Ráðgjöf við einstæða foreldra Oktavía Guðmunddóttir og Dagný Rut Haraldsdóttir skrifar 4. apríl 2017 10:00 Ef þú ert einstætt foreldri getur gagnast að lesa áfram. Félag einstæðra foreldra er staðsett á Túngötu 14, í 101. Þar starfa félagsráðgjafi og lögfræðingur í hlutastörfum og bjóða upp á meðferð og ráðgjöf. Foreldrar geta ýmist pantað tíma hjá félagsráðgjafa eða lögfræðingi eða samtímis hjá þeim báðum. Til Félags einstæðra foreldra leita bæði erlendir ríkisborgarar sem íslenskir, forsjárslausir foreldrar jafnt sem lögheimilisforeldrar. Ótal spurningar geta vaknað og reynum við að leiðbeina foreldrum eftir fremsta megni. Eftirfarandi tilbúin dæmi lýsa raunveruleikanum eins og hann er í dag og er brot af þeim málum sem koma inn til félagsins.Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur FEF.Dæmi 1 Ari hefur samband og lýsir áhyggjum sínum af því að hann sé allt of lítið inni í lífi dóttur sinnar Rósar, tæplega 3 ára. Ari og fyrrum sambýliskona hans Elísa slitu samvistir þegar Rós var tveggja ára. Elísa hafði veri meira með Rós meðan á sambúð stóð því Ari var talsvert í burtu vegna atvinnu sinnar. Aðstæður hjá báðum foreldrum voru nokkuð góðar. Sterkt tengslanet var til staðar þar sem afar og ömmur báðum megin höfðu tök á að hlaupa undir bagga þegar mikið lág við. Nú er Ari kominn í aðra sambúð, en Elísa býr ein með dótturinni. Haft var samband við Elísu í samráði við Ara og henni boðið að koma í viðtal út af ágreiningi um umgengni, sem hún þáði. Ari hafði ekki pantað tíma hjá sýslumanni. Hann vildi byrja sáttameðferð hjá FEF og sjá hvert hún leiddi. Sáttameðferðin varði í sex skipti og skilaði smátt og smátt árangri þar sem foreldrarnir ákváðu þegar leið á að ná sáttum með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Markmið með sáttameðferð er að aðstoða foreldra við gerð samkomulags, ætíð með þarfir barns efst í huga. Alla samninga þarf að staðfesta hjá sýslumannsembættum sem sinna sáttameðferð á landsvísu. Eftir breytingu á barnalögum frá ársbyrjun 2013 er foreldrum skylt að leita sáttameðferðar áður en höfðað er dómsmál um forsjá eða lögheimili eða óskað er úrskurðar sýslumanns um umgengni.Dæmi 2 Geðlæknir hringir og vísar útlendri einstæðri móður Doris til Félags einstæðra foreldra. Ástæða tilvísunar var að móðirin þekkti ekki rétt sinn og var einangruð og vansæl heima. Þegar Doris kom í viðtal var hún niðurlút og fremur svartsýn. Henni leið greinilega mjög illa. Hún hafði áhyggjur af syni sínum sem var vinafár með erfiðan sjúkdóm. Sjúkdómurinn krafðist mikillar umönnunar af Doris sem var sjálf ekki heilsuhraust. Hún hafði ekki unnið í nokkur ár, þar sem hún varð fyrir vinnuslysi sem hún var enn að kljást við. Eftir að hún hætti að vinna fór að bera á þunglyndi. Hún einangraðist alfarið. Heimurinn skrapp saman og varð hún og drengurinn hennar. Doris hafði hæfileika sem hún hafði ekki leitt hugann að lengi lengi. Hún var svolítið listræn, gat málað skemmtilegar myndir og lifnaði öll við þegar hún fór að rifja það upp. Doris var hvött til að taka aftur upp þráðinn og fara af stað með að sem hana langaði til að gera. Hún breytti um kúrs, sótti námskeið, hitti þar aðrar konur með sömu áhugamál. Ýmislegt breyttist, áhyggjur af syninum minnkuðu og lífsgleðin varð meiri. Meðferð hjá geðlækni ásamt viðtölum með það að markmiði að ná Doris út úr einangrun virkaði fyrir hana. Þó nokkuð er um að erlendir ríkisborgarar leiti til Félaga einstæðra foreldra. Þeir þurfa oft mikinn stuðning auk upplýsingagjafar um réttindamál. Það er því miður ekki alltaf farið vel með þá á vinnumarkaði því er mikilvægt fyrir þá og alla aðra að þekkja rétt sinn og skyldur. Tengslanet er oft ekki til staðar þar sem stórfjölskyldan er oftar en ekki víðs fjarri. Félagið leitast við að styrkja og styðja erlenda ríkisborgara eins og kostur er auk annarra sem leita til Félags einstæðra foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef þú ert einstætt foreldri getur gagnast að lesa áfram. Félag einstæðra foreldra er staðsett á Túngötu 14, í 101. Þar starfa félagsráðgjafi og lögfræðingur í hlutastörfum og bjóða upp á meðferð og ráðgjöf. Foreldrar geta ýmist pantað tíma hjá félagsráðgjafa eða lögfræðingi eða samtímis hjá þeim báðum. Til Félags einstæðra foreldra leita bæði erlendir ríkisborgarar sem íslenskir, forsjárslausir foreldrar jafnt sem lögheimilisforeldrar. Ótal spurningar geta vaknað og reynum við að leiðbeina foreldrum eftir fremsta megni. Eftirfarandi tilbúin dæmi lýsa raunveruleikanum eins og hann er í dag og er brot af þeim málum sem koma inn til félagsins.Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur FEF.Dæmi 1 Ari hefur samband og lýsir áhyggjum sínum af því að hann sé allt of lítið inni í lífi dóttur sinnar Rósar, tæplega 3 ára. Ari og fyrrum sambýliskona hans Elísa slitu samvistir þegar Rós var tveggja ára. Elísa hafði veri meira með Rós meðan á sambúð stóð því Ari var talsvert í burtu vegna atvinnu sinnar. Aðstæður hjá báðum foreldrum voru nokkuð góðar. Sterkt tengslanet var til staðar þar sem afar og ömmur báðum megin höfðu tök á að hlaupa undir bagga þegar mikið lág við. Nú er Ari kominn í aðra sambúð, en Elísa býr ein með dótturinni. Haft var samband við Elísu í samráði við Ara og henni boðið að koma í viðtal út af ágreiningi um umgengni, sem hún þáði. Ari hafði ekki pantað tíma hjá sýslumanni. Hann vildi byrja sáttameðferð hjá FEF og sjá hvert hún leiddi. Sáttameðferðin varði í sex skipti og skilaði smátt og smátt árangri þar sem foreldrarnir ákváðu þegar leið á að ná sáttum með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Markmið með sáttameðferð er að aðstoða foreldra við gerð samkomulags, ætíð með þarfir barns efst í huga. Alla samninga þarf að staðfesta hjá sýslumannsembættum sem sinna sáttameðferð á landsvísu. Eftir breytingu á barnalögum frá ársbyrjun 2013 er foreldrum skylt að leita sáttameðferðar áður en höfðað er dómsmál um forsjá eða lögheimili eða óskað er úrskurðar sýslumanns um umgengni.Dæmi 2 Geðlæknir hringir og vísar útlendri einstæðri móður Doris til Félags einstæðra foreldra. Ástæða tilvísunar var að móðirin þekkti ekki rétt sinn og var einangruð og vansæl heima. Þegar Doris kom í viðtal var hún niðurlút og fremur svartsýn. Henni leið greinilega mjög illa. Hún hafði áhyggjur af syni sínum sem var vinafár með erfiðan sjúkdóm. Sjúkdómurinn krafðist mikillar umönnunar af Doris sem var sjálf ekki heilsuhraust. Hún hafði ekki unnið í nokkur ár, þar sem hún varð fyrir vinnuslysi sem hún var enn að kljást við. Eftir að hún hætti að vinna fór að bera á þunglyndi. Hún einangraðist alfarið. Heimurinn skrapp saman og varð hún og drengurinn hennar. Doris hafði hæfileika sem hún hafði ekki leitt hugann að lengi lengi. Hún var svolítið listræn, gat málað skemmtilegar myndir og lifnaði öll við þegar hún fór að rifja það upp. Doris var hvött til að taka aftur upp þráðinn og fara af stað með að sem hana langaði til að gera. Hún breytti um kúrs, sótti námskeið, hitti þar aðrar konur með sömu áhugamál. Ýmislegt breyttist, áhyggjur af syninum minnkuðu og lífsgleðin varð meiri. Meðferð hjá geðlækni ásamt viðtölum með það að markmiði að ná Doris út úr einangrun virkaði fyrir hana. Þó nokkuð er um að erlendir ríkisborgarar leiti til Félaga einstæðra foreldra. Þeir þurfa oft mikinn stuðning auk upplýsingagjafar um réttindamál. Það er því miður ekki alltaf farið vel með þá á vinnumarkaði því er mikilvægt fyrir þá og alla aðra að þekkja rétt sinn og skyldur. Tengslanet er oft ekki til staðar þar sem stórfjölskyldan er oftar en ekki víðs fjarri. Félagið leitast við að styrkja og styðja erlenda ríkisborgara eins og kostur er auk annarra sem leita til Félags einstæðra foreldra.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar