Fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni skipulagði sjálfsmorð vegna kynhneigðar sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2017 23:07 Ryan O'Callaghan er sjöundi NFL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum. Vísir/Getty Ryan O‘Callaghan, fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er kominn út úr skápnum sem samkynhneigður karlmaður. Í viðtali við veftímaritið Outsports í dag sagðist O‘Callaghan alltaf hafa séð fyrir sér að þegar fótboltaferlinum lyki myndi hann fremja sjálfsvíg. O‘Callaghan, sem nú er 33 ára gamall, gegndi stöðu línumanns í bandarísku fótboltaliðunum The New England Patriots árin 2006-2009 og Kansas City Chiefs á árunum 2009-2010. Í viðtali við vefsíðuna Outsports, sem einblínir á málefni hinsegin íþróttafólks, sagðist O‘Callaghan hafa verið í framhaldsskóla þegar hann áttað sig á því að hann væri samkynhneigður.Í frétt BBC segir enn fremur að samkynhneigðin hafi verið O'Callaghan svo þungbær að hann hugðist fremja sjálfsmorð vegna hennar. Til þess hafði hann byggt kofa í grennd við heimili sitt og keypt byssur sem hann notaði blessunarlega aldrei.Fótboltalið fullkominn felustaðurO'Callaghan sagðist jafnframt hafa falið kynhneigð sína af ótta við höfnun og sagði karllæga veröld ameríska fótboltans fullkominn felustað. „Enginn er að fara að gera ráð fyrir því að stóri fótboltamaðurinn sé hommi,“ sagði hann. „Það er þess vegna sem fótboltalið er svona góður felustaður.“ O‘Callaghan glímdi lengi við íþróttameiðsli en hann varð í kjölfarið háður verkjalyfjum. „Þau hjálpuðu til við sársaukann vegna meiðslanna og líka vegna sársaukans sem fylgdi því að vera samkynhneigður,“ tjáði O‘Callaghan blaðamanni Outsports. Mjög fáir íþróttamenn í efstu deildum í Bandaríkjunum koma út úr skápnum. O‘Callaghan er aðeins sá sjöundi í röð fyrrverandi NFL-leikmanna sem opinberar samkynhneigð sína. Enginn þeirra hefur verið opinberlega samkynhneigður á meðan spilamennskunni í deildinni stendur. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Ryan O‘Callaghan, fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er kominn út úr skápnum sem samkynhneigður karlmaður. Í viðtali við veftímaritið Outsports í dag sagðist O‘Callaghan alltaf hafa séð fyrir sér að þegar fótboltaferlinum lyki myndi hann fremja sjálfsvíg. O‘Callaghan, sem nú er 33 ára gamall, gegndi stöðu línumanns í bandarísku fótboltaliðunum The New England Patriots árin 2006-2009 og Kansas City Chiefs á árunum 2009-2010. Í viðtali við vefsíðuna Outsports, sem einblínir á málefni hinsegin íþróttafólks, sagðist O‘Callaghan hafa verið í framhaldsskóla þegar hann áttað sig á því að hann væri samkynhneigður.Í frétt BBC segir enn fremur að samkynhneigðin hafi verið O'Callaghan svo þungbær að hann hugðist fremja sjálfsmorð vegna hennar. Til þess hafði hann byggt kofa í grennd við heimili sitt og keypt byssur sem hann notaði blessunarlega aldrei.Fótboltalið fullkominn felustaðurO'Callaghan sagðist jafnframt hafa falið kynhneigð sína af ótta við höfnun og sagði karllæga veröld ameríska fótboltans fullkominn felustað. „Enginn er að fara að gera ráð fyrir því að stóri fótboltamaðurinn sé hommi,“ sagði hann. „Það er þess vegna sem fótboltalið er svona góður felustaður.“ O‘Callaghan glímdi lengi við íþróttameiðsli en hann varð í kjölfarið háður verkjalyfjum. „Þau hjálpuðu til við sársaukann vegna meiðslanna og líka vegna sársaukans sem fylgdi því að vera samkynhneigður,“ tjáði O‘Callaghan blaðamanni Outsports. Mjög fáir íþróttamenn í efstu deildum í Bandaríkjunum koma út úr skápnum. O‘Callaghan er aðeins sá sjöundi í röð fyrrverandi NFL-leikmanna sem opinberar samkynhneigð sína. Enginn þeirra hefur verið opinberlega samkynhneigður á meðan spilamennskunni í deildinni stendur.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira