Grimmur húsbóndi Bubbi Morthens skrifar 15. júní 2017 16:15 Óttinn er grimmur húsbóndi sem fær fólk til að gera ótrúlegustu hluti og bregðast við á annan máta en ef það væri ekki óttaslegið. Sjálfmynd Íslendinga hefur verið sú að við værum vopnlaus þjóð og við höfum flaggað þeirri mynd sem víðast og oftast. Í áratugi hafa fréttir borist hingað uppá klakann um allskonar hryðjuverkaógnir. Ítalía og Þýskaland voru í brennidepli á sjöunda áratugnum; nánast vikulega bárust fréttir af ódæðum hryðjuverkamanna sem sögðust flestir vera að berjast gegn fasistum og heimsvaldasinnum. Fréttir bárust líka til okkar um að í Suður-Ameríku væru hryðjuverkahópar að hrekkja yfirvöld með ránum, morðum og allskonar kröfum. Síðan er það árásin á tvíburaturnana. Frá þeim degi hafa nánast verið í fréttum daglega sögur af vondum múslimum og hafa Isis-samtökin verið í fyrsta sæti þeirrar ógnar sem steðjar að hinum vestræna heimi. Og sannarlega er þetta ógn, en við eigum ekki að láta hana fara stjórna lífi okkar. Þá er ég kominn að aðalefninu. Ríkilögreglustjóri og æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru farnir að hittast suður á Velli til að ræða þá ógn sem þeir telja að landinu okkar stafi af hryðjuverkum. Það er vel; við þurfum að vera vakandi. En sú ákvörðun að planta vopnuðum lögreglumönnum meðal almennings er algjör kúvending á öllu sem við höfum átt að venjast og þetta gerist bara einn, tveir og þrír. Allt í einu eru vopnaðir menn út um allt þegar samkomur eiga sér stað. Nú er það svo að vopn auka ekki öryggiskennd manna, þvert á móti þá auka þau á ótta og öryggisleysi. Almenn skynsemi segir okkur að það sé raunverulegur möguleiki á því að einhver brjálæðingur eða brjálæðingar taki sig til og vilji ráðast á okkur. Það er auðvitað hugsanlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn í bílum á fjölmennum stöðum. En það er áreiðanlegt mál að vopnaðir menn fæla ekki hryðjuverkamenn frá. Hinsvegar hafa þeir náð þeim frábæra árangri, að þeirra eigin mati, að örþjóð á norðurhjara er lostin ótta. Þetta er það sem þeir vilja: að sá ótta meðal þjóða. Við þurfum ekki að óttast né láta óttann stjórna okkur. Við þurfum klárlega að eiga til viðbragðsáætlun. Áætlun um hvernig skuli bregðast við ef til átaka kemur. En við viljum ekki vopnaða lögreglumenn sem vekja upp ótta með því að ganga um með hlaðnar byssur. Íslenska lögreglan býr við þá ótrúlegu staðreynd miðað við aðrar þjóðir að njóta traust nánast allra landsmanna. Hræddur er ég um að það gæti breyst með þessari óttaslegnu ákvörðun yfirvalda að planta þeim innanum almenning með hlaðin vopn. Óttinn er harður húsbóndi og lætur ekki svo glatt afvopna sig. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Óttinn er grimmur húsbóndi sem fær fólk til að gera ótrúlegustu hluti og bregðast við á annan máta en ef það væri ekki óttaslegið. Sjálfmynd Íslendinga hefur verið sú að við værum vopnlaus þjóð og við höfum flaggað þeirri mynd sem víðast og oftast. Í áratugi hafa fréttir borist hingað uppá klakann um allskonar hryðjuverkaógnir. Ítalía og Þýskaland voru í brennidepli á sjöunda áratugnum; nánast vikulega bárust fréttir af ódæðum hryðjuverkamanna sem sögðust flestir vera að berjast gegn fasistum og heimsvaldasinnum. Fréttir bárust líka til okkar um að í Suður-Ameríku væru hryðjuverkahópar að hrekkja yfirvöld með ránum, morðum og allskonar kröfum. Síðan er það árásin á tvíburaturnana. Frá þeim degi hafa nánast verið í fréttum daglega sögur af vondum múslimum og hafa Isis-samtökin verið í fyrsta sæti þeirrar ógnar sem steðjar að hinum vestræna heimi. Og sannarlega er þetta ógn, en við eigum ekki að láta hana fara stjórna lífi okkar. Þá er ég kominn að aðalefninu. Ríkilögreglustjóri og æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru farnir að hittast suður á Velli til að ræða þá ógn sem þeir telja að landinu okkar stafi af hryðjuverkum. Það er vel; við þurfum að vera vakandi. En sú ákvörðun að planta vopnuðum lögreglumönnum meðal almennings er algjör kúvending á öllu sem við höfum átt að venjast og þetta gerist bara einn, tveir og þrír. Allt í einu eru vopnaðir menn út um allt þegar samkomur eiga sér stað. Nú er það svo að vopn auka ekki öryggiskennd manna, þvert á móti þá auka þau á ótta og öryggisleysi. Almenn skynsemi segir okkur að það sé raunverulegur möguleiki á því að einhver brjálæðingur eða brjálæðingar taki sig til og vilji ráðast á okkur. Það er auðvitað hugsanlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn í bílum á fjölmennum stöðum. En það er áreiðanlegt mál að vopnaðir menn fæla ekki hryðjuverkamenn frá. Hinsvegar hafa þeir náð þeim frábæra árangri, að þeirra eigin mati, að örþjóð á norðurhjara er lostin ótta. Þetta er það sem þeir vilja: að sá ótta meðal þjóða. Við þurfum ekki að óttast né láta óttann stjórna okkur. Við þurfum klárlega að eiga til viðbragðsáætlun. Áætlun um hvernig skuli bregðast við ef til átaka kemur. En við viljum ekki vopnaða lögreglumenn sem vekja upp ótta með því að ganga um með hlaðnar byssur. Íslenska lögreglan býr við þá ótrúlegu staðreynd miðað við aðrar þjóðir að njóta traust nánast allra landsmanna. Hræddur er ég um að það gæti breyst með þessari óttaslegnu ákvörðun yfirvalda að planta þeim innanum almenning með hlaðin vopn. Óttinn er harður húsbóndi og lætur ekki svo glatt afvopna sig. Höfundur er tónlistarmaður.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun