Íslenskt fyrirtæki fékk hluta af þóknun Morgan Stanley frá Seðlabankanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2017 19:01 Seðlabanki Íslands neitar að gefa upp hversu háa þóknun bankinn greiddi bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley fyrir ráðgjöf í aðdraganda þess að Seðlabankinn seldi 6 prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Íslenskt verðbréfafyrirtæki fékk hlut í þóknun bandaríska bankans. Bréfin í Kaupþingi hækkuðu mikið í verði örfáum mánuðum eftir að Seðlabankinn seldi. Í nóvember seldi Seðlabankinn skuldabréf á eignarhaldsfélagið Kaupþing fyrir jafnvirði 19 milljarða króna. Aðeins tveimur mánuðum síðar hafði verðmæti þeirra hækkað um 5 milljarða króna vegna dómssáttar sem Kaupþing gerði við Deutsche Bank. Seðlabankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki haldið vel á hagsmunum sínum í þessu máli og farið á mis við milljarða króna. Hann hafi mátt vita að á döfinni væri dómssátt milli Kaupþings og Deutsche Bank sem myndi hækka verðmæti bréfanna. Starfsmenn Seðlabankans hafa hins vegar sagt að bankinn hafi engar upplýsingar haft um samkomulagið við Deutsche Bank þegar tekin var ákvörðun um sölu hlutarins í Kaupþingi. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér 6. apríl kom fram að skuldabréfin voru seld í opnu ferli fyrir milligöngu Morgan Stanley og „allir sem uppfylltu almenn skilyrði gátu gert kauptilboð.“ Fréttastofan sendi Seðlabanka Íslands þríþætta fyrirspurn vegna málsins. Í fyrsta lagi, hvers vegna tók Seðlabankinn þá ákvörðun að vinna umrædd viðskipti með Morgan Stanley en ekki með opnu útboði? Þ.e. hvernig var þessi samstarfsaðili valinn? Í öðru lagi, hversu stór hluti af þeirri greiðslu sem Seðlabankinn fékk rann til Morgan Stanley sem þóknun vegna ráðgjafar við söluna? Í þriðja lagi, komu einhverjir aðrir ráðgjafar að umræddu söluferli, innlendir eða erlendir? Í svari Seðlabankans við fyrstu spurningunni segir: „Þegar verið er að selja óskráðar eignir þar sem eftirmarkaður er grunnur er mikilvægt að markaðnum sé ekki kunnugt um það framboð sem von er á inn á markaðinn. Það gæti haft áhrif á verð til lækkunar og skaðað hagsmuni seljandans. Útboð hentar því ekki, heldur eru samstarfsaðilar Seðlabankans valdir úr hópi þeirra fjármálastofnana sem eru í virku viðskiptasambandi við bankann og eru jafnframt virkir á markaði með viðkomandi eignir. Nokkrir erlendir aðilar uppfylla þau skilyrði.“ Seðlabankinn upplýsir ekki um hversu háar fjárhæðir bankinn greiddi Morgan Stanley í þóknun vegna viðskiptanna. Í svari bankans segir að samningsbundnar greiðslur til einstakra aðila fyrir verk af þessu tagi séu bundnar trúnaði. Þær séu samningsatriði en taki mið af því sem almennt tíðkast í slíkum viðskiptum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar fékk íslenskt verðbréfafyrirtæki hluta af þeirri þóknun sem Morgan Stanley fékk vegna viðskiptanna. Seðlabankinn virðist hins vegar ekki vita af því. Í svari bankans segir: „Nei, Morgan Stanley var eini mótaðili Seðlabankans í söluferlinu.“ Í svörum við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar var því jafnframt ítrekað neitað að Seðlabankinn hafi haft nokkrar upplýsingar um aðkomu íslenska verðbréfafyrirtækisins að viðskiptunum. Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Formaður Framsóknar líkir sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við Borgunarmálið Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. 6. apríl 2017 12:40 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Seðlabanki Íslands neitar að gefa upp hversu háa þóknun bankinn greiddi bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley fyrir ráðgjöf í aðdraganda þess að Seðlabankinn seldi 6 prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Íslenskt verðbréfafyrirtæki fékk hlut í þóknun bandaríska bankans. Bréfin í Kaupþingi hækkuðu mikið í verði örfáum mánuðum eftir að Seðlabankinn seldi. Í nóvember seldi Seðlabankinn skuldabréf á eignarhaldsfélagið Kaupþing fyrir jafnvirði 19 milljarða króna. Aðeins tveimur mánuðum síðar hafði verðmæti þeirra hækkað um 5 milljarða króna vegna dómssáttar sem Kaupþing gerði við Deutsche Bank. Seðlabankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki haldið vel á hagsmunum sínum í þessu máli og farið á mis við milljarða króna. Hann hafi mátt vita að á döfinni væri dómssátt milli Kaupþings og Deutsche Bank sem myndi hækka verðmæti bréfanna. Starfsmenn Seðlabankans hafa hins vegar sagt að bankinn hafi engar upplýsingar haft um samkomulagið við Deutsche Bank þegar tekin var ákvörðun um sölu hlutarins í Kaupþingi. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér 6. apríl kom fram að skuldabréfin voru seld í opnu ferli fyrir milligöngu Morgan Stanley og „allir sem uppfylltu almenn skilyrði gátu gert kauptilboð.“ Fréttastofan sendi Seðlabanka Íslands þríþætta fyrirspurn vegna málsins. Í fyrsta lagi, hvers vegna tók Seðlabankinn þá ákvörðun að vinna umrædd viðskipti með Morgan Stanley en ekki með opnu útboði? Þ.e. hvernig var þessi samstarfsaðili valinn? Í öðru lagi, hversu stór hluti af þeirri greiðslu sem Seðlabankinn fékk rann til Morgan Stanley sem þóknun vegna ráðgjafar við söluna? Í þriðja lagi, komu einhverjir aðrir ráðgjafar að umræddu söluferli, innlendir eða erlendir? Í svari Seðlabankans við fyrstu spurningunni segir: „Þegar verið er að selja óskráðar eignir þar sem eftirmarkaður er grunnur er mikilvægt að markaðnum sé ekki kunnugt um það framboð sem von er á inn á markaðinn. Það gæti haft áhrif á verð til lækkunar og skaðað hagsmuni seljandans. Útboð hentar því ekki, heldur eru samstarfsaðilar Seðlabankans valdir úr hópi þeirra fjármálastofnana sem eru í virku viðskiptasambandi við bankann og eru jafnframt virkir á markaði með viðkomandi eignir. Nokkrir erlendir aðilar uppfylla þau skilyrði.“ Seðlabankinn upplýsir ekki um hversu háar fjárhæðir bankinn greiddi Morgan Stanley í þóknun vegna viðskiptanna. Í svari bankans segir að samningsbundnar greiðslur til einstakra aðila fyrir verk af þessu tagi séu bundnar trúnaði. Þær séu samningsatriði en taki mið af því sem almennt tíðkast í slíkum viðskiptum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar fékk íslenskt verðbréfafyrirtæki hluta af þeirri þóknun sem Morgan Stanley fékk vegna viðskiptanna. Seðlabankinn virðist hins vegar ekki vita af því. Í svari bankans segir: „Nei, Morgan Stanley var eini mótaðili Seðlabankans í söluferlinu.“ Í svörum við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar var því jafnframt ítrekað neitað að Seðlabankinn hafi haft nokkrar upplýsingar um aðkomu íslenska verðbréfafyrirtækisins að viðskiptunum.
Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Formaður Framsóknar líkir sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við Borgunarmálið Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. 6. apríl 2017 12:40 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30
Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00
Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56
Formaður Framsóknar líkir sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við Borgunarmálið Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. 6. apríl 2017 12:40