Um andlega mengun Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Ímyndaðu þér að þú hafir verið að skemmta þér og standir upp við húsvegg og bíðir eftir leigubíl. Þú sérð mann koma slagandi í átt að þér með skyrtuna upp úr buxunum. Hann er illa rakaður og af honum leggur sterka lykt af áfengi og svita. Hann gengur upp að þér og horfir stíft í augun á þér. Þú finnur af honum andremmuna og maginn herpist saman. Skyndilega hallar hann sér fram, þrýstir þér upp að veggnum og kyssir þig beint á munninn. Eftir kossinn, sem þér finnst vara í heila eilífið, sleppir hann þér og gengur í burtu. Hvernig líður þér? Líklega ekki vel. En það merkilegasta er, að ákveðinn hluti fólks finnur sig knúinn til að fara og þvo sér eftir að hafa séð þennan atburð fyrir sér. Hvernig má það vera? Honum líður nefnilega eins og hann sé skítugur eða mengaður þrátt fyrir að vera það í raun ekki. Þetta fyrirbæri nefnist á fræðimáli andleg mengun eða mental contamination á ensku. Algengustu viðbrögð fólks þegar það finnur fyrir þessari tilfinningu er að þvo sér, líkt og þeir sem þjást af þvottaáráttu. Því miður dugir sú lausn skammt þar sem sápa vinnur illa á óefnislegri mengun. Fólk reynir að sjálfsögðu einnig að forðast það sem valdið getur þessari tilfinningu, eftir fremsta megni. Hvað einkennir andlega mengun? Það er eðlilegt að finnast maður skítugur eftir að hafa komist í tæri við hættuleg eða ógeðsleg efni. Það er líka skynsamlegt að forðast snertingu við slíkt. Aðeins ung börn eru óhrædd við að snerta hvað sem er og stinga jafnvel upp í sig. Enda hafa þau takmarkaða þekkingu á smitvöldum. Ákveðinn hluti fólks verður hins vegar ofurupptekinn af hættum á þessu sviði, til dæmis því að komast í tæri við eiturefni, sýkla og jafnvel bera smit í aðra. Vandinn þarf þó ekki að snúast um efnislega mengun. Fólki getur fundist það andlega mengað eftir þá sem komið hafa illa fram eða brotið á þeim, svo dæmi séu nefnd. Það getur einnig óttast að verða fyrir andlegum áhrifum af öðrum, til dæmis verða verri maður við það að umgangast eða jafnvel líta, glæpamann augum. Þetta hljómar kannski undarlega en í raun blundar þessi tilfinning í okkur öllum, í meiri eða minni mæli. Hvernig þætti þér til dæmis að ganga í fötum af barnaníðingi? Ef þér finnst eitthvað ógeðfellt við það finnurðu líklega fyrir þessari tilfinningu í einhverjum mæli. Tilfinningin um að vera mengaður getur verið mjög sterk og þar af leiðandi ofursannfærandi. Manneskju, sem verður fyrir kynferðisofbeldi, getur fundist hún menguð svo árum og áratugum skiptir þrátt fyrir að útilokað sé að greina megi líkamvessa og aðrar leifar misyndismanns á húð hennar, þar sem húðfrumur endurnýja sig á 4-6 vikna fresti. Kynferðisbrot eru einmitt svo alvarleg af þeim sökum, að þau geta haft svo langvinn áhrif á hvernig fólki líður með sig. Andleg mengun dvínar ekki endilega með tímanum. Dónalegi vinnufélaginn sem unnið var með á menntaskólaárum getur enn verið álitinn mengaður tíu árum síðar. Heilu bæirnir orðið mengaðir í hugum fólks og því liðið eins og á vígvelli, stígi það út fyrir hússins dyr. Þá getur tilfinningin um að vera mengaður magnast upp með hugsunum einum og sér, eins og minningin um löngu liðið framhjáhald maka. Fólki getur einnig fundist það mengað ef það fær ógeðfelldar hugsanir enda gera menn í þessum hópi iðulega miklar kröfur til sín siðferðislega. Hvað er til ráða? Tilfinningin um að vera mengaður er afslaplega óþægileg og skiljanlegt að fólk grípi til sinna ráða. Allt líf fólks getur orðið undirlagt af því að halda tilfinningunni í skefjum og afstýra því að eitthvað slæmt gerist. Því miður duga aðgerðir fólks oft skammt og tilfinningin lætur aftur á sér kræla. Hins vegar er til meðferð þar sem unnið er markvisst að því að laga þessa líðan og nefnist sú meðferð hugræn atferlismeðferð. Fær fólk þar fræðslu um vandann og lærir smátt og smátt að breyta viðbrögðum sem auka vanlíðan og viðhalda þessum vanda. Ég hvet alla, sem glíma við þennan hamlandi vanda að skoða möguleikann á að sækja sér þá meðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú hafir verið að skemmta þér og standir upp við húsvegg og bíðir eftir leigubíl. Þú sérð mann koma slagandi í átt að þér með skyrtuna upp úr buxunum. Hann er illa rakaður og af honum leggur sterka lykt af áfengi og svita. Hann gengur upp að þér og horfir stíft í augun á þér. Þú finnur af honum andremmuna og maginn herpist saman. Skyndilega hallar hann sér fram, þrýstir þér upp að veggnum og kyssir þig beint á munninn. Eftir kossinn, sem þér finnst vara í heila eilífið, sleppir hann þér og gengur í burtu. Hvernig líður þér? Líklega ekki vel. En það merkilegasta er, að ákveðinn hluti fólks finnur sig knúinn til að fara og þvo sér eftir að hafa séð þennan atburð fyrir sér. Hvernig má það vera? Honum líður nefnilega eins og hann sé skítugur eða mengaður þrátt fyrir að vera það í raun ekki. Þetta fyrirbæri nefnist á fræðimáli andleg mengun eða mental contamination á ensku. Algengustu viðbrögð fólks þegar það finnur fyrir þessari tilfinningu er að þvo sér, líkt og þeir sem þjást af þvottaáráttu. Því miður dugir sú lausn skammt þar sem sápa vinnur illa á óefnislegri mengun. Fólk reynir að sjálfsögðu einnig að forðast það sem valdið getur þessari tilfinningu, eftir fremsta megni. Hvað einkennir andlega mengun? Það er eðlilegt að finnast maður skítugur eftir að hafa komist í tæri við hættuleg eða ógeðsleg efni. Það er líka skynsamlegt að forðast snertingu við slíkt. Aðeins ung börn eru óhrædd við að snerta hvað sem er og stinga jafnvel upp í sig. Enda hafa þau takmarkaða þekkingu á smitvöldum. Ákveðinn hluti fólks verður hins vegar ofurupptekinn af hættum á þessu sviði, til dæmis því að komast í tæri við eiturefni, sýkla og jafnvel bera smit í aðra. Vandinn þarf þó ekki að snúast um efnislega mengun. Fólki getur fundist það andlega mengað eftir þá sem komið hafa illa fram eða brotið á þeim, svo dæmi séu nefnd. Það getur einnig óttast að verða fyrir andlegum áhrifum af öðrum, til dæmis verða verri maður við það að umgangast eða jafnvel líta, glæpamann augum. Þetta hljómar kannski undarlega en í raun blundar þessi tilfinning í okkur öllum, í meiri eða minni mæli. Hvernig þætti þér til dæmis að ganga í fötum af barnaníðingi? Ef þér finnst eitthvað ógeðfellt við það finnurðu líklega fyrir þessari tilfinningu í einhverjum mæli. Tilfinningin um að vera mengaður getur verið mjög sterk og þar af leiðandi ofursannfærandi. Manneskju, sem verður fyrir kynferðisofbeldi, getur fundist hún menguð svo árum og áratugum skiptir þrátt fyrir að útilokað sé að greina megi líkamvessa og aðrar leifar misyndismanns á húð hennar, þar sem húðfrumur endurnýja sig á 4-6 vikna fresti. Kynferðisbrot eru einmitt svo alvarleg af þeim sökum, að þau geta haft svo langvinn áhrif á hvernig fólki líður með sig. Andleg mengun dvínar ekki endilega með tímanum. Dónalegi vinnufélaginn sem unnið var með á menntaskólaárum getur enn verið álitinn mengaður tíu árum síðar. Heilu bæirnir orðið mengaðir í hugum fólks og því liðið eins og á vígvelli, stígi það út fyrir hússins dyr. Þá getur tilfinningin um að vera mengaður magnast upp með hugsunum einum og sér, eins og minningin um löngu liðið framhjáhald maka. Fólki getur einnig fundist það mengað ef það fær ógeðfelldar hugsanir enda gera menn í þessum hópi iðulega miklar kröfur til sín siðferðislega. Hvað er til ráða? Tilfinningin um að vera mengaður er afslaplega óþægileg og skiljanlegt að fólk grípi til sinna ráða. Allt líf fólks getur orðið undirlagt af því að halda tilfinningunni í skefjum og afstýra því að eitthvað slæmt gerist. Því miður duga aðgerðir fólks oft skammt og tilfinningin lætur aftur á sér kræla. Hins vegar er til meðferð þar sem unnið er markvisst að því að laga þessa líðan og nefnist sú meðferð hugræn atferlismeðferð. Fær fólk þar fræðslu um vandann og lærir smátt og smátt að breyta viðbrögðum sem auka vanlíðan og viðhalda þessum vanda. Ég hvet alla, sem glíma við þennan hamlandi vanda að skoða möguleikann á að sækja sér þá meðferð.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun