Ágústínus, tíminn og upphaf alheimsins Gunnar Jóhannesson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði? Á undan deginum í dag var gærdagurinn. Á undan gærdeginum kom dagurinn þar á undan, og svo framvegis. Hvernig má það vera? Teygir röð daganna sig óendanlega langt aftur í fortíðina? Ef svo er, hvernig gat Guð skapað alheim sem alltaf hefur verið til? Ef svo er ekki, hlýtur að hafa verið upphaf. En hvað átti sér stað á undan upphafinu? Ef Guð skapaði alheiminn hvað hafðist hann við áður en hann skapaði alheiminn? Í eyrum marga í dag hljómar spurningin vafalaust kjánalega. En hún er það vitanlega ekki. Svar Ágústínusar, sem engum virðist hafa komið til hugar áður, var sannarlega undravert: Guð skapaði tímann með alheiminum! Með öðrum orðum var enginn tími „á undan“ alheiminum. Tilurð alheimsins, sagði Ágústínus, fól jafnframt í sér upphaf sjálfs tímans. Alheimurinn er líkur röð augnablika sem teygir sig tilbaka til upphafs síns. Guð er hins vegar utan og ofan við þá röð. Hann er ekki hluti af sjálfri röðinni. Hann er hin eilífa orsök á bak við röðina. Í Játningum sínum skrifar Ágústínus: „Þú ert hinn sami og þín ár fá engan enda. Þín ár fara ekki né koma. Ár vor fara og koma og skila sér þannig öll. Árin þín standa saman öll í einu, því þau standa kyrr og þau, sem koma, rýma ekki frá þeim, sem fyrir eru, því engin þeirra líða að lokum. Og öll verða þau vor, þegar öllum árum líkur. Árin þín eru einn dagur og dagur þinn er ekki einhver ótiltekinn, heldur „í dag“, því sá dagur þinn, sem nú er, víkur ekki fyrir deginum á morgun og ekki kom hann á eftir deginum í gær. Þinn dagur „í dag“ er eilífðin.“ Það er hætt við því að fólk í dag átti sig ekki til fulls á innsæi Ágústínusar, og geri jafnvel lítið úr hugsun hans í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir nú. En í ljósi alls þess sem við vitum í dag verður íhugun Ágústínusar um eðli tímans þeim mun merkilegri og aðdáunarverðari, í raun svo að hún á sér vart hliðstæðu í sögu hugsunar. Hér er nefnilega ekki bara um loftkennda heimspeki eða guðfræði að ræða af hálfu Ágústínusar heldur róttæka staðhæfingu um eðli hins efnislega veruleika, sem gekk gegn öllu því sem um hans daga gat talist viðtekið. Þótt svar Ágústínusar ætti sér guðfræðilegar og heimspekilegar rætur vitum við nú að hann hafði rétt fyrir sér. Vísindaleg þekking dagsins í dag hefur leitt í ljós að tíminn er eiginleiki alheimsins, og varð til samhliða alheiminum. Hið vísindalega svar gengur undir nafninu „Miklihvellur“. Samkvæmt því á alheimurinn sér upphaf. Samkvæmt kenningunni um „Miklahvell“ er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tímans og alls rúms, efnis og orku. Samkvæmt kenningunni var alheimurinn alls ekki til fyrir „Miklahvell“. Aðrar kenningar um eðli og tilurð alheimsins hafa vissulega komið fram þar sem reynt hefur verið að komast undan upphafi alheimsins. En þær hafa ekki staðist tímans tönn og vísindalega rýni. Miklahvellskenningin hefur hins vegar verið svo ríkulega staðfest að í „dag trúa nánast allir því að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli,“ svo vísað sé til orða hins þekkta eðlisfræðings Stephen Hawking. Og það að alheimurinn eigi sér upphaf merkir að hann á sér orsök, eins og allt sem verður til. Sú orsök er eðli málsins samkvæmt utan og ofan við alheiminn sjálfan því hún orsakaði alheiminn. Hún er handan tíma, rúms, efnis og orku, og því utan og ofan við hinn náttúrulega veruleika sem alheimurinn er, og er því í réttum skilningi þess orðs yfirnáttúruleg. Sem orsök tíma, rúms og efnis er hún jafnframt óbundin af tíma, rúmi og efni, og þar af leiðandi í einhverjum skilningi eilíf, rýmislaus og óefnisleg. Hvað svo sem slík orsök er kölluð er síður en svo óviðeigandi að kalla hana Guð. Í raun minnir hún mjög á það sem flestir eiga við með orðinu „Guð“. Ummæli breska eðlisfræðingsins Arthur Eddingtons koma hér til hugar: „Upphaf alheimsins felur í sér slíka erfiðleika að þeir eru beinlínis óyfirstíganlegir nema við séum tilbúin til að líta á það sem hreint og beint yfirnáttúrulegt.“ Undir það hefði Ágústínus tekið. Það er merkilegt og umhugsunarvert að fimmtán hundruð árum áður en kenningin um Miklahvell tók á sig mynd leiddi guðfræðileg og heimspekileg íhugun Ágústínusar kirkjuföðurs um eðli tímans hann til sömu niðurstöðu og vísindamenn á borð við Einstein komust að á fyrri hluta 20. aldarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði? Á undan deginum í dag var gærdagurinn. Á undan gærdeginum kom dagurinn þar á undan, og svo framvegis. Hvernig má það vera? Teygir röð daganna sig óendanlega langt aftur í fortíðina? Ef svo er, hvernig gat Guð skapað alheim sem alltaf hefur verið til? Ef svo er ekki, hlýtur að hafa verið upphaf. En hvað átti sér stað á undan upphafinu? Ef Guð skapaði alheiminn hvað hafðist hann við áður en hann skapaði alheiminn? Í eyrum marga í dag hljómar spurningin vafalaust kjánalega. En hún er það vitanlega ekki. Svar Ágústínusar, sem engum virðist hafa komið til hugar áður, var sannarlega undravert: Guð skapaði tímann með alheiminum! Með öðrum orðum var enginn tími „á undan“ alheiminum. Tilurð alheimsins, sagði Ágústínus, fól jafnframt í sér upphaf sjálfs tímans. Alheimurinn er líkur röð augnablika sem teygir sig tilbaka til upphafs síns. Guð er hins vegar utan og ofan við þá röð. Hann er ekki hluti af sjálfri röðinni. Hann er hin eilífa orsök á bak við röðina. Í Játningum sínum skrifar Ágústínus: „Þú ert hinn sami og þín ár fá engan enda. Þín ár fara ekki né koma. Ár vor fara og koma og skila sér þannig öll. Árin þín standa saman öll í einu, því þau standa kyrr og þau, sem koma, rýma ekki frá þeim, sem fyrir eru, því engin þeirra líða að lokum. Og öll verða þau vor, þegar öllum árum líkur. Árin þín eru einn dagur og dagur þinn er ekki einhver ótiltekinn, heldur „í dag“, því sá dagur þinn, sem nú er, víkur ekki fyrir deginum á morgun og ekki kom hann á eftir deginum í gær. Þinn dagur „í dag“ er eilífðin.“ Það er hætt við því að fólk í dag átti sig ekki til fulls á innsæi Ágústínusar, og geri jafnvel lítið úr hugsun hans í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir nú. En í ljósi alls þess sem við vitum í dag verður íhugun Ágústínusar um eðli tímans þeim mun merkilegri og aðdáunarverðari, í raun svo að hún á sér vart hliðstæðu í sögu hugsunar. Hér er nefnilega ekki bara um loftkennda heimspeki eða guðfræði að ræða af hálfu Ágústínusar heldur róttæka staðhæfingu um eðli hins efnislega veruleika, sem gekk gegn öllu því sem um hans daga gat talist viðtekið. Þótt svar Ágústínusar ætti sér guðfræðilegar og heimspekilegar rætur vitum við nú að hann hafði rétt fyrir sér. Vísindaleg þekking dagsins í dag hefur leitt í ljós að tíminn er eiginleiki alheimsins, og varð til samhliða alheiminum. Hið vísindalega svar gengur undir nafninu „Miklihvellur“. Samkvæmt því á alheimurinn sér upphaf. Samkvæmt kenningunni um „Miklahvell“ er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tímans og alls rúms, efnis og orku. Samkvæmt kenningunni var alheimurinn alls ekki til fyrir „Miklahvell“. Aðrar kenningar um eðli og tilurð alheimsins hafa vissulega komið fram þar sem reynt hefur verið að komast undan upphafi alheimsins. En þær hafa ekki staðist tímans tönn og vísindalega rýni. Miklahvellskenningin hefur hins vegar verið svo ríkulega staðfest að í „dag trúa nánast allir því að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli,“ svo vísað sé til orða hins þekkta eðlisfræðings Stephen Hawking. Og það að alheimurinn eigi sér upphaf merkir að hann á sér orsök, eins og allt sem verður til. Sú orsök er eðli málsins samkvæmt utan og ofan við alheiminn sjálfan því hún orsakaði alheiminn. Hún er handan tíma, rúms, efnis og orku, og því utan og ofan við hinn náttúrulega veruleika sem alheimurinn er, og er því í réttum skilningi þess orðs yfirnáttúruleg. Sem orsök tíma, rúms og efnis er hún jafnframt óbundin af tíma, rúmi og efni, og þar af leiðandi í einhverjum skilningi eilíf, rýmislaus og óefnisleg. Hvað svo sem slík orsök er kölluð er síður en svo óviðeigandi að kalla hana Guð. Í raun minnir hún mjög á það sem flestir eiga við með orðinu „Guð“. Ummæli breska eðlisfræðingsins Arthur Eddingtons koma hér til hugar: „Upphaf alheimsins felur í sér slíka erfiðleika að þeir eru beinlínis óyfirstíganlegir nema við séum tilbúin til að líta á það sem hreint og beint yfirnáttúrulegt.“ Undir það hefði Ágústínus tekið. Það er merkilegt og umhugsunarvert að fimmtán hundruð árum áður en kenningin um Miklahvell tók á sig mynd leiddi guðfræðileg og heimspekileg íhugun Ágústínusar kirkjuföðurs um eðli tímans hann til sömu niðurstöðu og vísindamenn á borð við Einstein komust að á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun