Alltaf Grindavík hjá Jóni Arnóri í lokaúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 12:00 Jón Arnór Stefánsson í úrslitaeinvíginu 2009 á móti Grindavík. Vísir/Vilhelm Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurkörfuna í 86-84 sigri KR í fjórða leiknum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi liðanna. Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig í leiknum í Keflavík þar af 4 þeirra á síðustu þremur mínútunum. Hann hafði skorað 14 af 31 stigi sínum í fjórða leikhluta þegar KR vann þriggja stiga sigur í þriðja leiknum. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Arnór Stefánsson spilar í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn og nú eins og í hin tvö skiptin er mótherjinn Grindavík.Jón Arnór varð fyrsta Íslandsmeistari vorið 2000 þá aðeins sautján ára gamall. Jón Arnór kom þá heim um vorið og tók þátt í úrslitakeppninni með KR-liðinu. KR vann þá 3-1 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Grindavík vann fyrsta leikinn á heimavelli en KR-ingar svöruðu með þremur sigrinum í röð og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug. Jón Arnór var með 8,8 stig að meðaltali á 19,0 mínútum í leik í úrslitaeinvíginu en hann hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í lokaúrslitunum.Jón Arnór komst ekki aftur í úrslitaeinvígið áður en hann fór út í atvinnumennsku sumarið 2002. Hann kom hinsvegar aftur heim í eitt tímabil 2008 til 2009. Jón Arnór og félagar fóru þá alla leið í úrslitaeinvígið þar sem þeir mættu jú að sjálfsögðu Grindavík. KR lenti 2-1 undir í úrslitaeinvíginu en jafnaði metin í 2-2 með sigri í Grindavík og tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í mögnuðu oddaleik fyrir framan troðfulla DHL-höllina. Jón Arnór var með 19,6 stig og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hann hitti úr 50,8 prósent skota sinna í lokaúrslitunum.Núna er Jón Arnór kominn aftur heim eftir átta ára fjarveru og er hann nú aftur kominn alla leið í úrslitaeinvígið. Mótherjinn er að sjálfsögðu Grindavík. Fyrsti leikur lokaúrslitanna fer fram í DHL-höllinni á þriðjudaginn kemur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 84-86 | Acox blokkaði KR í úrslit KR er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir frábæran sigur, 86-84, á Keflavík í fjórða leik liðanna. 11. apríl 2017 21:45 Kristófer Acox: Ég skuldaði Herði þetta blokk „Ég náði bara að stíga út og hirða frákastið og troða þessum bolta ofan í,“ segir Kritófer Acox sem tróð boltanum í körfuna undir lokin og það á ótrúlega mikilvægum tímapunkti. 11. apríl 2017 21:39 Amin: Við höfum verið betri í síðustu tveimur leikjum "Þetta var ótrúlega erfiður leikur og við vissu alltaf að þetta yrði það. Þeir voru að berjast til að komast í úrslit og við að berjast fyrir lífi okkar,“ segir Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. 11. apríl 2017 21:42 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurkörfuna í 86-84 sigri KR í fjórða leiknum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi liðanna. Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig í leiknum í Keflavík þar af 4 þeirra á síðustu þremur mínútunum. Hann hafði skorað 14 af 31 stigi sínum í fjórða leikhluta þegar KR vann þriggja stiga sigur í þriðja leiknum. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Arnór Stefánsson spilar í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn og nú eins og í hin tvö skiptin er mótherjinn Grindavík.Jón Arnór varð fyrsta Íslandsmeistari vorið 2000 þá aðeins sautján ára gamall. Jón Arnór kom þá heim um vorið og tók þátt í úrslitakeppninni með KR-liðinu. KR vann þá 3-1 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Grindavík vann fyrsta leikinn á heimavelli en KR-ingar svöruðu með þremur sigrinum í röð og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug. Jón Arnór var með 8,8 stig að meðaltali á 19,0 mínútum í leik í úrslitaeinvíginu en hann hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í lokaúrslitunum.Jón Arnór komst ekki aftur í úrslitaeinvígið áður en hann fór út í atvinnumennsku sumarið 2002. Hann kom hinsvegar aftur heim í eitt tímabil 2008 til 2009. Jón Arnór og félagar fóru þá alla leið í úrslitaeinvígið þar sem þeir mættu jú að sjálfsögðu Grindavík. KR lenti 2-1 undir í úrslitaeinvíginu en jafnaði metin í 2-2 með sigri í Grindavík og tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í mögnuðu oddaleik fyrir framan troðfulla DHL-höllina. Jón Arnór var með 19,6 stig og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hann hitti úr 50,8 prósent skota sinna í lokaúrslitunum.Núna er Jón Arnór kominn aftur heim eftir átta ára fjarveru og er hann nú aftur kominn alla leið í úrslitaeinvígið. Mótherjinn er að sjálfsögðu Grindavík. Fyrsti leikur lokaúrslitanna fer fram í DHL-höllinni á þriðjudaginn kemur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 84-86 | Acox blokkaði KR í úrslit KR er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir frábæran sigur, 86-84, á Keflavík í fjórða leik liðanna. 11. apríl 2017 21:45 Kristófer Acox: Ég skuldaði Herði þetta blokk „Ég náði bara að stíga út og hirða frákastið og troða þessum bolta ofan í,“ segir Kritófer Acox sem tróð boltanum í körfuna undir lokin og það á ótrúlega mikilvægum tímapunkti. 11. apríl 2017 21:39 Amin: Við höfum verið betri í síðustu tveimur leikjum "Þetta var ótrúlega erfiður leikur og við vissu alltaf að þetta yrði það. Þeir voru að berjast til að komast í úrslit og við að berjast fyrir lífi okkar,“ segir Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. 11. apríl 2017 21:42 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 84-86 | Acox blokkaði KR í úrslit KR er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir frábæran sigur, 86-84, á Keflavík í fjórða leik liðanna. 11. apríl 2017 21:45
Kristófer Acox: Ég skuldaði Herði þetta blokk „Ég náði bara að stíga út og hirða frákastið og troða þessum bolta ofan í,“ segir Kritófer Acox sem tróð boltanum í körfuna undir lokin og það á ótrúlega mikilvægum tímapunkti. 11. apríl 2017 21:39
Amin: Við höfum verið betri í síðustu tveimur leikjum "Þetta var ótrúlega erfiður leikur og við vissu alltaf að þetta yrði það. Þeir voru að berjast til að komast í úrslit og við að berjast fyrir lífi okkar,“ segir Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. 11. apríl 2017 21:42