WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2017 13:10 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Vísir Upplýsingafulltrúi WOW air getur ekki sagt til um það hvort umsóknir, sem borist hafa fyrirtækinu í kjölfar auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, séu frá flugmönnum Icelandair. Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Þá var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. WOW air, helsti keppinautur Icelandair á íslenskum flugmarkaði, auglýsti í kjölfarið lausar stöður 115 flugmanna og 70 flugstjóra. Auglýsingin birtist á baksíðu Fréttablaðsins í gær en ljóst þykir að hún sé bein vísun í uppsagnir Icelandair.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að umsóknir hafi borist vegna auglýsingarinnar. Hún getur þó ekki gefið það upp hvort umsóknirnar séu frá flugmönnum Icelandair. „Við höfum þegar fengið mjög góð viðbrögð og fjöldi umsókna hefur borist. Við getum ekki tjáð okkur um hver bakgrunnur umsækjanda er vegna trúnaðar við þá.“Kynningarfundurinn hugsaður til að laða að umsækjendurÍ auglýsingu WOW air í Fréttablaðinu var einnig greint frá kynningarfundi sem fram fer á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík klukkan 15 í dag. Ekki fengust bein svör frá flugfélaginu um það hvort ráðningarnar, sem vísuðu til uppsagna Icelandair, verði ræddar á kynningarfundinum. Svanhvít segir fundinn hugsaðan sem kynningarfund fyrir mögulega umsækjendur. „Fundurinn er hugsaður til að kynna starfsemi WOW air með áherslu á vinnustaðinn fyrir mögulegum umsækjendum. Kynningar sem þessar eru alþekktar í flugheiminum (roadshows) og eru notaðar til að laða að umsækjendur og veita áhugasömum upplýsingar um það starfsumhverfi sem er í boði.“Auglýsing WOW air sem birtist í Fréttablaðinu í gær.SkjáskotÁrstíðabundnar uppsagnir ekki í uppsiglingu hjá WOW airÞá segir Svanhvít engar árstíðabundnar uppsagnir í kortunum hjá Wow air. „Nei, WOW air hefur ekki þurft að segja upp starfsfólki vegna árstíðabundinna sveiflna enda félagið í örum og stöðum vexti.“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að fyrirtækið gæti hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum. Auglýsing WOW air um ráðningarnar birtist degi síðar. Svanhvít segir jafnframt mikla samkeppni ríkja um flugmenn almennt í heiminum en vöxtur félagsins hafi frekari ráðningar í för með sér. „Á síðustu vikum höfum við bætt fimm nýjum þotum við flotann og áætlað er að bæta við sjö þotum á næsta ári. Á síðustu mánuðum hefur félagið verið að bæta við flugmönnum og er það í áframhaldandi ferli.“ Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Upplýsingafulltrúi WOW air getur ekki sagt til um það hvort umsóknir, sem borist hafa fyrirtækinu í kjölfar auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, séu frá flugmönnum Icelandair. Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Þá var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. WOW air, helsti keppinautur Icelandair á íslenskum flugmarkaði, auglýsti í kjölfarið lausar stöður 115 flugmanna og 70 flugstjóra. Auglýsingin birtist á baksíðu Fréttablaðsins í gær en ljóst þykir að hún sé bein vísun í uppsagnir Icelandair.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að umsóknir hafi borist vegna auglýsingarinnar. Hún getur þó ekki gefið það upp hvort umsóknirnar séu frá flugmönnum Icelandair. „Við höfum þegar fengið mjög góð viðbrögð og fjöldi umsókna hefur borist. Við getum ekki tjáð okkur um hver bakgrunnur umsækjanda er vegna trúnaðar við þá.“Kynningarfundurinn hugsaður til að laða að umsækjendurÍ auglýsingu WOW air í Fréttablaðinu var einnig greint frá kynningarfundi sem fram fer á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík klukkan 15 í dag. Ekki fengust bein svör frá flugfélaginu um það hvort ráðningarnar, sem vísuðu til uppsagna Icelandair, verði ræddar á kynningarfundinum. Svanhvít segir fundinn hugsaðan sem kynningarfund fyrir mögulega umsækjendur. „Fundurinn er hugsaður til að kynna starfsemi WOW air með áherslu á vinnustaðinn fyrir mögulegum umsækjendum. Kynningar sem þessar eru alþekktar í flugheiminum (roadshows) og eru notaðar til að laða að umsækjendur og veita áhugasömum upplýsingar um það starfsumhverfi sem er í boði.“Auglýsing WOW air sem birtist í Fréttablaðinu í gær.SkjáskotÁrstíðabundnar uppsagnir ekki í uppsiglingu hjá WOW airÞá segir Svanhvít engar árstíðabundnar uppsagnir í kortunum hjá Wow air. „Nei, WOW air hefur ekki þurft að segja upp starfsfólki vegna árstíðabundinna sveiflna enda félagið í örum og stöðum vexti.“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að fyrirtækið gæti hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum. Auglýsing WOW air um ráðningarnar birtist degi síðar. Svanhvít segir jafnframt mikla samkeppni ríkja um flugmenn almennt í heiminum en vöxtur félagsins hafi frekari ráðningar í för með sér. „Á síðustu vikum höfum við bætt fimm nýjum þotum við flotann og áætlað er að bæta við sjö þotum á næsta ári. Á síðustu mánuðum hefur félagið verið að bæta við flugmönnum og er það í áframhaldandi ferli.“
Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32
„Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30