Eigum við að flýja til Lúxemborgar? Ingibjörg S. Guðjónsdóttir skrifar 8. maí 2017 14:19 Daglega rekumst við í ferðaþjónustunni á ferðahópa á vegum erlendra ferðaskrifstofa. Oftast nær eru þetta hópar í hálendis- eða hringferðum, ljósmyndaferðum og gönguferðum. Þeir eru á eigin farartækjum með erlendum númeraplötum, erlenda ökumenn og leiðsögumenn. Einu viðskiptin sem þessar ferðaskrifstofur eiga hér á landi eru við gististaði og veitingastaði. Ekkert jafnræði er með þessum erlendu ferðaskrifstofum og íslenskum ferðaskrifstofum sem veita nákvæmlega sömu þjónustu. Einu skattarnir sem erlendu aðilarnir skila eru af því sem þeir kaupa hér. Íslensku fyrirtækin skila hins vegar staðgreiðslusköttum starfsmanna, tryggingagjaldi, virðisaukaskatti, tekjuskatti, lífeyrisgreiðslum og eftirlitsgjöldum.Skökk samkeppnisstaða Stéttarfélög, sýslumenn, Ríkisskattstjóri, lögregla, Ferðamálastofa, Vegagerðin og fleiri ríkisstofnanir fylgjast grannt með því að íslensku fyrirtækin standi sína plikt. En erlendu fyrirtækin valsa hér um á skítugum skónum. Þau stunda grimm undirboð í skjóli hagstæðra skattaskilyrða í heimalöndum sínum, lágra launa og aðhaldsleysis. Þau þurfa ekki að standa skil á einu né neinu hér á landi og aldrei er brugðist við ábendingum um brot þeirra á lögum og reglum um slíka starfsemi.Þjórfé í staðinn fyrir laun Vitað er að starfsmenn sumra þessara fyrirtækja fá ekki laun, heldur þurfa þeir að treysta á þjórfé frá farþegum. Aðrir eru á launum langt undir íslenskum launatöxtum. Samt eru lög mjög skýr um að við störf á Íslandi skuli laun vera í samræmi við innlenda kjarasamninga og skila eigi sköttum hér. Við þessar aðstæður skyldi engan furða þó að erlendu ferðaskrifstofurnar geti undirboðið þær íslensku. Dæmi má taka af fimm daga gönguferð um Laugaveginn með 16 manna hóp.Margfalt minni skattskil Erlenda ferðaskrifstofan býður þessa ferð á á 164 þúsund krónur á manninn. Innkaup hennar á gistingu og mat skila 7.865 kr. á manninn virðisaukaskatti. Það er allt og sumt sem sameiginlegir sjóðir okkar hafa upp úr starfsemi þeirra. Íslenska ferðaskrifstofan þarf aftur á móti að selja sömu ferð á tæplega 200 þúsund krónur. Af þeirri upphæð skilar hún rúmlega 19 þúsund króna virðisaukaskatti á manninn í ríkissjóð. Að auki þarf svo að skila launatengdum gjöldum, greiðslum í lífeyrissjóð og tekjuskatti, svo og skráningar- og eftirlitsgjöldum.Á bara eftir að versna Þetta er fullkomlega óeðlilegt samkeppnisumhverfi og það á bara eftir að versna. Nú er áformað að fara með ferðaþjónustuna í efra virðisaukaskattsþrep og þá fer virðisaukaskatturinn af gönguferðinni upp í 43.500 kr. á mann. Erlenda ferðaskrifstofan skilar þá aðeins 15.356 krónum á manninn af keyptri þjónustu, enda er hún ekki inni í íslenska virðisaukaskattskerfinu.Þá er bara að „flagga út“ Við þessar gölnu aðstæður stendur tvennt til boða. Annað er að gefast upp fyrir vonlausri samkeppnisstöðu, hætta þessu og láta útlendinga yfirtaka íslenska ferðaþjónustu. Hitt er að „flagga út“ starfseminni eins og íslensku skipafélögin gera. Skrá íslensku ferðaskrifstofurnar t.d. í Lúxemborg þar sem virðisaukaskattur á ferðaþjónustu er 3%. Viðskiptavinir myndu engan mun finna - kaup þeirra á þjónustunni eiga sér alfarið stað á netinu. Við komuna til Íslands taka staðkunnugir reynsluboltar á móti þeim eins og verið hefur. Viðskiptavinurinn fær því sömu þjónustu og áður. Ferðaskrifstofan nýtur þess hins vegar að standa jafnfætis keppinautum og íslenska ríkið fær sömu lágu tekjurnar og af hinum erlendu ferðaskrifstofunum.Aðgerðir og slátrun Það umhverfi sem stjórnvöld skapa íslenskum ferðaskrifstofum í samkeppni við þær erlendu er óviðunandi. Annars vegar algjört aðhaldsleysi með erlendu fyrirtækjunum og hins vegar vanhugsaðar skattahugmyndir. Ef þetta á að ganga svona, þá verður landflótti hjá íslenskum ferðaskrifstofum strax á þessu ári. Stjórnvöld verða að grípa inn í nú þegar og ganga jafnfram í það að slátra hugmyndinni um að rústa ferðaþjónustunni með svo háum virðisaukaskatti að hún verður ósamkeppnishæf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Daglega rekumst við í ferðaþjónustunni á ferðahópa á vegum erlendra ferðaskrifstofa. Oftast nær eru þetta hópar í hálendis- eða hringferðum, ljósmyndaferðum og gönguferðum. Þeir eru á eigin farartækjum með erlendum númeraplötum, erlenda ökumenn og leiðsögumenn. Einu viðskiptin sem þessar ferðaskrifstofur eiga hér á landi eru við gististaði og veitingastaði. Ekkert jafnræði er með þessum erlendu ferðaskrifstofum og íslenskum ferðaskrifstofum sem veita nákvæmlega sömu þjónustu. Einu skattarnir sem erlendu aðilarnir skila eru af því sem þeir kaupa hér. Íslensku fyrirtækin skila hins vegar staðgreiðslusköttum starfsmanna, tryggingagjaldi, virðisaukaskatti, tekjuskatti, lífeyrisgreiðslum og eftirlitsgjöldum.Skökk samkeppnisstaða Stéttarfélög, sýslumenn, Ríkisskattstjóri, lögregla, Ferðamálastofa, Vegagerðin og fleiri ríkisstofnanir fylgjast grannt með því að íslensku fyrirtækin standi sína plikt. En erlendu fyrirtækin valsa hér um á skítugum skónum. Þau stunda grimm undirboð í skjóli hagstæðra skattaskilyrða í heimalöndum sínum, lágra launa og aðhaldsleysis. Þau þurfa ekki að standa skil á einu né neinu hér á landi og aldrei er brugðist við ábendingum um brot þeirra á lögum og reglum um slíka starfsemi.Þjórfé í staðinn fyrir laun Vitað er að starfsmenn sumra þessara fyrirtækja fá ekki laun, heldur þurfa þeir að treysta á þjórfé frá farþegum. Aðrir eru á launum langt undir íslenskum launatöxtum. Samt eru lög mjög skýr um að við störf á Íslandi skuli laun vera í samræmi við innlenda kjarasamninga og skila eigi sköttum hér. Við þessar aðstæður skyldi engan furða þó að erlendu ferðaskrifstofurnar geti undirboðið þær íslensku. Dæmi má taka af fimm daga gönguferð um Laugaveginn með 16 manna hóp.Margfalt minni skattskil Erlenda ferðaskrifstofan býður þessa ferð á á 164 þúsund krónur á manninn. Innkaup hennar á gistingu og mat skila 7.865 kr. á manninn virðisaukaskatti. Það er allt og sumt sem sameiginlegir sjóðir okkar hafa upp úr starfsemi þeirra. Íslenska ferðaskrifstofan þarf aftur á móti að selja sömu ferð á tæplega 200 þúsund krónur. Af þeirri upphæð skilar hún rúmlega 19 þúsund króna virðisaukaskatti á manninn í ríkissjóð. Að auki þarf svo að skila launatengdum gjöldum, greiðslum í lífeyrissjóð og tekjuskatti, svo og skráningar- og eftirlitsgjöldum.Á bara eftir að versna Þetta er fullkomlega óeðlilegt samkeppnisumhverfi og það á bara eftir að versna. Nú er áformað að fara með ferðaþjónustuna í efra virðisaukaskattsþrep og þá fer virðisaukaskatturinn af gönguferðinni upp í 43.500 kr. á mann. Erlenda ferðaskrifstofan skilar þá aðeins 15.356 krónum á manninn af keyptri þjónustu, enda er hún ekki inni í íslenska virðisaukaskattskerfinu.Þá er bara að „flagga út“ Við þessar gölnu aðstæður stendur tvennt til boða. Annað er að gefast upp fyrir vonlausri samkeppnisstöðu, hætta þessu og láta útlendinga yfirtaka íslenska ferðaþjónustu. Hitt er að „flagga út“ starfseminni eins og íslensku skipafélögin gera. Skrá íslensku ferðaskrifstofurnar t.d. í Lúxemborg þar sem virðisaukaskattur á ferðaþjónustu er 3%. Viðskiptavinir myndu engan mun finna - kaup þeirra á þjónustunni eiga sér alfarið stað á netinu. Við komuna til Íslands taka staðkunnugir reynsluboltar á móti þeim eins og verið hefur. Viðskiptavinurinn fær því sömu þjónustu og áður. Ferðaskrifstofan nýtur þess hins vegar að standa jafnfætis keppinautum og íslenska ríkið fær sömu lágu tekjurnar og af hinum erlendu ferðaskrifstofunum.Aðgerðir og slátrun Það umhverfi sem stjórnvöld skapa íslenskum ferðaskrifstofum í samkeppni við þær erlendu er óviðunandi. Annars vegar algjört aðhaldsleysi með erlendu fyrirtækjunum og hins vegar vanhugsaðar skattahugmyndir. Ef þetta á að ganga svona, þá verður landflótti hjá íslenskum ferðaskrifstofum strax á þessu ári. Stjórnvöld verða að grípa inn í nú þegar og ganga jafnfram í það að slátra hugmyndinni um að rústa ferðaþjónustunni með svo háum virðisaukaskatti að hún verður ósamkeppnishæf.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar