H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. maí 2017 05:00 Verð á stuttbuxum í nokkrum mismunandi gjaldmiðlum. Mynd/Aðsend Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira
Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira
Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30
Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00
H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23