Viðskipti innlent

Virðing kaupir allt hlutafé ALDA sjóða

Hörður Ægisson skrifar
Hannes Frímann Hrólfsson er forstjóri Virðingar en eftir kaupin á hlutafé ALDA sjóða verður samstæða félagsins með um 140 milljarða eignir í stýringu.
Hannes Frímann Hrólfsson er forstjóri Virðingar en eftir kaupin á hlutafé ALDA sjóða verður samstæða félagsins með um 140 milljarða eignir í stýringu.

Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur fest kaup á öllu hlutafé ALDA sjóða hf. og munu hluthafar ALDA, sem eru stjórnendur félagsins, koma inn í hluthafahóp Virðingar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Virðingu.

Heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar eftir kaupin að ganga í gegn verða um 140 milljarðar króna. Kaupin eru meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafunda félaganna og eftirlitsstofnana.

ALDA sjóðir verður áfram rekið sem sjálfstætt rekstrarfélag í fullri eigu Virðingar. Heildareignir ALDA í stýringu námu 36 milljörðum um síðustu áramót og hjá félaginu starfa fimm starfsmenn.

Í tilkynningunni er haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar:

„Kaup Virðingar á ALDA sjóðum hf. er liður í að styrkja félagið enn frekar á sviði eignastýringar en hjá ALDA sjóðum hf. starfar eitt reynslumesta eignastýringateymi landsins. Árangur ALDA sjóða hf. hefur verið góður og vöxtur þess mikill á síðustu árum. Kaupin eru liður í metnaðarfullum markmiðum okkar í að verða leiðandi aðili á sviði eignastýringar á Íslandi.”

Þá segir Þórarinn Sveinsson, forstjóri ALDA og stærsti hluthafi félagsins, að við þessi viðskipti verði til eitt öflugasta eignastýringarfyrirtæki landsins sem mun skila sér í aukinni þjónustu við viðskiptavini beggja fyrirtækja. „ALDA mun starfa áfram í sama nafni sem dótturfélag Virðingar og áhersla áfram lögð á vönduð og fagleg vinnubrögð."Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.