Ágústínus, tíminn og upphaf alheimsins Gunnar Jóhannesson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði? Á undan deginum í dag var gærdagurinn. Á undan gærdeginum kom dagurinn þar á undan, og svo framvegis. Hvernig má það vera? Teygir röð daganna sig óendanlega langt aftur í fortíðina? Ef svo er, hvernig gat Guð skapað alheim sem alltaf hefur verið til? Ef svo er ekki, hlýtur að hafa verið upphaf. En hvað átti sér stað á undan upphafinu? Ef Guð skapaði alheiminn hvað hafðist hann við áður en hann skapaði alheiminn? Í eyrum marga í dag hljómar spurningin vafalaust kjánalega. En hún er það vitanlega ekki. Svar Ágústínusar, sem engum virðist hafa komið til hugar áður, var sannarlega undravert: Guð skapaði tímann með alheiminum! Með öðrum orðum var enginn tími „á undan“ alheiminum. Tilurð alheimsins, sagði Ágústínus, fól jafnframt í sér upphaf sjálfs tímans. Alheimurinn er líkur röð augnablika sem teygir sig tilbaka til upphafs síns. Guð er hins vegar utan og ofan við þá röð. Hann er ekki hluti af sjálfri röðinni. Hann er hin eilífa orsök á bak við röðina. Í Játningum sínum skrifar Ágústínus: „Þú ert hinn sami og þín ár fá engan enda. Þín ár fara ekki né koma. Ár vor fara og koma og skila sér þannig öll. Árin þín standa saman öll í einu, því þau standa kyrr og þau, sem koma, rýma ekki frá þeim, sem fyrir eru, því engin þeirra líða að lokum. Og öll verða þau vor, þegar öllum árum líkur. Árin þín eru einn dagur og dagur þinn er ekki einhver ótiltekinn, heldur „í dag“, því sá dagur þinn, sem nú er, víkur ekki fyrir deginum á morgun og ekki kom hann á eftir deginum í gær. Þinn dagur „í dag“ er eilífðin.“ Það er hætt við því að fólk í dag átti sig ekki til fulls á innsæi Ágústínusar, og geri jafnvel lítið úr hugsun hans í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir nú. En í ljósi alls þess sem við vitum í dag verður íhugun Ágústínusar um eðli tímans þeim mun merkilegri og aðdáunarverðari, í raun svo að hún á sér vart hliðstæðu í sögu hugsunar. Hér er nefnilega ekki bara um loftkennda heimspeki eða guðfræði að ræða af hálfu Ágústínusar heldur róttæka staðhæfingu um eðli hins efnislega veruleika, sem gekk gegn öllu því sem um hans daga gat talist viðtekið. Þótt svar Ágústínusar ætti sér guðfræðilegar og heimspekilegar rætur vitum við nú að hann hafði rétt fyrir sér. Vísindaleg þekking dagsins í dag hefur leitt í ljós að tíminn er eiginleiki alheimsins, og varð til samhliða alheiminum. Hið vísindalega svar gengur undir nafninu „Miklihvellur“. Samkvæmt því á alheimurinn sér upphaf. Samkvæmt kenningunni um „Miklahvell“ er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tímans og alls rúms, efnis og orku. Samkvæmt kenningunni var alheimurinn alls ekki til fyrir „Miklahvell“. Aðrar kenningar um eðli og tilurð alheimsins hafa vissulega komið fram þar sem reynt hefur verið að komast undan upphafi alheimsins. En þær hafa ekki staðist tímans tönn og vísindalega rýni. Miklahvellskenningin hefur hins vegar verið svo ríkulega staðfest að í „dag trúa nánast allir því að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli,“ svo vísað sé til orða hins þekkta eðlisfræðings Stephen Hawking. Og það að alheimurinn eigi sér upphaf merkir að hann á sér orsök, eins og allt sem verður til. Sú orsök er eðli málsins samkvæmt utan og ofan við alheiminn sjálfan því hún orsakaði alheiminn. Hún er handan tíma, rúms, efnis og orku, og því utan og ofan við hinn náttúrulega veruleika sem alheimurinn er, og er því í réttum skilningi þess orðs yfirnáttúruleg. Sem orsök tíma, rúms og efnis er hún jafnframt óbundin af tíma, rúmi og efni, og þar af leiðandi í einhverjum skilningi eilíf, rýmislaus og óefnisleg. Hvað svo sem slík orsök er kölluð er síður en svo óviðeigandi að kalla hana Guð. Í raun minnir hún mjög á það sem flestir eiga við með orðinu „Guð“. Ummæli breska eðlisfræðingsins Arthur Eddingtons koma hér til hugar: „Upphaf alheimsins felur í sér slíka erfiðleika að þeir eru beinlínis óyfirstíganlegir nema við séum tilbúin til að líta á það sem hreint og beint yfirnáttúrulegt.“ Undir það hefði Ágústínus tekið. Það er merkilegt og umhugsunarvert að fimmtán hundruð árum áður en kenningin um Miklahvell tók á sig mynd leiddi guðfræðileg og heimspekileg íhugun Ágústínusar kirkjuföðurs um eðli tímans hann til sömu niðurstöðu og vísindamenn á borð við Einstein komust að á fyrri hluta 20. aldarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði? Á undan deginum í dag var gærdagurinn. Á undan gærdeginum kom dagurinn þar á undan, og svo framvegis. Hvernig má það vera? Teygir röð daganna sig óendanlega langt aftur í fortíðina? Ef svo er, hvernig gat Guð skapað alheim sem alltaf hefur verið til? Ef svo er ekki, hlýtur að hafa verið upphaf. En hvað átti sér stað á undan upphafinu? Ef Guð skapaði alheiminn hvað hafðist hann við áður en hann skapaði alheiminn? Í eyrum marga í dag hljómar spurningin vafalaust kjánalega. En hún er það vitanlega ekki. Svar Ágústínusar, sem engum virðist hafa komið til hugar áður, var sannarlega undravert: Guð skapaði tímann með alheiminum! Með öðrum orðum var enginn tími „á undan“ alheiminum. Tilurð alheimsins, sagði Ágústínus, fól jafnframt í sér upphaf sjálfs tímans. Alheimurinn er líkur röð augnablika sem teygir sig tilbaka til upphafs síns. Guð er hins vegar utan og ofan við þá röð. Hann er ekki hluti af sjálfri röðinni. Hann er hin eilífa orsök á bak við röðina. Í Játningum sínum skrifar Ágústínus: „Þú ert hinn sami og þín ár fá engan enda. Þín ár fara ekki né koma. Ár vor fara og koma og skila sér þannig öll. Árin þín standa saman öll í einu, því þau standa kyrr og þau, sem koma, rýma ekki frá þeim, sem fyrir eru, því engin þeirra líða að lokum. Og öll verða þau vor, þegar öllum árum líkur. Árin þín eru einn dagur og dagur þinn er ekki einhver ótiltekinn, heldur „í dag“, því sá dagur þinn, sem nú er, víkur ekki fyrir deginum á morgun og ekki kom hann á eftir deginum í gær. Þinn dagur „í dag“ er eilífðin.“ Það er hætt við því að fólk í dag átti sig ekki til fulls á innsæi Ágústínusar, og geri jafnvel lítið úr hugsun hans í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir nú. En í ljósi alls þess sem við vitum í dag verður íhugun Ágústínusar um eðli tímans þeim mun merkilegri og aðdáunarverðari, í raun svo að hún á sér vart hliðstæðu í sögu hugsunar. Hér er nefnilega ekki bara um loftkennda heimspeki eða guðfræði að ræða af hálfu Ágústínusar heldur róttæka staðhæfingu um eðli hins efnislega veruleika, sem gekk gegn öllu því sem um hans daga gat talist viðtekið. Þótt svar Ágústínusar ætti sér guðfræðilegar og heimspekilegar rætur vitum við nú að hann hafði rétt fyrir sér. Vísindaleg þekking dagsins í dag hefur leitt í ljós að tíminn er eiginleiki alheimsins, og varð til samhliða alheiminum. Hið vísindalega svar gengur undir nafninu „Miklihvellur“. Samkvæmt því á alheimurinn sér upphaf. Samkvæmt kenningunni um „Miklahvell“ er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tímans og alls rúms, efnis og orku. Samkvæmt kenningunni var alheimurinn alls ekki til fyrir „Miklahvell“. Aðrar kenningar um eðli og tilurð alheimsins hafa vissulega komið fram þar sem reynt hefur verið að komast undan upphafi alheimsins. En þær hafa ekki staðist tímans tönn og vísindalega rýni. Miklahvellskenningin hefur hins vegar verið svo ríkulega staðfest að í „dag trúa nánast allir því að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli,“ svo vísað sé til orða hins þekkta eðlisfræðings Stephen Hawking. Og það að alheimurinn eigi sér upphaf merkir að hann á sér orsök, eins og allt sem verður til. Sú orsök er eðli málsins samkvæmt utan og ofan við alheiminn sjálfan því hún orsakaði alheiminn. Hún er handan tíma, rúms, efnis og orku, og því utan og ofan við hinn náttúrulega veruleika sem alheimurinn er, og er því í réttum skilningi þess orðs yfirnáttúruleg. Sem orsök tíma, rúms og efnis er hún jafnframt óbundin af tíma, rúmi og efni, og þar af leiðandi í einhverjum skilningi eilíf, rýmislaus og óefnisleg. Hvað svo sem slík orsök er kölluð er síður en svo óviðeigandi að kalla hana Guð. Í raun minnir hún mjög á það sem flestir eiga við með orðinu „Guð“. Ummæli breska eðlisfræðingsins Arthur Eddingtons koma hér til hugar: „Upphaf alheimsins felur í sér slíka erfiðleika að þeir eru beinlínis óyfirstíganlegir nema við séum tilbúin til að líta á það sem hreint og beint yfirnáttúrulegt.“ Undir það hefði Ágústínus tekið. Það er merkilegt og umhugsunarvert að fimmtán hundruð árum áður en kenningin um Miklahvell tók á sig mynd leiddi guðfræðileg og heimspekileg íhugun Ágústínusar kirkjuföðurs um eðli tímans hann til sömu niðurstöðu og vísindamenn á borð við Einstein komust að á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar