Styrking krónunnar hefur verri áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 12:52 Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. vísir/pjetur Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina. Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina.
Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00