WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2017 13:10 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Vísir Upplýsingafulltrúi WOW air getur ekki sagt til um það hvort umsóknir, sem borist hafa fyrirtækinu í kjölfar auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, séu frá flugmönnum Icelandair. Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Þá var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. WOW air, helsti keppinautur Icelandair á íslenskum flugmarkaði, auglýsti í kjölfarið lausar stöður 115 flugmanna og 70 flugstjóra. Auglýsingin birtist á baksíðu Fréttablaðsins í gær en ljóst þykir að hún sé bein vísun í uppsagnir Icelandair.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að umsóknir hafi borist vegna auglýsingarinnar. Hún getur þó ekki gefið það upp hvort umsóknirnar séu frá flugmönnum Icelandair. „Við höfum þegar fengið mjög góð viðbrögð og fjöldi umsókna hefur borist. Við getum ekki tjáð okkur um hver bakgrunnur umsækjanda er vegna trúnaðar við þá.“Kynningarfundurinn hugsaður til að laða að umsækjendurÍ auglýsingu WOW air í Fréttablaðinu var einnig greint frá kynningarfundi sem fram fer á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík klukkan 15 í dag. Ekki fengust bein svör frá flugfélaginu um það hvort ráðningarnar, sem vísuðu til uppsagna Icelandair, verði ræddar á kynningarfundinum. Svanhvít segir fundinn hugsaðan sem kynningarfund fyrir mögulega umsækjendur. „Fundurinn er hugsaður til að kynna starfsemi WOW air með áherslu á vinnustaðinn fyrir mögulegum umsækjendum. Kynningar sem þessar eru alþekktar í flugheiminum (roadshows) og eru notaðar til að laða að umsækjendur og veita áhugasömum upplýsingar um það starfsumhverfi sem er í boði.“Auglýsing WOW air sem birtist í Fréttablaðinu í gær.SkjáskotÁrstíðabundnar uppsagnir ekki í uppsiglingu hjá WOW airÞá segir Svanhvít engar árstíðabundnar uppsagnir í kortunum hjá Wow air. „Nei, WOW air hefur ekki þurft að segja upp starfsfólki vegna árstíðabundinna sveiflna enda félagið í örum og stöðum vexti.“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að fyrirtækið gæti hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum. Auglýsing WOW air um ráðningarnar birtist degi síðar. Svanhvít segir jafnframt mikla samkeppni ríkja um flugmenn almennt í heiminum en vöxtur félagsins hafi frekari ráðningar í för með sér. „Á síðustu vikum höfum við bætt fimm nýjum þotum við flotann og áætlað er að bæta við sjö þotum á næsta ári. Á síðustu mánuðum hefur félagið verið að bæta við flugmönnum og er það í áframhaldandi ferli.“ Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Upplýsingafulltrúi WOW air getur ekki sagt til um það hvort umsóknir, sem borist hafa fyrirtækinu í kjölfar auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, séu frá flugmönnum Icelandair. Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 115 flugmönnum var sagt upp störfum hjá Icelandair um helgina vegna árstíðabundinna sveiflna í ferðamannaþjónustu hér á landi. Þá var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. WOW air, helsti keppinautur Icelandair á íslenskum flugmarkaði, auglýsti í kjölfarið lausar stöður 115 flugmanna og 70 flugstjóra. Auglýsingin birtist á baksíðu Fréttablaðsins í gær en ljóst þykir að hún sé bein vísun í uppsagnir Icelandair.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að umsóknir hafi borist vegna auglýsingarinnar. Hún getur þó ekki gefið það upp hvort umsóknirnar séu frá flugmönnum Icelandair. „Við höfum þegar fengið mjög góð viðbrögð og fjöldi umsókna hefur borist. Við getum ekki tjáð okkur um hver bakgrunnur umsækjanda er vegna trúnaðar við þá.“Kynningarfundurinn hugsaður til að laða að umsækjendurÍ auglýsingu WOW air í Fréttablaðinu var einnig greint frá kynningarfundi sem fram fer á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík klukkan 15 í dag. Ekki fengust bein svör frá flugfélaginu um það hvort ráðningarnar, sem vísuðu til uppsagna Icelandair, verði ræddar á kynningarfundinum. Svanhvít segir fundinn hugsaðan sem kynningarfund fyrir mögulega umsækjendur. „Fundurinn er hugsaður til að kynna starfsemi WOW air með áherslu á vinnustaðinn fyrir mögulegum umsækjendum. Kynningar sem þessar eru alþekktar í flugheiminum (roadshows) og eru notaðar til að laða að umsækjendur og veita áhugasömum upplýsingar um það starfsumhverfi sem er í boði.“Auglýsing WOW air sem birtist í Fréttablaðinu í gær.SkjáskotÁrstíðabundnar uppsagnir ekki í uppsiglingu hjá WOW airÞá segir Svanhvít engar árstíðabundnar uppsagnir í kortunum hjá Wow air. „Nei, WOW air hefur ekki þurft að segja upp starfsfólki vegna árstíðabundinna sveiflna enda félagið í örum og stöðum vexti.“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að fyrirtækið gæti hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum. Auglýsing WOW air um ráðningarnar birtist degi síðar. Svanhvít segir jafnframt mikla samkeppni ríkja um flugmenn almennt í heiminum en vöxtur félagsins hafi frekari ráðningar í för með sér. „Á síðustu vikum höfum við bætt fimm nýjum þotum við flotann og áætlað er að bæta við sjö þotum á næsta ári. Á síðustu mánuðum hefur félagið verið að bæta við flugmönnum og er það í áframhaldandi ferli.“
Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32
„Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur