Yfir 2.000 mótorhjólamenn við útför Nicky Hayden Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 09:55 Nicky Hayden, fyrrum MotoGP meistari. Útför fyrrum mótorhjólaheimsmeistarans í MotoGP, Nicky Hayden, var haldin í vikunni og mættu yfir 2.000 mótorhjólamenn í hana til að votta honum virðingu sína. Útförin var haldin í heimabæ Nicky Hayden, Owensboro í Kentucky ríki í Bandaríkjunum. Margir þeirra komu langt að og að sögn margra þeirra mættu þeir við útförina vegna þess að líf og góður árangur Nicky Hayden hafði mikil áhrif á líf þeirra. Auk þess vildu þeir gleðja aðstandendur þessa besta mótorhjólamanns Bandaríkjanna á síðustu áratugum. Nicky Hayden dó er hann var í reiðhjólatúr þann 17. maí, rétt fyrir mótorhjólakeppni sem hann ætlaði að taka þátt í. Var Hayden fluttur á sjúkrahús í kjölfarið slyssins en lést af völdum áverka slyssins fimm dögum síðar, 22. maí. Hayden varð fyrir bíl sem ók á hann á reiðhjóli sínu.Mótorhjólamenn þyrpast í útför Nicky Hayden. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent
Útför fyrrum mótorhjólaheimsmeistarans í MotoGP, Nicky Hayden, var haldin í vikunni og mættu yfir 2.000 mótorhjólamenn í hana til að votta honum virðingu sína. Útförin var haldin í heimabæ Nicky Hayden, Owensboro í Kentucky ríki í Bandaríkjunum. Margir þeirra komu langt að og að sögn margra þeirra mættu þeir við útförina vegna þess að líf og góður árangur Nicky Hayden hafði mikil áhrif á líf þeirra. Auk þess vildu þeir gleðja aðstandendur þessa besta mótorhjólamanns Bandaríkjanna á síðustu áratugum. Nicky Hayden dó er hann var í reiðhjólatúr þann 17. maí, rétt fyrir mótorhjólakeppni sem hann ætlaði að taka þátt í. Var Hayden fluttur á sjúkrahús í kjölfarið slyssins en lést af völdum áverka slyssins fimm dögum síðar, 22. maí. Hayden varð fyrir bíl sem ók á hann á reiðhjóli sínu.Mótorhjólamenn þyrpast í útför Nicky Hayden.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent