Kaupmáttur öryrkja Þorsteinn Víglundsson skrifar 23. júní 2017 12:07 Vegna fullyrðinga formanns ÖBÍ um meint ranghermi mín, sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 22. júní, þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram. Síðustu ár hefur verið unnið að því á vettvangi stjórnmála og á almennum vinnumarkaði að hækka kaupmátt lægstu tekjuhópa í samfélaginu. Þeirri stefnu er haldið áfram af þeim sem nú eru við stjórnvölinn í þessum málaflokki. Í byrjun þessa árs hækkuðu bæði lægstu bætur og lægstu laun í sömu tölu, 280 þúsund kr. Þessar tölur hafa ekki alltaf haldist að, sem dæmi má nefna að 2009 voru lægstu laun umtalsvert lægri en lágmarks framfærsluviðmið. Sé miðað við árið 2009 sem upphafspunkt, líkt og formaður ÖBÍ gerir í grein sinni, má sjá á meðfylgjandi mynd að aukning kaupmáttar öryrkja hefur haldið í við og raunar verið meiri en aukning kaupmáttar lægstu launa og upp á síðkastið hefur kaupmáttaraukning lágmarks framfærsluviðmiðs örorkubóta tekið fram úr launavísitölu í landinu. Í umræðum um fátækt á Alþingi, þann 16. maí síðastliðinn, sagði ég: „Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þús. kr. eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði. Það skiptir allt saman gríðarlega miklu máli í því að bæta stöðu þessa fátækasta hóps.“Við þessi orð stend ég, hvort sem litið er til þróunar á undanförnum árum, eða litið til framtíðar. Loforð er loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. 22. júní 2017 09:30 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Burt með stöðumælana! Björn Jón Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna fullyrðinga formanns ÖBÍ um meint ranghermi mín, sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 22. júní, þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram. Síðustu ár hefur verið unnið að því á vettvangi stjórnmála og á almennum vinnumarkaði að hækka kaupmátt lægstu tekjuhópa í samfélaginu. Þeirri stefnu er haldið áfram af þeim sem nú eru við stjórnvölinn í þessum málaflokki. Í byrjun þessa árs hækkuðu bæði lægstu bætur og lægstu laun í sömu tölu, 280 þúsund kr. Þessar tölur hafa ekki alltaf haldist að, sem dæmi má nefna að 2009 voru lægstu laun umtalsvert lægri en lágmarks framfærsluviðmið. Sé miðað við árið 2009 sem upphafspunkt, líkt og formaður ÖBÍ gerir í grein sinni, má sjá á meðfylgjandi mynd að aukning kaupmáttar öryrkja hefur haldið í við og raunar verið meiri en aukning kaupmáttar lægstu launa og upp á síðkastið hefur kaupmáttaraukning lágmarks framfærsluviðmiðs örorkubóta tekið fram úr launavísitölu í landinu. Í umræðum um fátækt á Alþingi, þann 16. maí síðastliðinn, sagði ég: „Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þús. kr. eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði. Það skiptir allt saman gríðarlega miklu máli í því að bæta stöðu þessa fátækasta hóps.“Við þessi orð stend ég, hvort sem litið er til þróunar á undanförnum árum, eða litið til framtíðar. Loforð er loforð.
Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. 22. júní 2017 09:30
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun