Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. vísir/eyþór Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira