Rafsígarettur: Meira en bara reykleysismeðferð? Arna Rut Emilsdóttir og Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir skrifa 3. apríl 2017 09:00 Fáum myndi detta í hug að kveikja sér í sígarettu í kvikmyndahúsi, matvöruverslun eða inni á skemmtistað nú til dags. Annað virðist þó gilda um rafsígarettur og ekki óalgengt að sjá slíkt á almenningsstöðum. Töluvert hefur verið deilt um ágæti rafsígaretta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og upplýsingar um skaðsemi eða skaðleysi þeirra oft misvísandi. Rafsígarettur komu á markað fyrir rúmum áratug og hefur notkun þeirra farið vaxandi. Þegar rafsígaretta er notuð eru efni hituð þar til gufa myndast og henni svo andað að sér. Við þennan mikla hita geta myndast ýmis efnasambönd sem tengd hafa verið aukinni hættu á krabbameini, t.d. formaldehýð og acetaldehýð. Fyllingar eru þó mismunandi að efnisinnihaldi og innihalda ekki allar nikótín. Nikótín hefur víðtæk áhrif í líkamanum sama hvort það berst inn í hann með hefðbundnum sígarettum eða rafsígarettum. Dæmi um áhrif nikótíns í líkamanum er æðasamdráttur sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, auknum hjartslætti og þannig álagi á hjarta. Rafsígarettunotkun hefur verið tengd aukinni slímmyndun í lungum og viðkvæmni í berkjum. Auk þessara beinu áhrifa hafa rannsóknir sýnt að nikótín og fleiri efni sem eru í rafsígarettum finnast í blóði þeirra sem andað hafa gufunni að sér á óbeinan hátt. Það er því ljóst að þrátt fyrir jarðarberja- eða hubbabubbalykt er útblástursgufan ekki alsaklaus. Flestir setja rafsígarettur í samband við nikótínfíkn og að þær geti hjálpað fólki að komast yfir slíka fíkn. Að fleiru er þó að huga og ljóst er að notkun þeirra einskorðast ekki við slíka meðferð. Það sem vekur sérstakar áhyggjur í því samhengi er menningin sem skapast hefur í kringum rafsígarettur. Fæstir láta sig það varða ef einhver reykir rafsígarettu nálægt þeim og jafnvel eru auglýst “Vape”-kvöld á samfélagsmiðlum. Markaðssetning gagnvart ungu fólki er einnig mikið áhyggjuefni og má þá nefna hinar ýmsu bragðtegundir sem í boði eru og áðurnefndar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Áhrif þessa sáust ekki hvað síst í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar. Þar kom m.a. fram að árið 2016 höfðu 26% 10. bekkinga á landsvísu prófað að reykja rafsígarettur en til samanburðar má nefna að 15% 10. bekkinga árið 2015 höfðu prófað hefðbundnar sígarettur. Í sömu rannsókn kom einnig fram að fleiri 10. bekkingar töldu að foreldrar sínir tækju því léttar ef þeir reyktu rafsígarettur heldur en hefðbundnar sígarettur. Að þessu sögðu skal þó tekið fram að rafsígarettur eru samkvæmt flestum rannsóknum taldar mun skárri kostur en hefðbundnar sígarettur og geta hjálpað ákveðnum hópi fólks að hætta reykingum. Notkun ungmenna á rafsígarettum á þó ekkert skylt við reykleysismeðferð. Langtímaáhrif rafsígarettunotkunar mun framtíðin leiða í ljós og vert að muna að skaðleg áhrif hefðbundinna sígaretta voru ekki staðfest fyrr en áratugum eftir að þær fyrst komu á markað. Jákvætt er að stjórnvöld séu farin að huga að einhvers konar lagaramma um sölu og notkun þeirra. Ljóst er að ekkert er hægt að fullyrða um skaðleysi rafsígaretta og því ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en kveikt er á einni slíkri - ekki einungis vegna einstaklingsins sem hana notar heldur einnig vegna þeirra sem í kringum hann eru. Arna Rut Emilsdóttir, Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir, læknanemar á 4. ári við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Fáum myndi detta í hug að kveikja sér í sígarettu í kvikmyndahúsi, matvöruverslun eða inni á skemmtistað nú til dags. Annað virðist þó gilda um rafsígarettur og ekki óalgengt að sjá slíkt á almenningsstöðum. Töluvert hefur verið deilt um ágæti rafsígaretta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og upplýsingar um skaðsemi eða skaðleysi þeirra oft misvísandi. Rafsígarettur komu á markað fyrir rúmum áratug og hefur notkun þeirra farið vaxandi. Þegar rafsígaretta er notuð eru efni hituð þar til gufa myndast og henni svo andað að sér. Við þennan mikla hita geta myndast ýmis efnasambönd sem tengd hafa verið aukinni hættu á krabbameini, t.d. formaldehýð og acetaldehýð. Fyllingar eru þó mismunandi að efnisinnihaldi og innihalda ekki allar nikótín. Nikótín hefur víðtæk áhrif í líkamanum sama hvort það berst inn í hann með hefðbundnum sígarettum eða rafsígarettum. Dæmi um áhrif nikótíns í líkamanum er æðasamdráttur sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, auknum hjartslætti og þannig álagi á hjarta. Rafsígarettunotkun hefur verið tengd aukinni slímmyndun í lungum og viðkvæmni í berkjum. Auk þessara beinu áhrifa hafa rannsóknir sýnt að nikótín og fleiri efni sem eru í rafsígarettum finnast í blóði þeirra sem andað hafa gufunni að sér á óbeinan hátt. Það er því ljóst að þrátt fyrir jarðarberja- eða hubbabubbalykt er útblástursgufan ekki alsaklaus. Flestir setja rafsígarettur í samband við nikótínfíkn og að þær geti hjálpað fólki að komast yfir slíka fíkn. Að fleiru er þó að huga og ljóst er að notkun þeirra einskorðast ekki við slíka meðferð. Það sem vekur sérstakar áhyggjur í því samhengi er menningin sem skapast hefur í kringum rafsígarettur. Fæstir láta sig það varða ef einhver reykir rafsígarettu nálægt þeim og jafnvel eru auglýst “Vape”-kvöld á samfélagsmiðlum. Markaðssetning gagnvart ungu fólki er einnig mikið áhyggjuefni og má þá nefna hinar ýmsu bragðtegundir sem í boði eru og áðurnefndar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Áhrif þessa sáust ekki hvað síst í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar. Þar kom m.a. fram að árið 2016 höfðu 26% 10. bekkinga á landsvísu prófað að reykja rafsígarettur en til samanburðar má nefna að 15% 10. bekkinga árið 2015 höfðu prófað hefðbundnar sígarettur. Í sömu rannsókn kom einnig fram að fleiri 10. bekkingar töldu að foreldrar sínir tækju því léttar ef þeir reyktu rafsígarettur heldur en hefðbundnar sígarettur. Að þessu sögðu skal þó tekið fram að rafsígarettur eru samkvæmt flestum rannsóknum taldar mun skárri kostur en hefðbundnar sígarettur og geta hjálpað ákveðnum hópi fólks að hætta reykingum. Notkun ungmenna á rafsígarettum á þó ekkert skylt við reykleysismeðferð. Langtímaáhrif rafsígarettunotkunar mun framtíðin leiða í ljós og vert að muna að skaðleg áhrif hefðbundinna sígaretta voru ekki staðfest fyrr en áratugum eftir að þær fyrst komu á markað. Jákvætt er að stjórnvöld séu farin að huga að einhvers konar lagaramma um sölu og notkun þeirra. Ljóst er að ekkert er hægt að fullyrða um skaðleysi rafsígaretta og því ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en kveikt er á einni slíkri - ekki einungis vegna einstaklingsins sem hana notar heldur einnig vegna þeirra sem í kringum hann eru. Arna Rut Emilsdóttir, Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir, læknanemar á 4. ári við Háskóla Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun