4 milljónir Skoda Fabia Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 12:24 Bíl númer 4.000.000 af Skoda Fabia fagnað í Tékklandi. Í verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi var í vikunni framleitt 4 milljónasta eintakið af Skoda Fabia bílnum. Það tók 18 ár að framleiða þennan mikla fjölda en sala á Fabia hófst árið 1999. Hann er nú af þriðju kynslóð og í leiðinni fögnuðu starfsmenn verksmiðjunnar því að af þeirri kynslóð hafa nú verið framleiddir 500.000 bílar. Fyrsta kynslóð Fabia var framleidd í 1.790.000 eintökum milli 1999 og 2007. Önnur kynslóðin var framleidd í 1.710.000 eintökum árin 2007 til 2014. Eintakið sem fyllti 4.000.000 mælinn er hvítur langbakur í dýrustu Monte Carlo útfærslunni. Fyrir skömmu bættist við nýr kostur í vélarvali í Fabia, eða 1,0 lítra og þriggja strokka bensínsvél sem skilar 110 hestöflum, er 6% eyðslugrennir en 1,2 lítra vélin en samt öflugri. Hún er að auki 10 kílóum léttari og því batna aksturseiginleikarnir í leiðinni. Sala á Fabia jókst um 4,5% í maí og seldi Skoda þá 18.600 Fabia bíla. Það bendir til þess að árssalan á bílnum sé um 220.000 eintök og því gæti Skoda fagnað 5 milljónasta eintakinu eftir rúmlega fjögur ár. Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent
Í verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi var í vikunni framleitt 4 milljónasta eintakið af Skoda Fabia bílnum. Það tók 18 ár að framleiða þennan mikla fjölda en sala á Fabia hófst árið 1999. Hann er nú af þriðju kynslóð og í leiðinni fögnuðu starfsmenn verksmiðjunnar því að af þeirri kynslóð hafa nú verið framleiddir 500.000 bílar. Fyrsta kynslóð Fabia var framleidd í 1.790.000 eintökum milli 1999 og 2007. Önnur kynslóðin var framleidd í 1.710.000 eintökum árin 2007 til 2014. Eintakið sem fyllti 4.000.000 mælinn er hvítur langbakur í dýrustu Monte Carlo útfærslunni. Fyrir skömmu bættist við nýr kostur í vélarvali í Fabia, eða 1,0 lítra og þriggja strokka bensínsvél sem skilar 110 hestöflum, er 6% eyðslugrennir en 1,2 lítra vélin en samt öflugri. Hún er að auki 10 kílóum léttari og því batna aksturseiginleikarnir í leiðinni. Sala á Fabia jókst um 4,5% í maí og seldi Skoda þá 18.600 Fabia bíla. Það bendir til þess að árssalan á bílnum sé um 220.000 eintök og því gæti Skoda fagnað 5 milljónasta eintakinu eftir rúmlega fjögur ár.
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent