WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2017 13:10 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Vísir Upplýsingafulltrúi WOW air getur ekki sagt til um það hvort umsóknir, sem borist hafa fyrirtækinu í kjölfar auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, séu frá flugmönnum Icelandair. Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Þá var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. WOW air, helsti keppinautur Icelandair á íslenskum flugmarkaði, auglýsti í kjölfarið lausar stöður 115 flugmanna og 70 flugstjóra. Auglýsingin birtist á baksíðu Fréttablaðsins í gær en ljóst þykir að hún sé bein vísun í uppsagnir Icelandair.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að umsóknir hafi borist vegna auglýsingarinnar. Hún getur þó ekki gefið það upp hvort umsóknirnar séu frá flugmönnum Icelandair. „Við höfum þegar fengið mjög góð viðbrögð og fjöldi umsókna hefur borist. Við getum ekki tjáð okkur um hver bakgrunnur umsækjanda er vegna trúnaðar við þá.“Kynningarfundurinn hugsaður til að laða að umsækjendurÍ auglýsingu WOW air í Fréttablaðinu var einnig greint frá kynningarfundi sem fram fer á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík klukkan 15 í dag. Ekki fengust bein svör frá flugfélaginu um það hvort ráðningarnar, sem vísuðu til uppsagna Icelandair, verði ræddar á kynningarfundinum. Svanhvít segir fundinn hugsaðan sem kynningarfund fyrir mögulega umsækjendur. „Fundurinn er hugsaður til að kynna starfsemi WOW air með áherslu á vinnustaðinn fyrir mögulegum umsækjendum. Kynningar sem þessar eru alþekktar í flugheiminum (roadshows) og eru notaðar til að laða að umsækjendur og veita áhugasömum upplýsingar um það starfsumhverfi sem er í boði.“Auglýsing WOW air sem birtist í Fréttablaðinu í gær.SkjáskotÁrstíðabundnar uppsagnir ekki í uppsiglingu hjá WOW airÞá segir Svanhvít engar árstíðabundnar uppsagnir í kortunum hjá Wow air. „Nei, WOW air hefur ekki þurft að segja upp starfsfólki vegna árstíðabundinna sveiflna enda félagið í örum og stöðum vexti.“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að fyrirtækið gæti hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum. Auglýsing WOW air um ráðningarnar birtist degi síðar. Svanhvít segir jafnframt mikla samkeppni ríkja um flugmenn almennt í heiminum en vöxtur félagsins hafi frekari ráðningar í för með sér. „Á síðustu vikum höfum við bætt fimm nýjum þotum við flotann og áætlað er að bæta við sjö þotum á næsta ári. Á síðustu mánuðum hefur félagið verið að bæta við flugmönnum og er það í áframhaldandi ferli.“ Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Upplýsingafulltrúi WOW air getur ekki sagt til um það hvort umsóknir, sem borist hafa fyrirtækinu í kjölfar auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, séu frá flugmönnum Icelandair. Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Þá var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. WOW air, helsti keppinautur Icelandair á íslenskum flugmarkaði, auglýsti í kjölfarið lausar stöður 115 flugmanna og 70 flugstjóra. Auglýsingin birtist á baksíðu Fréttablaðsins í gær en ljóst þykir að hún sé bein vísun í uppsagnir Icelandair.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að umsóknir hafi borist vegna auglýsingarinnar. Hún getur þó ekki gefið það upp hvort umsóknirnar séu frá flugmönnum Icelandair. „Við höfum þegar fengið mjög góð viðbrögð og fjöldi umsókna hefur borist. Við getum ekki tjáð okkur um hver bakgrunnur umsækjanda er vegna trúnaðar við þá.“Kynningarfundurinn hugsaður til að laða að umsækjendurÍ auglýsingu WOW air í Fréttablaðinu var einnig greint frá kynningarfundi sem fram fer á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík klukkan 15 í dag. Ekki fengust bein svör frá flugfélaginu um það hvort ráðningarnar, sem vísuðu til uppsagna Icelandair, verði ræddar á kynningarfundinum. Svanhvít segir fundinn hugsaðan sem kynningarfund fyrir mögulega umsækjendur. „Fundurinn er hugsaður til að kynna starfsemi WOW air með áherslu á vinnustaðinn fyrir mögulegum umsækjendum. Kynningar sem þessar eru alþekktar í flugheiminum (roadshows) og eru notaðar til að laða að umsækjendur og veita áhugasömum upplýsingar um það starfsumhverfi sem er í boði.“Auglýsing WOW air sem birtist í Fréttablaðinu í gær.SkjáskotÁrstíðabundnar uppsagnir ekki í uppsiglingu hjá WOW airÞá segir Svanhvít engar árstíðabundnar uppsagnir í kortunum hjá Wow air. „Nei, WOW air hefur ekki þurft að segja upp starfsfólki vegna árstíðabundinna sveiflna enda félagið í örum og stöðum vexti.“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að fyrirtækið gæti hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum. Auglýsing WOW air um ráðningarnar birtist degi síðar. Svanhvít segir jafnframt mikla samkeppni ríkja um flugmenn almennt í heiminum en vöxtur félagsins hafi frekari ráðningar í för með sér. „Á síðustu vikum höfum við bætt fimm nýjum þotum við flotann og áætlað er að bæta við sjö þotum á næsta ári. Á síðustu mánuðum hefur félagið verið að bæta við flugmönnum og er það í áframhaldandi ferli.“
Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32
„Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30