H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. maí 2017 05:00 Verð á stuttbuxum í nokkrum mismunandi gjaldmiðlum. Mynd/Aðsend Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30
Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00
H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23