FME spurðist fyrir um óhæði nýs stjórnarmanns í Arion banka Hörður Ægisson skrifar 7. júní 2017 07:30 Kaupþing á 58 prósent í Arion í gegnum Kaupskil. vísir/eyþór Jakob Ásmundsson, sem var kjörinn stjórnarmaður í Arion banka á aðalfundi 9. mars síðastliðinn, sótti ekki fundi stjórnar bankans eða tók þátt í öðrum stjórnarstörfum í meira en tvo mánuði vegna skoðunar Kaupskila, dótturfélags Kaupþings sem á 58 prósenta hlut í bankanum, á óhæði hans sem stjórnarmanns. Ráðist var í þá skoðun eftir að Kaupskilum barst fyrirspurn frá Fjármálaeftirlitinu (FME) um hvort Jakob kynni að vera háður stjórnarmaður vegna mögulegra fyrri tengsla hans við Kaupþing, samkvæmt heimildum Markaðarins. Reynir Karlsson, stjórnarformaður Kaupskila, segir í samtali við Markaðinn að slík fyrirspurn hafi borist í lok marsmánaðar en vill þó ekki staðfesta að hún hafi komið frá FME. Í kjölfarið hafi Kaupskil beint því til Jakobs að hann myndi ekki sinna stjórnarstörfum á meðan farið væri í frekari vinnu á fyrra mati félagsins um að hann væri óháður stjórnarmaður. Jakob sótti meðal annars ekki fund stjórnar Arion banka 12. maí síðastliðinn þegar stjórnin samþykkti árshlutareikning bankans fyrir fyrsta ársfjórðung. Reynir segir hins vegar að þeirri vinnu Kaupskila sé nú lokið og að niðurstaðan hafi verið sú hin sama og áður um að Jakob væri óháður Kaupþingi. Hann muni því sækja næsta fund stjórnar Arion banka.Jakob Ásmundsson var forstjóri Straums fjárfestingabanka frá 2013 til 2015.Jakob var forstjóri Straums fjárfestingarbanka á árunum 2013 til 2015 en þar áður starfaði hann sem fjármálastjóri eignaumsýslufélagsins ALMC (gamla Straums). Hann var á meðal nokkurra fyrrverandi lykilstjórnenda ALMC sem fengu hundruð milljóna króna hver í sinn hlut þegar félagið greiddi samanlagt út yfir þrjá milljarða í bónusa til starfsmanna í desember 2015. Hluthafar ALMC eru ýmsir erlendir fjárfestingarsjóðir og fjármálafyrirtæki, meðal annars Goldman Sachs, en bankinn var fimmti stærsti hluthaf félagsins í árslok 2016 með tæplega sjö prósenta hlut. Félag í eigu Goldman Sachs var sem kunnugt er í hópi stórra kröfuhafa í Kaupþingi sem keyptu samanlagt 29,2 prósenta hlut í Arion banka fyrr á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Jakob Ásmundsson, sem var kjörinn stjórnarmaður í Arion banka á aðalfundi 9. mars síðastliðinn, sótti ekki fundi stjórnar bankans eða tók þátt í öðrum stjórnarstörfum í meira en tvo mánuði vegna skoðunar Kaupskila, dótturfélags Kaupþings sem á 58 prósenta hlut í bankanum, á óhæði hans sem stjórnarmanns. Ráðist var í þá skoðun eftir að Kaupskilum barst fyrirspurn frá Fjármálaeftirlitinu (FME) um hvort Jakob kynni að vera háður stjórnarmaður vegna mögulegra fyrri tengsla hans við Kaupþing, samkvæmt heimildum Markaðarins. Reynir Karlsson, stjórnarformaður Kaupskila, segir í samtali við Markaðinn að slík fyrirspurn hafi borist í lok marsmánaðar en vill þó ekki staðfesta að hún hafi komið frá FME. Í kjölfarið hafi Kaupskil beint því til Jakobs að hann myndi ekki sinna stjórnarstörfum á meðan farið væri í frekari vinnu á fyrra mati félagsins um að hann væri óháður stjórnarmaður. Jakob sótti meðal annars ekki fund stjórnar Arion banka 12. maí síðastliðinn þegar stjórnin samþykkti árshlutareikning bankans fyrir fyrsta ársfjórðung. Reynir segir hins vegar að þeirri vinnu Kaupskila sé nú lokið og að niðurstaðan hafi verið sú hin sama og áður um að Jakob væri óháður Kaupþingi. Hann muni því sækja næsta fund stjórnar Arion banka.Jakob Ásmundsson var forstjóri Straums fjárfestingabanka frá 2013 til 2015.Jakob var forstjóri Straums fjárfestingarbanka á árunum 2013 til 2015 en þar áður starfaði hann sem fjármálastjóri eignaumsýslufélagsins ALMC (gamla Straums). Hann var á meðal nokkurra fyrrverandi lykilstjórnenda ALMC sem fengu hundruð milljóna króna hver í sinn hlut þegar félagið greiddi samanlagt út yfir þrjá milljarða í bónusa til starfsmanna í desember 2015. Hluthafar ALMC eru ýmsir erlendir fjárfestingarsjóðir og fjármálafyrirtæki, meðal annars Goldman Sachs, en bankinn var fimmti stærsti hluthaf félagsins í árslok 2016 með tæplega sjö prósenta hlut. Félag í eigu Goldman Sachs var sem kunnugt er í hópi stórra kröfuhafa í Kaupþingi sem keyptu samanlagt 29,2 prósenta hlut í Arion banka fyrr á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira