Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 11:53 Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013. Vísir/GVA Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu. Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu.
Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira