WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2017 13:10 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Vísir Upplýsingafulltrúi WOW air getur ekki sagt til um það hvort umsóknir, sem borist hafa fyrirtækinu í kjölfar auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, séu frá flugmönnum Icelandair. Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Þá var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. WOW air, helsti keppinautur Icelandair á íslenskum flugmarkaði, auglýsti í kjölfarið lausar stöður 115 flugmanna og 70 flugstjóra. Auglýsingin birtist á baksíðu Fréttablaðsins í gær en ljóst þykir að hún sé bein vísun í uppsagnir Icelandair.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að umsóknir hafi borist vegna auglýsingarinnar. Hún getur þó ekki gefið það upp hvort umsóknirnar séu frá flugmönnum Icelandair. „Við höfum þegar fengið mjög góð viðbrögð og fjöldi umsókna hefur borist. Við getum ekki tjáð okkur um hver bakgrunnur umsækjanda er vegna trúnaðar við þá.“Kynningarfundurinn hugsaður til að laða að umsækjendurÍ auglýsingu WOW air í Fréttablaðinu var einnig greint frá kynningarfundi sem fram fer á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík klukkan 15 í dag. Ekki fengust bein svör frá flugfélaginu um það hvort ráðningarnar, sem vísuðu til uppsagna Icelandair, verði ræddar á kynningarfundinum. Svanhvít segir fundinn hugsaðan sem kynningarfund fyrir mögulega umsækjendur. „Fundurinn er hugsaður til að kynna starfsemi WOW air með áherslu á vinnustaðinn fyrir mögulegum umsækjendum. Kynningar sem þessar eru alþekktar í flugheiminum (roadshows) og eru notaðar til að laða að umsækjendur og veita áhugasömum upplýsingar um það starfsumhverfi sem er í boði.“Auglýsing WOW air sem birtist í Fréttablaðinu í gær.SkjáskotÁrstíðabundnar uppsagnir ekki í uppsiglingu hjá WOW airÞá segir Svanhvít engar árstíðabundnar uppsagnir í kortunum hjá Wow air. „Nei, WOW air hefur ekki þurft að segja upp starfsfólki vegna árstíðabundinna sveiflna enda félagið í örum og stöðum vexti.“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að fyrirtækið gæti hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum. Auglýsing WOW air um ráðningarnar birtist degi síðar. Svanhvít segir jafnframt mikla samkeppni ríkja um flugmenn almennt í heiminum en vöxtur félagsins hafi frekari ráðningar í för með sér. „Á síðustu vikum höfum við bætt fimm nýjum þotum við flotann og áætlað er að bæta við sjö þotum á næsta ári. Á síðustu mánuðum hefur félagið verið að bæta við flugmönnum og er það í áframhaldandi ferli.“ Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Upplýsingafulltrúi WOW air getur ekki sagt til um það hvort umsóknir, sem borist hafa fyrirtækinu í kjölfar auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, séu frá flugmönnum Icelandair. Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Þá var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. WOW air, helsti keppinautur Icelandair á íslenskum flugmarkaði, auglýsti í kjölfarið lausar stöður 115 flugmanna og 70 flugstjóra. Auglýsingin birtist á baksíðu Fréttablaðsins í gær en ljóst þykir að hún sé bein vísun í uppsagnir Icelandair.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að umsóknir hafi borist vegna auglýsingarinnar. Hún getur þó ekki gefið það upp hvort umsóknirnar séu frá flugmönnum Icelandair. „Við höfum þegar fengið mjög góð viðbrögð og fjöldi umsókna hefur borist. Við getum ekki tjáð okkur um hver bakgrunnur umsækjanda er vegna trúnaðar við þá.“Kynningarfundurinn hugsaður til að laða að umsækjendurÍ auglýsingu WOW air í Fréttablaðinu var einnig greint frá kynningarfundi sem fram fer á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík klukkan 15 í dag. Ekki fengust bein svör frá flugfélaginu um það hvort ráðningarnar, sem vísuðu til uppsagna Icelandair, verði ræddar á kynningarfundinum. Svanhvít segir fundinn hugsaðan sem kynningarfund fyrir mögulega umsækjendur. „Fundurinn er hugsaður til að kynna starfsemi WOW air með áherslu á vinnustaðinn fyrir mögulegum umsækjendum. Kynningar sem þessar eru alþekktar í flugheiminum (roadshows) og eru notaðar til að laða að umsækjendur og veita áhugasömum upplýsingar um það starfsumhverfi sem er í boði.“Auglýsing WOW air sem birtist í Fréttablaðinu í gær.SkjáskotÁrstíðabundnar uppsagnir ekki í uppsiglingu hjá WOW airÞá segir Svanhvít engar árstíðabundnar uppsagnir í kortunum hjá Wow air. „Nei, WOW air hefur ekki þurft að segja upp starfsfólki vegna árstíðabundinna sveiflna enda félagið í örum og stöðum vexti.“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að fyrirtækið gæti hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum. Auglýsing WOW air um ráðningarnar birtist degi síðar. Svanhvít segir jafnframt mikla samkeppni ríkja um flugmenn almennt í heiminum en vöxtur félagsins hafi frekari ráðningar í för með sér. „Á síðustu vikum höfum við bætt fimm nýjum þotum við flotann og áætlað er að bæta við sjö þotum á næsta ári. Á síðustu mánuðum hefur félagið verið að bæta við flugmönnum og er það í áframhaldandi ferli.“
Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32
„Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent