Opið bréf til Óttars Proppé heilbrigðisráðherra Sigríður Sía Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Sæll, Óttarr. Vegna ummæla landlæknis í fréttum fyrir helgina, um að þú lítir þannig á að Klíníkin í Ármúla sé ekki leyfisskyld frá þér, þar sem hún er eins og hver annar stofurekstur heilbrigðisstarfsmanna, ákvað ég að skrifa þér. Þú sagðir líka í fréttum eitthvað á þá leið að það væri bagalegt að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Embættis landlæknis og að skoða þyrfti lögin og athuga hvort skýra þyrfti eitthvað nánar í þeim. Í hnotskurn snýst málið um hvort Klíníkin í Ármúla sé kölluð „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“, sem ekki er leyfisskyld frá heilbrigðisráðherra, eða hvort hún sé skilgreind sem „sérhæfð heilbrigðistofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta“ og þarf þá starfsleyfi frá heilbrigðisráðherra. Fram undir þessa tíma, leyfi ég mér að fullyrða, hefur varla hvarflað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli, að þörf væri á að skilgreina orðin „sérhæfð heilbrigðisstofnun“ eða „sjúkrahús“ eða „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“. Við stöndum því greinilega á tímamótum. Þessi sértæku orð koma öll fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007). Þar segir um sérhæfða heilbrigðisstofnun: „Stofnun þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.“ Um starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns segir: „Starfsstöðvar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt með eða án greiðsluþátttöku ríkisins.“Vandi á höndum Hér er okkur landsmönnum vandi á höndum því að það hjálpar ekki einu sinni að „gúggla“ skilgreiningu á orðunum: sjúkrahús / spítali / sérhæfð heilbrigðisstofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns, við lendum bara aftur í lögum Alþingis. Skilgreining sem ég legg til um sérhæfða heilbrigðisstofnun er: „Stofnun sem veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar eru lagðir inn vegna veikinda eða skurðaðgerða. Einstaklingarnir eru þar í mislangan tíma en oftast að minnsta kosti yfir eina nótt. Þar starfar fagfólk sem veitir hjúkrunarmeðferð og læknismeðferð eftir þörfum, hvenær sólahrings sem er, ef einstaklingarnir sem liggja inni, þurfa á að halda.“ Rökin eru þau að öðrum veikindum fólks / skurðaðgerðum er í dag sinnt (hægt að sinna) á starfsstofum úti í bæ. Orðið „starfsstofa“ er í raun vandinn. Hvernig áttu að skilgreina hana? Ég legg til að þú notir þessa skilgreiningu: Starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna er: „Heilbrigðisstarfsemi sem veitir heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma og hættir þjónustu eftir það, lokar dyrum og allir fara til síns heima. Þar er leyfilegt að gera aðgerðir / inngrip sem miðast við að ástand fólks leyfi að það fari samdægurs heim. Engin næturþjónusta er í boði á starfsstofu.“ Ég ráðlegg þér, heilbrigðisráðherra góður, að hlusta á rök landlæknis þegar kemur að starfsleyfi Klíníkurinnar í Ármúla. Jafnframt að þú hafir þessar skilgreiningar hér í þessu stutta bréfi mínu að leiðarljósi því að Klíníkin í Ármúla, þegar farið verður að leggja fólk þar inn, fellur undir skilgreininguna „sérhæfð heilbrigðisstofnun“. Að endingu legg ég til að þú lögfestir, að skilyrði þess að reka „heilbrigðisstofnanir“ eða „starfsstofur“ hér á landi, sé að heilbrigðisþjónustan sé rekin án þess að borga megi sér arð, þ.e. ekki í hagnaðarskyni. (sbr. non-profit á ensku). Því hvað réttlætir að fólk geti grætt á veikindum annarra, hvort sem peningarnir koma úr vasa þess veika, eða úr vasa ríkisins?Höfundur er doktorsnemi við Linné háskólann í Svíþjóð og er menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll, Óttarr. Vegna ummæla landlæknis í fréttum fyrir helgina, um að þú lítir þannig á að Klíníkin í Ármúla sé ekki leyfisskyld frá þér, þar sem hún er eins og hver annar stofurekstur heilbrigðisstarfsmanna, ákvað ég að skrifa þér. Þú sagðir líka í fréttum eitthvað á þá leið að það væri bagalegt að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Embættis landlæknis og að skoða þyrfti lögin og athuga hvort skýra þyrfti eitthvað nánar í þeim. Í hnotskurn snýst málið um hvort Klíníkin í Ármúla sé kölluð „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“, sem ekki er leyfisskyld frá heilbrigðisráðherra, eða hvort hún sé skilgreind sem „sérhæfð heilbrigðistofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta“ og þarf þá starfsleyfi frá heilbrigðisráðherra. Fram undir þessa tíma, leyfi ég mér að fullyrða, hefur varla hvarflað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli, að þörf væri á að skilgreina orðin „sérhæfð heilbrigðisstofnun“ eða „sjúkrahús“ eða „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“. Við stöndum því greinilega á tímamótum. Þessi sértæku orð koma öll fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007). Þar segir um sérhæfða heilbrigðisstofnun: „Stofnun þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.“ Um starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns segir: „Starfsstöðvar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt með eða án greiðsluþátttöku ríkisins.“Vandi á höndum Hér er okkur landsmönnum vandi á höndum því að það hjálpar ekki einu sinni að „gúggla“ skilgreiningu á orðunum: sjúkrahús / spítali / sérhæfð heilbrigðisstofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns, við lendum bara aftur í lögum Alþingis. Skilgreining sem ég legg til um sérhæfða heilbrigðisstofnun er: „Stofnun sem veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar eru lagðir inn vegna veikinda eða skurðaðgerða. Einstaklingarnir eru þar í mislangan tíma en oftast að minnsta kosti yfir eina nótt. Þar starfar fagfólk sem veitir hjúkrunarmeðferð og læknismeðferð eftir þörfum, hvenær sólahrings sem er, ef einstaklingarnir sem liggja inni, þurfa á að halda.“ Rökin eru þau að öðrum veikindum fólks / skurðaðgerðum er í dag sinnt (hægt að sinna) á starfsstofum úti í bæ. Orðið „starfsstofa“ er í raun vandinn. Hvernig áttu að skilgreina hana? Ég legg til að þú notir þessa skilgreiningu: Starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna er: „Heilbrigðisstarfsemi sem veitir heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma og hættir þjónustu eftir það, lokar dyrum og allir fara til síns heima. Þar er leyfilegt að gera aðgerðir / inngrip sem miðast við að ástand fólks leyfi að það fari samdægurs heim. Engin næturþjónusta er í boði á starfsstofu.“ Ég ráðlegg þér, heilbrigðisráðherra góður, að hlusta á rök landlæknis þegar kemur að starfsleyfi Klíníkurinnar í Ármúla. Jafnframt að þú hafir þessar skilgreiningar hér í þessu stutta bréfi mínu að leiðarljósi því að Klíníkin í Ármúla, þegar farið verður að leggja fólk þar inn, fellur undir skilgreininguna „sérhæfð heilbrigðisstofnun“. Að endingu legg ég til að þú lögfestir, að skilyrði þess að reka „heilbrigðisstofnanir“ eða „starfsstofur“ hér á landi, sé að heilbrigðisþjónustan sé rekin án þess að borga megi sér arð, þ.e. ekki í hagnaðarskyni. (sbr. non-profit á ensku). Því hvað réttlætir að fólk geti grætt á veikindum annarra, hvort sem peningarnir koma úr vasa þess veika, eða úr vasa ríkisins?Höfundur er doktorsnemi við Linné háskólann í Svíþjóð og er menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar