Um andlega mengun Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Ímyndaðu þér að þú hafir verið að skemmta þér og standir upp við húsvegg og bíðir eftir leigubíl. Þú sérð mann koma slagandi í átt að þér með skyrtuna upp úr buxunum. Hann er illa rakaður og af honum leggur sterka lykt af áfengi og svita. Hann gengur upp að þér og horfir stíft í augun á þér. Þú finnur af honum andremmuna og maginn herpist saman. Skyndilega hallar hann sér fram, þrýstir þér upp að veggnum og kyssir þig beint á munninn. Eftir kossinn, sem þér finnst vara í heila eilífið, sleppir hann þér og gengur í burtu. Hvernig líður þér? Líklega ekki vel. En það merkilegasta er, að ákveðinn hluti fólks finnur sig knúinn til að fara og þvo sér eftir að hafa séð þennan atburð fyrir sér. Hvernig má það vera? Honum líður nefnilega eins og hann sé skítugur eða mengaður þrátt fyrir að vera það í raun ekki. Þetta fyrirbæri nefnist á fræðimáli andleg mengun eða mental contamination á ensku. Algengustu viðbrögð fólks þegar það finnur fyrir þessari tilfinningu er að þvo sér, líkt og þeir sem þjást af þvottaáráttu. Því miður dugir sú lausn skammt þar sem sápa vinnur illa á óefnislegri mengun. Fólk reynir að sjálfsögðu einnig að forðast það sem valdið getur þessari tilfinningu, eftir fremsta megni. Hvað einkennir andlega mengun? Það er eðlilegt að finnast maður skítugur eftir að hafa komist í tæri við hættuleg eða ógeðsleg efni. Það er líka skynsamlegt að forðast snertingu við slíkt. Aðeins ung börn eru óhrædd við að snerta hvað sem er og stinga jafnvel upp í sig. Enda hafa þau takmarkaða þekkingu á smitvöldum. Ákveðinn hluti fólks verður hins vegar ofurupptekinn af hættum á þessu sviði, til dæmis því að komast í tæri við eiturefni, sýkla og jafnvel bera smit í aðra. Vandinn þarf þó ekki að snúast um efnislega mengun. Fólki getur fundist það andlega mengað eftir þá sem komið hafa illa fram eða brotið á þeim, svo dæmi séu nefnd. Það getur einnig óttast að verða fyrir andlegum áhrifum af öðrum, til dæmis verða verri maður við það að umgangast eða jafnvel líta, glæpamann augum. Þetta hljómar kannski undarlega en í raun blundar þessi tilfinning í okkur öllum, í meiri eða minni mæli. Hvernig þætti þér til dæmis að ganga í fötum af barnaníðingi? Ef þér finnst eitthvað ógeðfellt við það finnurðu líklega fyrir þessari tilfinningu í einhverjum mæli. Tilfinningin um að vera mengaður getur verið mjög sterk og þar af leiðandi ofursannfærandi. Manneskju, sem verður fyrir kynferðisofbeldi, getur fundist hún menguð svo árum og áratugum skiptir þrátt fyrir að útilokað sé að greina megi líkamvessa og aðrar leifar misyndismanns á húð hennar, þar sem húðfrumur endurnýja sig á 4-6 vikna fresti. Kynferðisbrot eru einmitt svo alvarleg af þeim sökum, að þau geta haft svo langvinn áhrif á hvernig fólki líður með sig. Andleg mengun dvínar ekki endilega með tímanum. Dónalegi vinnufélaginn sem unnið var með á menntaskólaárum getur enn verið álitinn mengaður tíu árum síðar. Heilu bæirnir orðið mengaðir í hugum fólks og því liðið eins og á vígvelli, stígi það út fyrir hússins dyr. Þá getur tilfinningin um að vera mengaður magnast upp með hugsunum einum og sér, eins og minningin um löngu liðið framhjáhald maka. Fólki getur einnig fundist það mengað ef það fær ógeðfelldar hugsanir enda gera menn í þessum hópi iðulega miklar kröfur til sín siðferðislega. Hvað er til ráða? Tilfinningin um að vera mengaður er afslaplega óþægileg og skiljanlegt að fólk grípi til sinna ráða. Allt líf fólks getur orðið undirlagt af því að halda tilfinningunni í skefjum og afstýra því að eitthvað slæmt gerist. Því miður duga aðgerðir fólks oft skammt og tilfinningin lætur aftur á sér kræla. Hins vegar er til meðferð þar sem unnið er markvisst að því að laga þessa líðan og nefnist sú meðferð hugræn atferlismeðferð. Fær fólk þar fræðslu um vandann og lærir smátt og smátt að breyta viðbrögðum sem auka vanlíðan og viðhalda þessum vanda. Ég hvet alla, sem glíma við þennan hamlandi vanda að skoða möguleikann á að sækja sér þá meðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú hafir verið að skemmta þér og standir upp við húsvegg og bíðir eftir leigubíl. Þú sérð mann koma slagandi í átt að þér með skyrtuna upp úr buxunum. Hann er illa rakaður og af honum leggur sterka lykt af áfengi og svita. Hann gengur upp að þér og horfir stíft í augun á þér. Þú finnur af honum andremmuna og maginn herpist saman. Skyndilega hallar hann sér fram, þrýstir þér upp að veggnum og kyssir þig beint á munninn. Eftir kossinn, sem þér finnst vara í heila eilífið, sleppir hann þér og gengur í burtu. Hvernig líður þér? Líklega ekki vel. En það merkilegasta er, að ákveðinn hluti fólks finnur sig knúinn til að fara og þvo sér eftir að hafa séð þennan atburð fyrir sér. Hvernig má það vera? Honum líður nefnilega eins og hann sé skítugur eða mengaður þrátt fyrir að vera það í raun ekki. Þetta fyrirbæri nefnist á fræðimáli andleg mengun eða mental contamination á ensku. Algengustu viðbrögð fólks þegar það finnur fyrir þessari tilfinningu er að þvo sér, líkt og þeir sem þjást af þvottaáráttu. Því miður dugir sú lausn skammt þar sem sápa vinnur illa á óefnislegri mengun. Fólk reynir að sjálfsögðu einnig að forðast það sem valdið getur þessari tilfinningu, eftir fremsta megni. Hvað einkennir andlega mengun? Það er eðlilegt að finnast maður skítugur eftir að hafa komist í tæri við hættuleg eða ógeðsleg efni. Það er líka skynsamlegt að forðast snertingu við slíkt. Aðeins ung börn eru óhrædd við að snerta hvað sem er og stinga jafnvel upp í sig. Enda hafa þau takmarkaða þekkingu á smitvöldum. Ákveðinn hluti fólks verður hins vegar ofurupptekinn af hættum á þessu sviði, til dæmis því að komast í tæri við eiturefni, sýkla og jafnvel bera smit í aðra. Vandinn þarf þó ekki að snúast um efnislega mengun. Fólki getur fundist það andlega mengað eftir þá sem komið hafa illa fram eða brotið á þeim, svo dæmi séu nefnd. Það getur einnig óttast að verða fyrir andlegum áhrifum af öðrum, til dæmis verða verri maður við það að umgangast eða jafnvel líta, glæpamann augum. Þetta hljómar kannski undarlega en í raun blundar þessi tilfinning í okkur öllum, í meiri eða minni mæli. Hvernig þætti þér til dæmis að ganga í fötum af barnaníðingi? Ef þér finnst eitthvað ógeðfellt við það finnurðu líklega fyrir þessari tilfinningu í einhverjum mæli. Tilfinningin um að vera mengaður getur verið mjög sterk og þar af leiðandi ofursannfærandi. Manneskju, sem verður fyrir kynferðisofbeldi, getur fundist hún menguð svo árum og áratugum skiptir þrátt fyrir að útilokað sé að greina megi líkamvessa og aðrar leifar misyndismanns á húð hennar, þar sem húðfrumur endurnýja sig á 4-6 vikna fresti. Kynferðisbrot eru einmitt svo alvarleg af þeim sökum, að þau geta haft svo langvinn áhrif á hvernig fólki líður með sig. Andleg mengun dvínar ekki endilega með tímanum. Dónalegi vinnufélaginn sem unnið var með á menntaskólaárum getur enn verið álitinn mengaður tíu árum síðar. Heilu bæirnir orðið mengaðir í hugum fólks og því liðið eins og á vígvelli, stígi það út fyrir hússins dyr. Þá getur tilfinningin um að vera mengaður magnast upp með hugsunum einum og sér, eins og minningin um löngu liðið framhjáhald maka. Fólki getur einnig fundist það mengað ef það fær ógeðfelldar hugsanir enda gera menn í þessum hópi iðulega miklar kröfur til sín siðferðislega. Hvað er til ráða? Tilfinningin um að vera mengaður er afslaplega óþægileg og skiljanlegt að fólk grípi til sinna ráða. Allt líf fólks getur orðið undirlagt af því að halda tilfinningunni í skefjum og afstýra því að eitthvað slæmt gerist. Því miður duga aðgerðir fólks oft skammt og tilfinningin lætur aftur á sér kræla. Hins vegar er til meðferð þar sem unnið er markvisst að því að laga þessa líðan og nefnist sú meðferð hugræn atferlismeðferð. Fær fólk þar fræðslu um vandann og lærir smátt og smátt að breyta viðbrögðum sem auka vanlíðan og viðhalda þessum vanda. Ég hvet alla, sem glíma við þennan hamlandi vanda að skoða möguleikann á að sækja sér þá meðferð.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun