Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 19:30 Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45