Fjöldi krana nær methæðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Miklar framkvæmdir standa yfir í nýju hverfi í Urriðaholti og er fjöldi krana eftir því. vísir/stefán Fjöldi byggingarkrana á landinu öllu er farinn að nálgast fjöldann árið 2007, sé horft til talna Vinnueftirlitsins. Árið 2007 fengu 364 kranar skoðun. Fjöldinn hríðféll síðan og fór niður í 113 árið 2010. Hann hefur vaxið jafnt og þétt og voru 277 kranar skoðaðir í fyrra. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í vikunni fengust þær upplýsingar að 349 kranar væru skráðir í notkun. Þegar litið er til spennu í efnahagslífinu hefur gjarnan verið horft til fjölda byggingarkrana í notkun. Þannig er oft vísað til Roberts Alibers, prófessors í alþjóðahagfræði við Háskólann í Chicago, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins í maí 2008. Hann taldi alla byggingakranana í umferð og var ómyrkur í máli um ástand efnahagslífsins. En leiða má að því líkur að fjöldi krana geti orðið umtalsvert meiri í framtíðinni en hann var í aðdraganda hrunsins.Hagfræðingar eru sammála um að enn sé mikill skortur á íbúðum. Til dæmis telur Íbúðalánasjóður að byggja þurfi 9.000 íbúðir á næstu þremur árum, eða um 3.000 á ári að meðaltali. Á síðasta ári voru einungis byggðar um 1.600 íbúðir. Því er ljóst að byggingarmagn þarf um það bil að tvöfaldast til að anna eftirspurn. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir að kranavísitalan sé ekki eins góður mælikvarði á ofhitnun í hagkerfinu og hún var á árunum fyrir hrun. „Árið 2007 var lánsfjárbóla og offramboð á íbúðarhúsnæði. Staðan er önnur i dag. Það er mikil eftirspurn vegna stórra árganga fyrstu kaupenda sem og vegna innflæðis af erlendum ríkisborgurum sem vinna til dæmis við ferðamannaiðnaðinn. Ferðamenn voru 485 þúsund árið 2007, samkvæmt tölum Ferðamálastofu en voru 1.792 þúsund árið 2016. Eftirspurn eftir krönum er því ekki einungis vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis heldur einnig vegna gistirýma og þess háttar,“ segir hann. Magnús Árni vísar til skýrslu sem Reykjavík Economics vann og kynnt var á dögunum. Þar kemur fram að raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um fimmtung á tólf mánaða tímabili. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að það sem einkenni markaðinn í dag sé framboðstregða sem hafi kynt undi verðhækkunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjöldi byggingarkrana á landinu öllu er farinn að nálgast fjöldann árið 2007, sé horft til talna Vinnueftirlitsins. Árið 2007 fengu 364 kranar skoðun. Fjöldinn hríðféll síðan og fór niður í 113 árið 2010. Hann hefur vaxið jafnt og þétt og voru 277 kranar skoðaðir í fyrra. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í vikunni fengust þær upplýsingar að 349 kranar væru skráðir í notkun. Þegar litið er til spennu í efnahagslífinu hefur gjarnan verið horft til fjölda byggingarkrana í notkun. Þannig er oft vísað til Roberts Alibers, prófessors í alþjóðahagfræði við Háskólann í Chicago, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins í maí 2008. Hann taldi alla byggingakranana í umferð og var ómyrkur í máli um ástand efnahagslífsins. En leiða má að því líkur að fjöldi krana geti orðið umtalsvert meiri í framtíðinni en hann var í aðdraganda hrunsins.Hagfræðingar eru sammála um að enn sé mikill skortur á íbúðum. Til dæmis telur Íbúðalánasjóður að byggja þurfi 9.000 íbúðir á næstu þremur árum, eða um 3.000 á ári að meðaltali. Á síðasta ári voru einungis byggðar um 1.600 íbúðir. Því er ljóst að byggingarmagn þarf um það bil að tvöfaldast til að anna eftirspurn. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir að kranavísitalan sé ekki eins góður mælikvarði á ofhitnun í hagkerfinu og hún var á árunum fyrir hrun. „Árið 2007 var lánsfjárbóla og offramboð á íbúðarhúsnæði. Staðan er önnur i dag. Það er mikil eftirspurn vegna stórra árganga fyrstu kaupenda sem og vegna innflæðis af erlendum ríkisborgurum sem vinna til dæmis við ferðamannaiðnaðinn. Ferðamenn voru 485 þúsund árið 2007, samkvæmt tölum Ferðamálastofu en voru 1.792 þúsund árið 2016. Eftirspurn eftir krönum er því ekki einungis vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis heldur einnig vegna gistirýma og þess háttar,“ segir hann. Magnús Árni vísar til skýrslu sem Reykjavík Economics vann og kynnt var á dögunum. Þar kemur fram að raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um fimmtung á tólf mánaða tímabili. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að það sem einkenni markaðinn í dag sé framboðstregða sem hafi kynt undi verðhækkunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira