Körfubolti

Ægir og félagar komnir upp í efstu deild

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ægir og félagar unnu einvígið gegn Palencia 3-0.
Ægir og félagar unnu einvígið gegn Palencia 3-0. vísir/andri marinó

Ægir Þór Steinarsson og félagar í spænska körfuboltaliðinu San Pablo Burgos tryggðu sér í kvöld sæti í efstu deild með eins stigs sigri, 85-86, á Palencia.

San Pablo vann alla þrjá leikina í einvíginu og leikur því í efstu deild á næsta tímabili.

Ægir spilaði í rúmar 20 mínútur í kvöld. Hann hitti aðeins úr einu af sex skotum sínum í leiknum og endaði með tvö stig. Ægir tók einnig tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Þegar ein mínúta og 15 sekúndur voru eftir var San Pablo fjórum stigum undir, 85-81, og útlitið því dökkt.

En Ægir og félagar gáfu í, skoruðu síðustu fimm stig leiksins og tryggðu sér sigurinn og sæti í efstu deild.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.