Matarverð og fátækt á Íslandi Þórólfur Matthíasson og Guðjón Sigurbjartsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun