Rafsígarettur: Meira en bara reykleysismeðferð? Arna Rut Emilsdóttir og Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir skrifa 3. apríl 2017 09:00 Fáum myndi detta í hug að kveikja sér í sígarettu í kvikmyndahúsi, matvöruverslun eða inni á skemmtistað nú til dags. Annað virðist þó gilda um rafsígarettur og ekki óalgengt að sjá slíkt á almenningsstöðum. Töluvert hefur verið deilt um ágæti rafsígaretta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og upplýsingar um skaðsemi eða skaðleysi þeirra oft misvísandi. Rafsígarettur komu á markað fyrir rúmum áratug og hefur notkun þeirra farið vaxandi. Þegar rafsígaretta er notuð eru efni hituð þar til gufa myndast og henni svo andað að sér. Við þennan mikla hita geta myndast ýmis efnasambönd sem tengd hafa verið aukinni hættu á krabbameini, t.d. formaldehýð og acetaldehýð. Fyllingar eru þó mismunandi að efnisinnihaldi og innihalda ekki allar nikótín. Nikótín hefur víðtæk áhrif í líkamanum sama hvort það berst inn í hann með hefðbundnum sígarettum eða rafsígarettum. Dæmi um áhrif nikótíns í líkamanum er æðasamdráttur sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, auknum hjartslætti og þannig álagi á hjarta. Rafsígarettunotkun hefur verið tengd aukinni slímmyndun í lungum og viðkvæmni í berkjum. Auk þessara beinu áhrifa hafa rannsóknir sýnt að nikótín og fleiri efni sem eru í rafsígarettum finnast í blóði þeirra sem andað hafa gufunni að sér á óbeinan hátt. Það er því ljóst að þrátt fyrir jarðarberja- eða hubbabubbalykt er útblástursgufan ekki alsaklaus. Flestir setja rafsígarettur í samband við nikótínfíkn og að þær geti hjálpað fólki að komast yfir slíka fíkn. Að fleiru er þó að huga og ljóst er að notkun þeirra einskorðast ekki við slíka meðferð. Það sem vekur sérstakar áhyggjur í því samhengi er menningin sem skapast hefur í kringum rafsígarettur. Fæstir láta sig það varða ef einhver reykir rafsígarettu nálægt þeim og jafnvel eru auglýst “Vape”-kvöld á samfélagsmiðlum. Markaðssetning gagnvart ungu fólki er einnig mikið áhyggjuefni og má þá nefna hinar ýmsu bragðtegundir sem í boði eru og áðurnefndar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Áhrif þessa sáust ekki hvað síst í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar. Þar kom m.a. fram að árið 2016 höfðu 26% 10. bekkinga á landsvísu prófað að reykja rafsígarettur en til samanburðar má nefna að 15% 10. bekkinga árið 2015 höfðu prófað hefðbundnar sígarettur. Í sömu rannsókn kom einnig fram að fleiri 10. bekkingar töldu að foreldrar sínir tækju því léttar ef þeir reyktu rafsígarettur heldur en hefðbundnar sígarettur. Að þessu sögðu skal þó tekið fram að rafsígarettur eru samkvæmt flestum rannsóknum taldar mun skárri kostur en hefðbundnar sígarettur og geta hjálpað ákveðnum hópi fólks að hætta reykingum. Notkun ungmenna á rafsígarettum á þó ekkert skylt við reykleysismeðferð. Langtímaáhrif rafsígarettunotkunar mun framtíðin leiða í ljós og vert að muna að skaðleg áhrif hefðbundinna sígaretta voru ekki staðfest fyrr en áratugum eftir að þær fyrst komu á markað. Jákvætt er að stjórnvöld séu farin að huga að einhvers konar lagaramma um sölu og notkun þeirra. Ljóst er að ekkert er hægt að fullyrða um skaðleysi rafsígaretta og því ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en kveikt er á einni slíkri - ekki einungis vegna einstaklingsins sem hana notar heldur einnig vegna þeirra sem í kringum hann eru. Arna Rut Emilsdóttir, Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir, læknanemar á 4. ári við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fáum myndi detta í hug að kveikja sér í sígarettu í kvikmyndahúsi, matvöruverslun eða inni á skemmtistað nú til dags. Annað virðist þó gilda um rafsígarettur og ekki óalgengt að sjá slíkt á almenningsstöðum. Töluvert hefur verið deilt um ágæti rafsígaretta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og upplýsingar um skaðsemi eða skaðleysi þeirra oft misvísandi. Rafsígarettur komu á markað fyrir rúmum áratug og hefur notkun þeirra farið vaxandi. Þegar rafsígaretta er notuð eru efni hituð þar til gufa myndast og henni svo andað að sér. Við þennan mikla hita geta myndast ýmis efnasambönd sem tengd hafa verið aukinni hættu á krabbameini, t.d. formaldehýð og acetaldehýð. Fyllingar eru þó mismunandi að efnisinnihaldi og innihalda ekki allar nikótín. Nikótín hefur víðtæk áhrif í líkamanum sama hvort það berst inn í hann með hefðbundnum sígarettum eða rafsígarettum. Dæmi um áhrif nikótíns í líkamanum er æðasamdráttur sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, auknum hjartslætti og þannig álagi á hjarta. Rafsígarettunotkun hefur verið tengd aukinni slímmyndun í lungum og viðkvæmni í berkjum. Auk þessara beinu áhrifa hafa rannsóknir sýnt að nikótín og fleiri efni sem eru í rafsígarettum finnast í blóði þeirra sem andað hafa gufunni að sér á óbeinan hátt. Það er því ljóst að þrátt fyrir jarðarberja- eða hubbabubbalykt er útblástursgufan ekki alsaklaus. Flestir setja rafsígarettur í samband við nikótínfíkn og að þær geti hjálpað fólki að komast yfir slíka fíkn. Að fleiru er þó að huga og ljóst er að notkun þeirra einskorðast ekki við slíka meðferð. Það sem vekur sérstakar áhyggjur í því samhengi er menningin sem skapast hefur í kringum rafsígarettur. Fæstir láta sig það varða ef einhver reykir rafsígarettu nálægt þeim og jafnvel eru auglýst “Vape”-kvöld á samfélagsmiðlum. Markaðssetning gagnvart ungu fólki er einnig mikið áhyggjuefni og má þá nefna hinar ýmsu bragðtegundir sem í boði eru og áðurnefndar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Áhrif þessa sáust ekki hvað síst í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar. Þar kom m.a. fram að árið 2016 höfðu 26% 10. bekkinga á landsvísu prófað að reykja rafsígarettur en til samanburðar má nefna að 15% 10. bekkinga árið 2015 höfðu prófað hefðbundnar sígarettur. Í sömu rannsókn kom einnig fram að fleiri 10. bekkingar töldu að foreldrar sínir tækju því léttar ef þeir reyktu rafsígarettur heldur en hefðbundnar sígarettur. Að þessu sögðu skal þó tekið fram að rafsígarettur eru samkvæmt flestum rannsóknum taldar mun skárri kostur en hefðbundnar sígarettur og geta hjálpað ákveðnum hópi fólks að hætta reykingum. Notkun ungmenna á rafsígarettum á þó ekkert skylt við reykleysismeðferð. Langtímaáhrif rafsígarettunotkunar mun framtíðin leiða í ljós og vert að muna að skaðleg áhrif hefðbundinna sígaretta voru ekki staðfest fyrr en áratugum eftir að þær fyrst komu á markað. Jákvætt er að stjórnvöld séu farin að huga að einhvers konar lagaramma um sölu og notkun þeirra. Ljóst er að ekkert er hægt að fullyrða um skaðleysi rafsígaretta og því ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en kveikt er á einni slíkri - ekki einungis vegna einstaklingsins sem hana notar heldur einnig vegna þeirra sem í kringum hann eru. Arna Rut Emilsdóttir, Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir, læknanemar á 4. ári við Háskóla Íslands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar