Hægt að fjarstýra heimilinu með síma Sæunn Gísladóttir skrifar 19. maí 2017 07:00 Öryggisfyrirtæki hafa nú byrjað að þróa tækni sem leyfir notendum að nýta snjalltækni til öryggisgæslu á heimilum sínum þegar þeir eru að heiman. Vísir/Getty Mikið vatn hefur runnið til sjávar undanfarin árin með snjalltækni inni á heimilum og í auknum mæli er hægt að stýra ýmsum heimilistækjum, lýsingu og öðru með snjallsímanum. Öryggisfyrirtæki hafa nú byrjað að þróa tækni sem leyfir notendum að nýta snjalltækni til öryggisgæslu á heimilum sínum þegar þeir eru að heiman.Hjörtur Vigfússon, markaðsstjóri Securitas.Securitas er að koma með þessa tækni til landsins. Fyrirtækið mun forsýna Snjallvaktina, nýja öryggislausn, á sýningunni Amazing Home Show í Laugardalshöll um helgina. Stefnt er að því að lausnin fari svo í sölu í haust. Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri hjá Securitas, segir þetta vera nýja nálgun á öryggismál. „Þetta er miklu meira en öryggiskerfi, þú ert farinn að stýra ýmsu á heimilinu. Þú getur til dæmis stillt ljós, séð hver var að hringja dyrabjöllunni, svarað, opnað dyr, stýrt hita og svo er hægt að stýra myndavélum bæði inni og úti.“ Hann segir þetta í raun vera næsta skref í heimavörn Securitas. „Viðskiptavinum mun bjóðast að uppfæra kerfið sitt í snjallari heimavörn. Almennt veitir þetta fólki aukin þægindi. Öllu þessu er stýrt með einu smáforriti.“ Securitas fór í samstarf við fyrirtækið Alarm.com til að bjóða upp á tæknina en það fyrirtæki er leiðandi í þeirri tækni. Margir óttast hakkara í kerfum sem þessum, í ljósi þess segir Hjörtur mikilvægt að velja vel með hverjum er farið í samstarf. Hjörtur segist ekki í vafa um það að Íslendingar muni fagna þessari nýjung. „Íslendingar eru frekar fljótir til, og símaeign og símanotkun er með því mesta sem er í heiminum, því held ég að þetta muni nýtast íslenskum markaði mjög vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar undanfarin árin með snjalltækni inni á heimilum og í auknum mæli er hægt að stýra ýmsum heimilistækjum, lýsingu og öðru með snjallsímanum. Öryggisfyrirtæki hafa nú byrjað að þróa tækni sem leyfir notendum að nýta snjalltækni til öryggisgæslu á heimilum sínum þegar þeir eru að heiman.Hjörtur Vigfússon, markaðsstjóri Securitas.Securitas er að koma með þessa tækni til landsins. Fyrirtækið mun forsýna Snjallvaktina, nýja öryggislausn, á sýningunni Amazing Home Show í Laugardalshöll um helgina. Stefnt er að því að lausnin fari svo í sölu í haust. Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri hjá Securitas, segir þetta vera nýja nálgun á öryggismál. „Þetta er miklu meira en öryggiskerfi, þú ert farinn að stýra ýmsu á heimilinu. Þú getur til dæmis stillt ljós, séð hver var að hringja dyrabjöllunni, svarað, opnað dyr, stýrt hita og svo er hægt að stýra myndavélum bæði inni og úti.“ Hann segir þetta í raun vera næsta skref í heimavörn Securitas. „Viðskiptavinum mun bjóðast að uppfæra kerfið sitt í snjallari heimavörn. Almennt veitir þetta fólki aukin þægindi. Öllu þessu er stýrt með einu smáforriti.“ Securitas fór í samstarf við fyrirtækið Alarm.com til að bjóða upp á tæknina en það fyrirtæki er leiðandi í þeirri tækni. Margir óttast hakkara í kerfum sem þessum, í ljósi þess segir Hjörtur mikilvægt að velja vel með hverjum er farið í samstarf. Hjörtur segist ekki í vafa um það að Íslendingar muni fagna þessari nýjung. „Íslendingar eru frekar fljótir til, og símaeign og símanotkun er með því mesta sem er í heiminum, því held ég að þetta muni nýtast íslenskum markaði mjög vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent