Skjól fyrir einkarekstur Oddný Harðardóttir skrifar 24. apríl 2017 07:00 Landlæknir og heilbrigðisráðherra eru ekki sammála um túlkun laga um sjúkratryggingar. Þetta kemur skýrt fram með yfirlýsingu frá landlækni sem birt er á heimasíðu embættisins. Heilbrigðisráðherra virðist telja að einkareknar heilbrigðisstofnanir þurfi ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, heldur nægi einungis staðfesting frá landlækni um að þær uppfylli faglegar kröfur. Þær geta síðan fjármagnað rekstur sinn með samningi Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Með þessari fráleitu túlkun heilbrigðisráðherra hafa stjórnvöld enga stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur eða hvaða rekstrarform verða ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi. Hér er einfaldlega lúffað fyrir villtustu draumum frjálshyggjumanna en almannahagur fyrir borð borinn. Til að bregðast við þessari slæmu stöðu hefur Samfylkingin lagt fram frumvarp um að ráðherra geti ekki gert þjónustusamninga við einkaaðila í heilbrigðiskerfinu nema með samþykki Alþingis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að arðgreiðslur af heilbrigðisþjónustu verði óheimilar. Þessi tillaga Samfylkingarinnar hefur fengið jákvæðar umsagnir, enda í samræmi við vilja meginþorra almennings. Hugmyndum um gróða og markað hefur verið þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðiskerfisins. Þeir sem vilja selja ríkinu heilbrigðisþjónustu hafa ráðið för með því að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir og er í raun leyft að skammta sér almannafé. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur nema frjálshyggjustefna núverandi ríkisstjórnar með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, sem leyfir einkavæðingunni að blómstra í hans skjóli. Við hin þurfum að gæta að og verja grunnstoðir velferðarkerfisins kröftuglega nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur vaða uppi. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Landlæknir og heilbrigðisráðherra eru ekki sammála um túlkun laga um sjúkratryggingar. Þetta kemur skýrt fram með yfirlýsingu frá landlækni sem birt er á heimasíðu embættisins. Heilbrigðisráðherra virðist telja að einkareknar heilbrigðisstofnanir þurfi ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, heldur nægi einungis staðfesting frá landlækni um að þær uppfylli faglegar kröfur. Þær geta síðan fjármagnað rekstur sinn með samningi Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Með þessari fráleitu túlkun heilbrigðisráðherra hafa stjórnvöld enga stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur eða hvaða rekstrarform verða ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi. Hér er einfaldlega lúffað fyrir villtustu draumum frjálshyggjumanna en almannahagur fyrir borð borinn. Til að bregðast við þessari slæmu stöðu hefur Samfylkingin lagt fram frumvarp um að ráðherra geti ekki gert þjónustusamninga við einkaaðila í heilbrigðiskerfinu nema með samþykki Alþingis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að arðgreiðslur af heilbrigðisþjónustu verði óheimilar. Þessi tillaga Samfylkingarinnar hefur fengið jákvæðar umsagnir, enda í samræmi við vilja meginþorra almennings. Hugmyndum um gróða og markað hefur verið þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðiskerfisins. Þeir sem vilja selja ríkinu heilbrigðisþjónustu hafa ráðið för með því að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir og er í raun leyft að skammta sér almannafé. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur nema frjálshyggjustefna núverandi ríkisstjórnar með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, sem leyfir einkavæðingunni að blómstra í hans skjóli. Við hin þurfum að gæta að og verja grunnstoðir velferðarkerfisins kröftuglega nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur vaða uppi. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar