Flugmenn Icelandair fjölmenntu á fund WOW air: „Gríðarleg reiði vegna starfsmannastefnunnar innan hópsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2017 12:16 Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfandi flugstjóri hjá Icelandair, áætlar að um 150 manns hafi verið viðstaddir kynningarfundinn í gær. Vísir/Eyþór Varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir kjörin sem WOW air kynnti fyrir gestum kynningarfundar félagsins í gær hafa komið sér ánægjulega á óvart. Hann segir flugmenn Icelandair, sem fjölmenntu á fundinn, almennt óánægða með starfsmannastefnu vinnuveitanda síns. Kynningarfundur WOW air um starfsemi flugfélagsins, sem auglýstur var samhliða nýjum ráðningum, fór fram í gær. Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfandi flugstjóri hjá Icelandair, var viðstaddur fundinn. „Í fljótu bragði held ég að það hafi verið um 150 manns þarna en ég gæti trúað því að vel rúmlega helmingur af þeim hafi verið flugmenn Icelandair,“ segir Jóhann. Honum sýndist flestir flugmannanna á staðnum hafa verið úr hópi þeirra sem fengu uppsagnarbréf frá Icelandair um helgina. Það hafi þó alls ekki gilt um alla á fundinum, einhverjir viðstaddra hafi verið fastráðnir flugmenn, forvitnir um starfsemi WOW air.WOW air býður heilsársstörfEn hvað býður WOW air sem Icelandair býður ekki? „Þeir eru allavega að bjóða upp á heilsársstörf og það er eitthvað sem kollegum mínum, hjá mínu flugfélagi, finnst áhugaverður vinkill,“ segir Jóhann. Hann fékk sjálfur uppsagnarbréf um liðna helgi en hann var einn 70 flugstjóra sem lækkaðir voru í stöðu flugmanns. Uppsagnir Icelandair um helgina eru liður í árstíðabundinni sveiflu í ferðaþjónustu. Aðspurður hvort flugmönnum sé þetta ekki ljóst þegar þeir hefja störf hjá félaginu segir Jóhann svo vissulega vera. Það breytir því þó ekki að fólk sé langþreytt á stöðunni. „Fólki er það alveg ljóst þegar það hefur störf að það er árstíðasveifla og fyrirtækið dregur ekkert undan í því. En þó svo að þú vitir af uppsögninni þá er hún samt alltaf sár.“Frá kynningarfundi WOW air á Nauthóli í Reykjavík í gær.Vísir/Eyþór„Starfsmannastefna Icelandair hefur beðið skipbrot“ Jóhann segir vanvirðingu Icelandair við skuldbindingu flugmanna sinna stærsta vandamálið. Hann segir fyrirtækið lengi vel hafa verið eina starfsvettvang flugmanna á Íslandi en nú, þegar fleiri eru um hituna, séu flugmenn hættir að sætta sig við viðhorf Icelandair. „Það sem ég veit að er undirliggjandi hjá mér og í mínum hópi manna sem hóf störf hjá Icelandair árið 2006, það er svona þetta viðhorf félagsins til okkar og stefna þess að skera allt niður að beini,“ segir Jóhann sem hefur fengið átta uppsagnarbréf frá Icelandair á ellefu árum. „Starfsmannastefna Icelandair hefur beðið skipbrot og er hálfgjaldþrota einhvern veginn, það er almennt viðhorf í hópi flugmanna Icelandair,“ bætir Jóhann við. „Það ríkir gríðarleg reiði vegna starfsmannastefnunnar innan hópsins.“ Jóhann segist sjálfur hafa framtíð sína innan fyrirtækisins til skoðunar. Aðspurður hvort hann telji WOW air ætla að standa við ráðningarnar, sem einhverjir hafa leitt að því líkum að séu aðeins liður í kynningarherferð fyrirtækisins, segir hann svo vera. „Það var gefið mjög sterklega í skyn að þarna væri nóg pláss fyrir allt og alla.“ Tengdar fréttir Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Fá þó engin loforð um samfellda vinnu. 28. júní 2017 18:08 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 28. júní 2017 13:10 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir kjörin sem WOW air kynnti fyrir gestum kynningarfundar félagsins í gær hafa komið sér ánægjulega á óvart. Hann segir flugmenn Icelandair, sem fjölmenntu á fundinn, almennt óánægða með starfsmannastefnu vinnuveitanda síns. Kynningarfundur WOW air um starfsemi flugfélagsins, sem auglýstur var samhliða nýjum ráðningum, fór fram í gær. Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfandi flugstjóri hjá Icelandair, var viðstaddur fundinn. „Í fljótu bragði held ég að það hafi verið um 150 manns þarna en ég gæti trúað því að vel rúmlega helmingur af þeim hafi verið flugmenn Icelandair,“ segir Jóhann. Honum sýndist flestir flugmannanna á staðnum hafa verið úr hópi þeirra sem fengu uppsagnarbréf frá Icelandair um helgina. Það hafi þó alls ekki gilt um alla á fundinum, einhverjir viðstaddra hafi verið fastráðnir flugmenn, forvitnir um starfsemi WOW air.WOW air býður heilsársstörfEn hvað býður WOW air sem Icelandair býður ekki? „Þeir eru allavega að bjóða upp á heilsársstörf og það er eitthvað sem kollegum mínum, hjá mínu flugfélagi, finnst áhugaverður vinkill,“ segir Jóhann. Hann fékk sjálfur uppsagnarbréf um liðna helgi en hann var einn 70 flugstjóra sem lækkaðir voru í stöðu flugmanns. Uppsagnir Icelandair um helgina eru liður í árstíðabundinni sveiflu í ferðaþjónustu. Aðspurður hvort flugmönnum sé þetta ekki ljóst þegar þeir hefja störf hjá félaginu segir Jóhann svo vissulega vera. Það breytir því þó ekki að fólk sé langþreytt á stöðunni. „Fólki er það alveg ljóst þegar það hefur störf að það er árstíðasveifla og fyrirtækið dregur ekkert undan í því. En þó svo að þú vitir af uppsögninni þá er hún samt alltaf sár.“Frá kynningarfundi WOW air á Nauthóli í Reykjavík í gær.Vísir/Eyþór„Starfsmannastefna Icelandair hefur beðið skipbrot“ Jóhann segir vanvirðingu Icelandair við skuldbindingu flugmanna sinna stærsta vandamálið. Hann segir fyrirtækið lengi vel hafa verið eina starfsvettvang flugmanna á Íslandi en nú, þegar fleiri eru um hituna, séu flugmenn hættir að sætta sig við viðhorf Icelandair. „Það sem ég veit að er undirliggjandi hjá mér og í mínum hópi manna sem hóf störf hjá Icelandair árið 2006, það er svona þetta viðhorf félagsins til okkar og stefna þess að skera allt niður að beini,“ segir Jóhann sem hefur fengið átta uppsagnarbréf frá Icelandair á ellefu árum. „Starfsmannastefna Icelandair hefur beðið skipbrot og er hálfgjaldþrota einhvern veginn, það er almennt viðhorf í hópi flugmanna Icelandair,“ bætir Jóhann við. „Það ríkir gríðarleg reiði vegna starfsmannastefnunnar innan hópsins.“ Jóhann segist sjálfur hafa framtíð sína innan fyrirtækisins til skoðunar. Aðspurður hvort hann telji WOW air ætla að standa við ráðningarnar, sem einhverjir hafa leitt að því líkum að séu aðeins liður í kynningarherferð fyrirtækisins, segir hann svo vera. „Það var gefið mjög sterklega í skyn að þarna væri nóg pláss fyrir allt og alla.“
Tengdar fréttir Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Fá þó engin loforð um samfellda vinnu. 28. júní 2017 18:08 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 28. júní 2017 13:10 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Fá þó engin loforð um samfellda vinnu. 28. júní 2017 18:08
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32
„Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30
WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 28. júní 2017 13:10