsíðu QNA. Síðar þann dag hafi birst á QNA frétt um að emírinn gagnrýndi andúð Bandaríkjanna á Írönum og lýsti þeim síðarnefndu sem „íslamísku stórveldi sem ekki sé hægt að hundsa“. Í annarri frétt mátti lesa um þá skoðun emírsins að Hamas-samtökin væru lögmætur málsvari palestínsku þjóðarinnar. Degi síðar neituðu yfirvöld í Katar því að þessar fréttir væru sannar. Sagði í tilkynningu frá ríkisstjórninni að QNA hefði orðið fyrir tölvuárás óþekktra tölvuþrjóta. „Hið sanna í málinu er að Katarar hafa fjármagnað og stutt hryðjuverkamenn. Allt frá talibönum til Hamas og Gaddafi. Þeir hafa hvatt til ofbeldis og róttæknivæðingar og grafið undan öryggi nágrannaríkjanna,“ sagði Yousef Al Otaiba, sendiherra furstadæmanna í Bandaríkjunum, á Twitter í gær. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og furstadæmin standa, eins og áður segir, að viðskiptaþvingunum gegn Katörum. Hafa þeir meðal annars krafist þess af Katörum að hætta að fjármagna fjölmiðilinn Al-Jazeera sem og hætta að fjármagna samtök sem Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að séu hryðjuverkasamtök. Katarar hafa hafnað þeim kröfum og sagt að þeir styðji engin hryðjuverkasamtök.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira