Fiskeldi og misskilin gestrisni Orri Vigfússon skrifar 27. apríl 2017 07:00 Vistvænt, sjálfbært fiskeldi sem skaðar ekki almannahagsmuni á sannarlega rétt á sér á Íslandi. Það er góðra gjalda vert, eins og Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, boðar, að seðja hungraðan heim. Eldislax er að vísu hvorki gæðamatur, samanborið við villtan fisk, né líklegur til að koma að gagni við seðja hungur þeirra sem verst eru sett í heiminum. Þá bendir margt til þess að fáeinar fjölskyldur í lykilaðstöðu hér á landi muni hagnast mest á eldinu, auk milliliða og fyrirtækja á aflandseyjum, sem nytu fyrirgreiðslu áhrifamanna í stjórnmálum eins og alsiða er. Vandamálið er að almenningur og sveitarfélög hafa lítinn ávinning af starfseminni, umfram þau störf sem skapast við grunnframleiðsluna í heimabyggð – þar til boðuð sjálfvirkni í kringum eldið mun snarfækka þeim. Heimamenn sitja hins vegar uppi með kostnað af undirbúningi, rannsóknum, eftirliti, og vega- og hafnargerð fyrir hið varhugaverða sjókvíaeldi. Nú er keppst um að afla starfs- og rekstrarleyfa fyrir sjókvíaeldi áður en stefna stjórnvalda hefur verið mörkuð, áhættumat framkvæmt og verndargildi náttúrunytja metið. Stefnt er að því að draga úr opnu sjókvíaeldi í nágrannalöndunum, banna það eða setja á ís. Þess í stað er unnið að því að koma eldinu í lokuð kerfi. Til þessa hafa nær öll fiskeldisleyfi hér á landi verið gefin út af Umhverfisstofnun og MAST áður en hið svokallaða burðarþolsmat fór fram og án þess að farið væri eftir lögum og varúðarreglum um náttúruvernd, sbr. tugi stjórnsýsluákæra og stefnur málsóknarfélaga, sem liggja nú fyrir í dómskerfinu vegna fiskeldisleyfanna.Burðarþolsmat Fiskeldismenn hampa því að burðarþolsmat liggi fyrir um að tiltekin svæði þoli tilgreindan tonnafjölda af fiski í sjókvíaeldi. Að vísu er það svo að fyrirliggjandi burðarþolsmat er ófullkomið. Helsti gallinn við ofurtrú á upplýsingagildi burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis í fjörðum landsins er þó sá að það metur ekki áhrif eldisins á lífríkið við strendurnar og í þeim ám sem falla til sjávar. Í matinu er eingöngu horft til lífrænna áhrifa sem gætu spillt vatnsgæðum á viðkomandi svæði. Ef hafstraumar dreifa mengun sem eldið hefur í för með sér nægilega mikið er talið að svæðið beri tiltekið magn eldis. Út frá þessum þröngu viðmiðum er Ísafjarðardjúp sagt bera 30.000 tonna fiskeldi enda þótt vitað sé að fáeinar kvíar geti stórskaðað vistkerfið. Burðarþolsmatið sem Hafrannsóknastofnun er falið að framkvæma er þannig ónothæft þegar kemur að matsáætlunum vegna víðtækra áhrifa á vistkerfið – enda hefur forstjóri Hafrannsóknastofnunar varað eindregið við sjókvíaeldi í ræðu og riti og talið það stórhættulegt umhverfinu. Bændur á Vesturlandi og í Húnavatnssýslum eru uggandi vegna neikvæðra umhverfisáhrifa sjókvíaeldis í sínum umdæmum og hafa bent á hætturnar sem stafa af sjúkdómum og sníkjudýrum sem magnast upp í eldinu og skaða villta laxastofna. Við þetta má bæta að einn af frumherjum fiskeldisins á Austfjörðum, Sigfinnur Mikaelsson, hefur rifjað upp hvernig þörungar og marglyttur lögðu fiskeldi í Seyðisfirði og Mjóafirði í rúst á sínum tíma. Áhættumat af völdum þörunga og marglyttna hefur ekki farið fram. Í Ísafjarðardjúpi er fyrirhugað 6.800 tonna fiskeldi í opnum sjókvíum. Mengun frá slíkri framleiðslu myndi á augabragði gera að engu vistvæna starfsemi fyrirtækisins Saltverks á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, sem eimar salt úr hreinum sjó. Villtir stofnar laxa og silunga í ám á þessu svæði myndu síðan hrynja vegna lúsaplágu og erfðablöndunar. Æðarfugl yrði í stórhættu vegna grútarmengunar og smábátaútgerð sæi á bak sínum bestu rækju- og fiskimiðum í Djúpinu. Fiskeldisfyrirtæki eru einu matvælaframleiðendurnir sem mega hleypa úrgangi beint í sjóinn – sem á ekki að líðast á okkar öld. Þetta leyfist hvorki smábátasjómönnum né öðrum sem þurfa að koma frá sér lífrænum úrgangi vegna starfsemi sinnar. Er þá ótalin sú viðvarandi hætta sem villtur lax um allt land myndi búa við vegna erfðablöndunar við norskættaðan eldislax sem hefur verið ræktaður sérstaklega til að hæfa eldinu. Fiskur sleppur alltaf úr opnum sjókvíum eins og nýlegt dæmi frá Skotlandi sannar.Framtíðin í lokuðum kerfum Víðast hvar er nú verið að taka upp landeldi eða lokuð eldiskerfi (closed containment) eins og fram kemur í nýlegri skýrslu DNB-bankasamstæðunnar. Þess vegna eru norsku eldisfyrirtækin að flýja til Íslands því íslenskir ráðamenn skilja ekki enn hinar nýju leikreglur í eldinu. Fái fiskeldisfyrirtækin hérlendis heimild fyrir 100.000 tonna eldi án þess a greiða auðlindagjöld myndi það jafngilda 100 milljarða króna sparnaði fyrir norsku eigendurna miðað við að þeir þyrftu að kaupa sambærileg leyfi í Noregi. Skýrsluhöfundar benda á að í lokuðum kerfum fari enginn saur út í vistkerfið, engar fóðurleifar, engar veirur og engin sníkjudýr og engir erfðamengandi flökkufiskar fái að herja á náttúruna. Lög um erlenda fjárfestingu á Íslandi eiga jafnt við um fiskeldi, útgerð og fiskvinnslu. Bein og óbein fjárfesting takmarkast við 49%. Því þarf óvenju bíræfna stjórnmálamenn til að gefa þessi verðmæti erlendum aflandsfélögum. Við sem horfum á gjafmildi og undanlátssemi íslenskra stjórnvalda skiljum ekki af hverju viðkomandi ráðherrar taka málin ekki föstum tökum nú þegar. Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun ættu að hafa á að skipa sérfræðingum með nægilega þekkingu og reynslu til að meta fiskeldisumsóknir og verndargildi náttúrunnar. Vegna þekkingarleysis er farið einhliða eftir upplýsingum fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra. Stofnanirnar geta ekki greint umhverfisþættina, miða mörk og skilyrði við þrönga hagsmuni umsækjenda og ganga gegn varúðarreglum sem eru megininntak náttúruverndarlaganna frá 2013. Hundruð hagsmunaaðila náttúrunytja á Íslandi hafa ítrekað reynt að beina þeim á réttar brautir en starfsmenn stofnananna hafa veigrað sér við að kryfja þessar ábendingar til mergjar eða beinlínis hundsað þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Vistvænt, sjálfbært fiskeldi sem skaðar ekki almannahagsmuni á sannarlega rétt á sér á Íslandi. Það er góðra gjalda vert, eins og Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, boðar, að seðja hungraðan heim. Eldislax er að vísu hvorki gæðamatur, samanborið við villtan fisk, né líklegur til að koma að gagni við seðja hungur þeirra sem verst eru sett í heiminum. Þá bendir margt til þess að fáeinar fjölskyldur í lykilaðstöðu hér á landi muni hagnast mest á eldinu, auk milliliða og fyrirtækja á aflandseyjum, sem nytu fyrirgreiðslu áhrifamanna í stjórnmálum eins og alsiða er. Vandamálið er að almenningur og sveitarfélög hafa lítinn ávinning af starfseminni, umfram þau störf sem skapast við grunnframleiðsluna í heimabyggð – þar til boðuð sjálfvirkni í kringum eldið mun snarfækka þeim. Heimamenn sitja hins vegar uppi með kostnað af undirbúningi, rannsóknum, eftirliti, og vega- og hafnargerð fyrir hið varhugaverða sjókvíaeldi. Nú er keppst um að afla starfs- og rekstrarleyfa fyrir sjókvíaeldi áður en stefna stjórnvalda hefur verið mörkuð, áhættumat framkvæmt og verndargildi náttúrunytja metið. Stefnt er að því að draga úr opnu sjókvíaeldi í nágrannalöndunum, banna það eða setja á ís. Þess í stað er unnið að því að koma eldinu í lokuð kerfi. Til þessa hafa nær öll fiskeldisleyfi hér á landi verið gefin út af Umhverfisstofnun og MAST áður en hið svokallaða burðarþolsmat fór fram og án þess að farið væri eftir lögum og varúðarreglum um náttúruvernd, sbr. tugi stjórnsýsluákæra og stefnur málsóknarfélaga, sem liggja nú fyrir í dómskerfinu vegna fiskeldisleyfanna.Burðarþolsmat Fiskeldismenn hampa því að burðarþolsmat liggi fyrir um að tiltekin svæði þoli tilgreindan tonnafjölda af fiski í sjókvíaeldi. Að vísu er það svo að fyrirliggjandi burðarþolsmat er ófullkomið. Helsti gallinn við ofurtrú á upplýsingagildi burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis í fjörðum landsins er þó sá að það metur ekki áhrif eldisins á lífríkið við strendurnar og í þeim ám sem falla til sjávar. Í matinu er eingöngu horft til lífrænna áhrifa sem gætu spillt vatnsgæðum á viðkomandi svæði. Ef hafstraumar dreifa mengun sem eldið hefur í för með sér nægilega mikið er talið að svæðið beri tiltekið magn eldis. Út frá þessum þröngu viðmiðum er Ísafjarðardjúp sagt bera 30.000 tonna fiskeldi enda þótt vitað sé að fáeinar kvíar geti stórskaðað vistkerfið. Burðarþolsmatið sem Hafrannsóknastofnun er falið að framkvæma er þannig ónothæft þegar kemur að matsáætlunum vegna víðtækra áhrifa á vistkerfið – enda hefur forstjóri Hafrannsóknastofnunar varað eindregið við sjókvíaeldi í ræðu og riti og talið það stórhættulegt umhverfinu. Bændur á Vesturlandi og í Húnavatnssýslum eru uggandi vegna neikvæðra umhverfisáhrifa sjókvíaeldis í sínum umdæmum og hafa bent á hætturnar sem stafa af sjúkdómum og sníkjudýrum sem magnast upp í eldinu og skaða villta laxastofna. Við þetta má bæta að einn af frumherjum fiskeldisins á Austfjörðum, Sigfinnur Mikaelsson, hefur rifjað upp hvernig þörungar og marglyttur lögðu fiskeldi í Seyðisfirði og Mjóafirði í rúst á sínum tíma. Áhættumat af völdum þörunga og marglyttna hefur ekki farið fram. Í Ísafjarðardjúpi er fyrirhugað 6.800 tonna fiskeldi í opnum sjókvíum. Mengun frá slíkri framleiðslu myndi á augabragði gera að engu vistvæna starfsemi fyrirtækisins Saltverks á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, sem eimar salt úr hreinum sjó. Villtir stofnar laxa og silunga í ám á þessu svæði myndu síðan hrynja vegna lúsaplágu og erfðablöndunar. Æðarfugl yrði í stórhættu vegna grútarmengunar og smábátaútgerð sæi á bak sínum bestu rækju- og fiskimiðum í Djúpinu. Fiskeldisfyrirtæki eru einu matvælaframleiðendurnir sem mega hleypa úrgangi beint í sjóinn – sem á ekki að líðast á okkar öld. Þetta leyfist hvorki smábátasjómönnum né öðrum sem þurfa að koma frá sér lífrænum úrgangi vegna starfsemi sinnar. Er þá ótalin sú viðvarandi hætta sem villtur lax um allt land myndi búa við vegna erfðablöndunar við norskættaðan eldislax sem hefur verið ræktaður sérstaklega til að hæfa eldinu. Fiskur sleppur alltaf úr opnum sjókvíum eins og nýlegt dæmi frá Skotlandi sannar.Framtíðin í lokuðum kerfum Víðast hvar er nú verið að taka upp landeldi eða lokuð eldiskerfi (closed containment) eins og fram kemur í nýlegri skýrslu DNB-bankasamstæðunnar. Þess vegna eru norsku eldisfyrirtækin að flýja til Íslands því íslenskir ráðamenn skilja ekki enn hinar nýju leikreglur í eldinu. Fái fiskeldisfyrirtækin hérlendis heimild fyrir 100.000 tonna eldi án þess a greiða auðlindagjöld myndi það jafngilda 100 milljarða króna sparnaði fyrir norsku eigendurna miðað við að þeir þyrftu að kaupa sambærileg leyfi í Noregi. Skýrsluhöfundar benda á að í lokuðum kerfum fari enginn saur út í vistkerfið, engar fóðurleifar, engar veirur og engin sníkjudýr og engir erfðamengandi flökkufiskar fái að herja á náttúruna. Lög um erlenda fjárfestingu á Íslandi eiga jafnt við um fiskeldi, útgerð og fiskvinnslu. Bein og óbein fjárfesting takmarkast við 49%. Því þarf óvenju bíræfna stjórnmálamenn til að gefa þessi verðmæti erlendum aflandsfélögum. Við sem horfum á gjafmildi og undanlátssemi íslenskra stjórnvalda skiljum ekki af hverju viðkomandi ráðherrar taka málin ekki föstum tökum nú þegar. Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun ættu að hafa á að skipa sérfræðingum með nægilega þekkingu og reynslu til að meta fiskeldisumsóknir og verndargildi náttúrunnar. Vegna þekkingarleysis er farið einhliða eftir upplýsingum fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra. Stofnanirnar geta ekki greint umhverfisþættina, miða mörk og skilyrði við þrönga hagsmuni umsækjenda og ganga gegn varúðarreglum sem eru megininntak náttúruverndarlaganna frá 2013. Hundruð hagsmunaaðila náttúrunytja á Íslandi hafa ítrekað reynt að beina þeim á réttar brautir en starfsmenn stofnananna hafa veigrað sér við að kryfja þessar ábendingar til mergjar eða beinlínis hundsað þær.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar