H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. maí 2017 05:00 Verð á stuttbuxum í nokkrum mismunandi gjaldmiðlum. Mynd/Aðsend Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30
Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00
H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23