Þurfum að mennta verslunarfólk betur til að keppa við erlendar keðjur Sæunn Gísladóttir skrifar 14. júní 2017 10:00 Sérverslanir á borð við Kjöt og Fisk sem bjóða upp á tilbúna rétti hafa sótt í sig veðrið nýverið hjá nýrri kynslóð neytenda. VÍSIR/ERNIR Við getum ekki keppt í stærðarhagkvæmni við útlöndin en við getum keppt með því að mennta mannauðinn okkar,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar. Hann lauk nýverið við ritgerð til MBA-náms við Háskóla Íslands um tækifæri til að bæta afkomu í verslun. Kjartan Örn hefur starfað í verslunargeiranum í 20 ár, bæði í heild- og smásöluverslun, og situr í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Tímamót eru nú í íslenskri verslun. Erlendar keðjur eru að koma til landsins í stórum stíl þar sem Costco og H&M eru mest áberandi. Kjartan Örn telur að þetta þýði að íslensk verslun þurfi að vera meira á varðbergi en áður. „Í Póllandi eru erlendir fjárfestar til dæmis að hagnast á verslun, en þar er lítið af pólskum verslanakeðjum. Ef við viljum reka íslenska verslun og höfum metnað fyrir því, þá hljótum við að vilja fjárfesta í mannauði.“Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslunargreiningar.Tilgangur rannsóknar hans var meðal annars að sýna fram á að aukin fagmennska í formi menntunar og þjálfunar leiði af sér bætta rekstrarafkomu og auki samkeppnishæfni í greininni. „Stóra málið í þessu er að núna, öllum þessum árum eftir að Verslunarskólinn var stofnaður, þá erum við ekki að bjóða neina beina námsleið í skólakerfinu fyrir fólk sem vill mennta sig í kaupmennsku. Þetta er grein þar sem þú getur unnið þig upp úr að vera kerrutæknir í að verða forstjóri. Þetta er grein sem borgar mjög vel,“ segir Kjartan Örn. „Vísbendingar eru um að mikil þörf sé á aukinni menntun og þjálfun innan greinarinnar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Bæði þurfum við að laga það út frá þeim sem vilja í framtíðinni leggja stund á kaupmennsku. En einnig þurfum við að styrkja núverandi innviði með því að koma á fót starfsþjálfurum í verslun svipað eins og tíðkast í iðngreinum.“Kjartan Örn bendir á að upplagt væri að vera með viðurkennda starfsþjálfara sem gætu farið inn í ólík fyrirtæki og tekið út raunfærnimat á einstaka starfsmönnum til að þeir gætu skilgreint sig innan einhvers hæfnisramma. „Það sem stendur númer eitt, tvö og þrjú er að það vantar beina námsleið og starfsþjálfara í greininni.“ Í ritgerðinni er varpað ljósi á mikilvægt hlutverk verslunar í hagkerfinu. Rúmlega fjórðung af heildarveltu hagkerfisins má rekja til verslunar reiknað út frá virðisaukaskattskýrslum. Árið 2015 höfðu 13 prósent af heildarvinnuafli landsins verslun að aðal- eða aukastarfi og um 6,9 prósent allra fyrirtækja í landinu voru í heild- og smásöluverslun. Heildarvelta í smásöluverslun (án VSK) nam tæpum 400 milljörðum króna árið 2015 samanborið við 376 milljarða árið 2014 á verðlagi þess árs. Vöxtur í veltu smásöluverslunar á milli ára var 5,8 prósent og hefur ekki verið meiri á milli ára frá hruni.Að mati Kjartans Arnar er erlendis lagt meira upp úr menntun og starfsþjálfun starfsmanna í greininni. „H&M er að fara að opna og fólkið sem er að fara að vinna þar hefur verið sent í 10 til 12 vikur í þjálfun í Póllandi. Þeir munu bjóða fagmennsku þegar þeir opna og frábæra þjónustu því þeir hafa fjárfest gríðarlega í mannauði frá byrjun. Þetta er að mínu mati eina leiðin fyrir okkur á Íslandi til að skapa samkeppnishæfni í verslun, að mennta mannauð okkar og fjárfesta í þessari auðlind.“ Kjartan bendir á að stór hluti launatengdra gjalda fari nú þegar í starfsmenntunarsjóði. „Þarna eru milljarðar og í hverjum mánuði erum við að safna og safna upp. Til að fjárfesta í mannauðinum okkar er fjármagnið allt til. Við þurfum að koma því fjármagni í vinnu.“Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Við getum ekki keppt í stærðarhagkvæmni við útlöndin en við getum keppt með því að mennta mannauðinn okkar,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar. Hann lauk nýverið við ritgerð til MBA-náms við Háskóla Íslands um tækifæri til að bæta afkomu í verslun. Kjartan Örn hefur starfað í verslunargeiranum í 20 ár, bæði í heild- og smásöluverslun, og situr í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Tímamót eru nú í íslenskri verslun. Erlendar keðjur eru að koma til landsins í stórum stíl þar sem Costco og H&M eru mest áberandi. Kjartan Örn telur að þetta þýði að íslensk verslun þurfi að vera meira á varðbergi en áður. „Í Póllandi eru erlendir fjárfestar til dæmis að hagnast á verslun, en þar er lítið af pólskum verslanakeðjum. Ef við viljum reka íslenska verslun og höfum metnað fyrir því, þá hljótum við að vilja fjárfesta í mannauði.“Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslunargreiningar.Tilgangur rannsóknar hans var meðal annars að sýna fram á að aukin fagmennska í formi menntunar og þjálfunar leiði af sér bætta rekstrarafkomu og auki samkeppnishæfni í greininni. „Stóra málið í þessu er að núna, öllum þessum árum eftir að Verslunarskólinn var stofnaður, þá erum við ekki að bjóða neina beina námsleið í skólakerfinu fyrir fólk sem vill mennta sig í kaupmennsku. Þetta er grein þar sem þú getur unnið þig upp úr að vera kerrutæknir í að verða forstjóri. Þetta er grein sem borgar mjög vel,“ segir Kjartan Örn. „Vísbendingar eru um að mikil þörf sé á aukinni menntun og þjálfun innan greinarinnar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Bæði þurfum við að laga það út frá þeim sem vilja í framtíðinni leggja stund á kaupmennsku. En einnig þurfum við að styrkja núverandi innviði með því að koma á fót starfsþjálfurum í verslun svipað eins og tíðkast í iðngreinum.“Kjartan Örn bendir á að upplagt væri að vera með viðurkennda starfsþjálfara sem gætu farið inn í ólík fyrirtæki og tekið út raunfærnimat á einstaka starfsmönnum til að þeir gætu skilgreint sig innan einhvers hæfnisramma. „Það sem stendur númer eitt, tvö og þrjú er að það vantar beina námsleið og starfsþjálfara í greininni.“ Í ritgerðinni er varpað ljósi á mikilvægt hlutverk verslunar í hagkerfinu. Rúmlega fjórðung af heildarveltu hagkerfisins má rekja til verslunar reiknað út frá virðisaukaskattskýrslum. Árið 2015 höfðu 13 prósent af heildarvinnuafli landsins verslun að aðal- eða aukastarfi og um 6,9 prósent allra fyrirtækja í landinu voru í heild- og smásöluverslun. Heildarvelta í smásöluverslun (án VSK) nam tæpum 400 milljörðum króna árið 2015 samanborið við 376 milljarða árið 2014 á verðlagi þess árs. Vöxtur í veltu smásöluverslunar á milli ára var 5,8 prósent og hefur ekki verið meiri á milli ára frá hruni.Að mati Kjartans Arnar er erlendis lagt meira upp úr menntun og starfsþjálfun starfsmanna í greininni. „H&M er að fara að opna og fólkið sem er að fara að vinna þar hefur verið sent í 10 til 12 vikur í þjálfun í Póllandi. Þeir munu bjóða fagmennsku þegar þeir opna og frábæra þjónustu því þeir hafa fjárfest gríðarlega í mannauði frá byrjun. Þetta er að mínu mati eina leiðin fyrir okkur á Íslandi til að skapa samkeppnishæfni í verslun, að mennta mannauð okkar og fjárfesta í þessari auðlind.“ Kjartan bendir á að stór hluti launatengdra gjalda fari nú þegar í starfsmenntunarsjóði. „Þarna eru milljarðar og í hverjum mánuði erum við að safna og safna upp. Til að fjárfesta í mannauðinum okkar er fjármagnið allt til. Við þurfum að koma því fjármagni í vinnu.“Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent