Færri ferðamenn eystra Benedikt Bóas skrifar 19. júní 2017 07:00 Ferðamenn ferðast minna út á firði landsins. Áður hefur verið sagt frá vandræðum Vestfirðinga og nú berast fréttir frá Austfjörðum. Vísir/Vilhelm „Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
„Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04