Um húsnæðismál Úrsúla Jünemann skrifar 28. apríl 2017 07:00 1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun