Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 19:30 Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45