Fjöldi krana nær methæðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Miklar framkvæmdir standa yfir í nýju hverfi í Urriðaholti og er fjöldi krana eftir því. vísir/stefán Fjöldi byggingarkrana á landinu öllu er farinn að nálgast fjöldann árið 2007, sé horft til talna Vinnueftirlitsins. Árið 2007 fengu 364 kranar skoðun. Fjöldinn hríðféll síðan og fór niður í 113 árið 2010. Hann hefur vaxið jafnt og þétt og voru 277 kranar skoðaðir í fyrra. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í vikunni fengust þær upplýsingar að 349 kranar væru skráðir í notkun. Þegar litið er til spennu í efnahagslífinu hefur gjarnan verið horft til fjölda byggingarkrana í notkun. Þannig er oft vísað til Roberts Alibers, prófessors í alþjóðahagfræði við Háskólann í Chicago, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins í maí 2008. Hann taldi alla byggingakranana í umferð og var ómyrkur í máli um ástand efnahagslífsins. En leiða má að því líkur að fjöldi krana geti orðið umtalsvert meiri í framtíðinni en hann var í aðdraganda hrunsins.Hagfræðingar eru sammála um að enn sé mikill skortur á íbúðum. Til dæmis telur Íbúðalánasjóður að byggja þurfi 9.000 íbúðir á næstu þremur árum, eða um 3.000 á ári að meðaltali. Á síðasta ári voru einungis byggðar um 1.600 íbúðir. Því er ljóst að byggingarmagn þarf um það bil að tvöfaldast til að anna eftirspurn. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir að kranavísitalan sé ekki eins góður mælikvarði á ofhitnun í hagkerfinu og hún var á árunum fyrir hrun. „Árið 2007 var lánsfjárbóla og offramboð á íbúðarhúsnæði. Staðan er önnur i dag. Það er mikil eftirspurn vegna stórra árganga fyrstu kaupenda sem og vegna innflæðis af erlendum ríkisborgurum sem vinna til dæmis við ferðamannaiðnaðinn. Ferðamenn voru 485 þúsund árið 2007, samkvæmt tölum Ferðamálastofu en voru 1.792 þúsund árið 2016. Eftirspurn eftir krönum er því ekki einungis vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis heldur einnig vegna gistirýma og þess háttar,“ segir hann. Magnús Árni vísar til skýrslu sem Reykjavík Economics vann og kynnt var á dögunum. Þar kemur fram að raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um fimmtung á tólf mánaða tímabili. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að það sem einkenni markaðinn í dag sé framboðstregða sem hafi kynt undi verðhækkunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fjöldi byggingarkrana á landinu öllu er farinn að nálgast fjöldann árið 2007, sé horft til talna Vinnueftirlitsins. Árið 2007 fengu 364 kranar skoðun. Fjöldinn hríðféll síðan og fór niður í 113 árið 2010. Hann hefur vaxið jafnt og þétt og voru 277 kranar skoðaðir í fyrra. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í vikunni fengust þær upplýsingar að 349 kranar væru skráðir í notkun. Þegar litið er til spennu í efnahagslífinu hefur gjarnan verið horft til fjölda byggingarkrana í notkun. Þannig er oft vísað til Roberts Alibers, prófessors í alþjóðahagfræði við Háskólann í Chicago, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins í maí 2008. Hann taldi alla byggingakranana í umferð og var ómyrkur í máli um ástand efnahagslífsins. En leiða má að því líkur að fjöldi krana geti orðið umtalsvert meiri í framtíðinni en hann var í aðdraganda hrunsins.Hagfræðingar eru sammála um að enn sé mikill skortur á íbúðum. Til dæmis telur Íbúðalánasjóður að byggja þurfi 9.000 íbúðir á næstu þremur árum, eða um 3.000 á ári að meðaltali. Á síðasta ári voru einungis byggðar um 1.600 íbúðir. Því er ljóst að byggingarmagn þarf um það bil að tvöfaldast til að anna eftirspurn. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir að kranavísitalan sé ekki eins góður mælikvarði á ofhitnun í hagkerfinu og hún var á árunum fyrir hrun. „Árið 2007 var lánsfjárbóla og offramboð á íbúðarhúsnæði. Staðan er önnur i dag. Það er mikil eftirspurn vegna stórra árganga fyrstu kaupenda sem og vegna innflæðis af erlendum ríkisborgurum sem vinna til dæmis við ferðamannaiðnaðinn. Ferðamenn voru 485 þúsund árið 2007, samkvæmt tölum Ferðamálastofu en voru 1.792 þúsund árið 2016. Eftirspurn eftir krönum er því ekki einungis vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis heldur einnig vegna gistirýma og þess háttar,“ segir hann. Magnús Árni vísar til skýrslu sem Reykjavík Economics vann og kynnt var á dögunum. Þar kemur fram að raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um fimmtung á tólf mánaða tímabili. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að það sem einkenni markaðinn í dag sé framboðstregða sem hafi kynt undi verðhækkunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira