Flugmenn Icelandair fjölmenntu á fund WOW air: „Gríðarleg reiði vegna starfsmannastefnunnar innan hópsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2017 12:16 Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfandi flugstjóri hjá Icelandair, áætlar að um 150 manns hafi verið viðstaddir kynningarfundinn í gær. Vísir/Eyþór Varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir kjörin sem WOW air kynnti fyrir gestum kynningarfundar félagsins í gær hafa komið sér ánægjulega á óvart. Hann segir flugmenn Icelandair, sem fjölmenntu á fundinn, almennt óánægða með starfsmannastefnu vinnuveitanda síns. Kynningarfundur WOW air um starfsemi flugfélagsins, sem auglýstur var samhliða nýjum ráðningum, fór fram í gær. Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfandi flugstjóri hjá Icelandair, var viðstaddur fundinn. „Í fljótu bragði held ég að það hafi verið um 150 manns þarna en ég gæti trúað því að vel rúmlega helmingur af þeim hafi verið flugmenn Icelandair,“ segir Jóhann. Honum sýndist flestir flugmannanna á staðnum hafa verið úr hópi þeirra sem fengu uppsagnarbréf frá Icelandair um helgina. Það hafi þó alls ekki gilt um alla á fundinum, einhverjir viðstaddra hafi verið fastráðnir flugmenn, forvitnir um starfsemi WOW air.WOW air býður heilsársstörfEn hvað býður WOW air sem Icelandair býður ekki? „Þeir eru allavega að bjóða upp á heilsársstörf og það er eitthvað sem kollegum mínum, hjá mínu flugfélagi, finnst áhugaverður vinkill,“ segir Jóhann. Hann fékk sjálfur uppsagnarbréf um liðna helgi en hann var einn 70 flugstjóra sem lækkaðir voru í stöðu flugmanns. Uppsagnir Icelandair um helgina eru liður í árstíðabundinni sveiflu í ferðaþjónustu. Aðspurður hvort flugmönnum sé þetta ekki ljóst þegar þeir hefja störf hjá félaginu segir Jóhann svo vissulega vera. Það breytir því þó ekki að fólk sé langþreytt á stöðunni. „Fólki er það alveg ljóst þegar það hefur störf að það er árstíðasveifla og fyrirtækið dregur ekkert undan í því. En þó svo að þú vitir af uppsögninni þá er hún samt alltaf sár.“Frá kynningarfundi WOW air á Nauthóli í Reykjavík í gær.Vísir/Eyþór„Starfsmannastefna Icelandair hefur beðið skipbrot“ Jóhann segir vanvirðingu Icelandair við skuldbindingu flugmanna sinna stærsta vandamálið. Hann segir fyrirtækið lengi vel hafa verið eina starfsvettvang flugmanna á Íslandi en nú, þegar fleiri eru um hituna, séu flugmenn hættir að sætta sig við viðhorf Icelandair. „Það sem ég veit að er undirliggjandi hjá mér og í mínum hópi manna sem hóf störf hjá Icelandair árið 2006, það er svona þetta viðhorf félagsins til okkar og stefna þess að skera allt niður að beini,“ segir Jóhann sem hefur fengið átta uppsagnarbréf frá Icelandair á ellefu árum. „Starfsmannastefna Icelandair hefur beðið skipbrot og er hálfgjaldþrota einhvern veginn, það er almennt viðhorf í hópi flugmanna Icelandair,“ bætir Jóhann við. „Það ríkir gríðarleg reiði vegna starfsmannastefnunnar innan hópsins.“ Jóhann segist sjálfur hafa framtíð sína innan fyrirtækisins til skoðunar. Aðspurður hvort hann telji WOW air ætla að standa við ráðningarnar, sem einhverjir hafa leitt að því líkum að séu aðeins liður í kynningarherferð fyrirtækisins, segir hann svo vera. „Það var gefið mjög sterklega í skyn að þarna væri nóg pláss fyrir allt og alla.“ Tengdar fréttir Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Fá þó engin loforð um samfellda vinnu. 28. júní 2017 18:08 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 28. júní 2017 13:10 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir kjörin sem WOW air kynnti fyrir gestum kynningarfundar félagsins í gær hafa komið sér ánægjulega á óvart. Hann segir flugmenn Icelandair, sem fjölmenntu á fundinn, almennt óánægða með starfsmannastefnu vinnuveitanda síns. Kynningarfundur WOW air um starfsemi flugfélagsins, sem auglýstur var samhliða nýjum ráðningum, fór fram í gær. Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfandi flugstjóri hjá Icelandair, var viðstaddur fundinn. „Í fljótu bragði held ég að það hafi verið um 150 manns þarna en ég gæti trúað því að vel rúmlega helmingur af þeim hafi verið flugmenn Icelandair,“ segir Jóhann. Honum sýndist flestir flugmannanna á staðnum hafa verið úr hópi þeirra sem fengu uppsagnarbréf frá Icelandair um helgina. Það hafi þó alls ekki gilt um alla á fundinum, einhverjir viðstaddra hafi verið fastráðnir flugmenn, forvitnir um starfsemi WOW air.WOW air býður heilsársstörfEn hvað býður WOW air sem Icelandair býður ekki? „Þeir eru allavega að bjóða upp á heilsársstörf og það er eitthvað sem kollegum mínum, hjá mínu flugfélagi, finnst áhugaverður vinkill,“ segir Jóhann. Hann fékk sjálfur uppsagnarbréf um liðna helgi en hann var einn 70 flugstjóra sem lækkaðir voru í stöðu flugmanns. Uppsagnir Icelandair um helgina eru liður í árstíðabundinni sveiflu í ferðaþjónustu. Aðspurður hvort flugmönnum sé þetta ekki ljóst þegar þeir hefja störf hjá félaginu segir Jóhann svo vissulega vera. Það breytir því þó ekki að fólk sé langþreytt á stöðunni. „Fólki er það alveg ljóst þegar það hefur störf að það er árstíðasveifla og fyrirtækið dregur ekkert undan í því. En þó svo að þú vitir af uppsögninni þá er hún samt alltaf sár.“Frá kynningarfundi WOW air á Nauthóli í Reykjavík í gær.Vísir/Eyþór„Starfsmannastefna Icelandair hefur beðið skipbrot“ Jóhann segir vanvirðingu Icelandair við skuldbindingu flugmanna sinna stærsta vandamálið. Hann segir fyrirtækið lengi vel hafa verið eina starfsvettvang flugmanna á Íslandi en nú, þegar fleiri eru um hituna, séu flugmenn hættir að sætta sig við viðhorf Icelandair. „Það sem ég veit að er undirliggjandi hjá mér og í mínum hópi manna sem hóf störf hjá Icelandair árið 2006, það er svona þetta viðhorf félagsins til okkar og stefna þess að skera allt niður að beini,“ segir Jóhann sem hefur fengið átta uppsagnarbréf frá Icelandair á ellefu árum. „Starfsmannastefna Icelandair hefur beðið skipbrot og er hálfgjaldþrota einhvern veginn, það er almennt viðhorf í hópi flugmanna Icelandair,“ bætir Jóhann við. „Það ríkir gríðarleg reiði vegna starfsmannastefnunnar innan hópsins.“ Jóhann segist sjálfur hafa framtíð sína innan fyrirtækisins til skoðunar. Aðspurður hvort hann telji WOW air ætla að standa við ráðningarnar, sem einhverjir hafa leitt að því líkum að séu aðeins liður í kynningarherferð fyrirtækisins, segir hann svo vera. „Það var gefið mjög sterklega í skyn að þarna væri nóg pláss fyrir allt og alla.“
Tengdar fréttir Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Fá þó engin loforð um samfellda vinnu. 28. júní 2017 18:08 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 „Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30 WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 28. júní 2017 13:10 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Fá þó engin loforð um samfellda vinnu. 28. júní 2017 18:08
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32
„Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Skúli Mogensen, forstjóri WOW air segist vilja bjóða þeim flugmönnum sem sagt verður upp hjá Icelandair í haust að koma í starfsviðtal hjá WOW air. 26. júní 2017 14:30
WOW air gefur ekki upp hvort flugmenn Icelandair svari kallinu Ekki fengust heldur bein svör við því hvort nýjar ráðningar WOW air verði ræddar á kynningarfundi félagsins í dag sem auglýstur var samhliða ráðningunum. 28. júní 2017 13:10