Ekki er kyn þó keraldið leki Nikólína Hildur Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2017 10:04 Fyrir stuttu átti ég í samtali um kynjakvóta við tvo samnememendur mína, sem kváðust báðir vera femínistar. Pistill þessi gengur ekki út á að úthúða samnemendum mínum og skoðunum þeirra, en mér finnst viðhorf þeirra varpa ljósi á það sem heldur aftur af jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur kynjakvóta því ég dæmi sjálfur ekki fólk út frá kyni“, útskýrði annar þeirra fyrir mér og hinn neminn tók undir með honum: „Já, ég vil ekki fá eitthvað starf bara af því að ég er kona.“ Báðar þessar röksemdarfærslur skutu mér skelk í bringu, því að mínu mati rangtúlka þær það sem kynjakvóti gengur út á. Fyrir það fyrsta er hættulegt að afsala sér sinni samfélagslegu ábyrgð með því að segjast ekki vera hluti af vandamálinu. Í öðru lagi er jafnréttisbarátta kynjanna ekki háð til þess að gera konum greiða. Kynjakvóti er ætlaður til þess að kynin standi jöfn að vígi. Mikilvægt er að fólk átti sig á að samfélagið mótar okkur, og að sama skapi, mótum við samfélagið. Því getur reynst nauðsynlegt að beita róttækum aðgerðum til að brjóta upp þau samfélagslegu viðhorf sem nú ríkja. Lengi vel hafa konur verið undirskipaðar körlum og ef við viljum koma á kynjajafnrétti verðum við að beita aðgerðum á borð við kynjakvóta. Það dugar ekki að loka augum og eyrum og miða allt út frá eigin reynsluheimi og skoðunum. Stærra samhengið er það sem skiptir máli. Viljir þú að meiri jöfnuður og meira umburðarlyndi ríki í samfélaginu þarftu að vera tilbúinn að leggja hönd á plóg. Okkur ber að skapa ný norm og viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Því þurfum við á kynjakvóta að halda. Hann er nauðsynlegur þar til við höfum normalíserað jöfnuð kynjanna í áhrifa-og valdastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu átti ég í samtali um kynjakvóta við tvo samnememendur mína, sem kváðust báðir vera femínistar. Pistill þessi gengur ekki út á að úthúða samnemendum mínum og skoðunum þeirra, en mér finnst viðhorf þeirra varpa ljósi á það sem heldur aftur af jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur kynjakvóta því ég dæmi sjálfur ekki fólk út frá kyni“, útskýrði annar þeirra fyrir mér og hinn neminn tók undir með honum: „Já, ég vil ekki fá eitthvað starf bara af því að ég er kona.“ Báðar þessar röksemdarfærslur skutu mér skelk í bringu, því að mínu mati rangtúlka þær það sem kynjakvóti gengur út á. Fyrir það fyrsta er hættulegt að afsala sér sinni samfélagslegu ábyrgð með því að segjast ekki vera hluti af vandamálinu. Í öðru lagi er jafnréttisbarátta kynjanna ekki háð til þess að gera konum greiða. Kynjakvóti er ætlaður til þess að kynin standi jöfn að vígi. Mikilvægt er að fólk átti sig á að samfélagið mótar okkur, og að sama skapi, mótum við samfélagið. Því getur reynst nauðsynlegt að beita róttækum aðgerðum til að brjóta upp þau samfélagslegu viðhorf sem nú ríkja. Lengi vel hafa konur verið undirskipaðar körlum og ef við viljum koma á kynjajafnrétti verðum við að beita aðgerðum á borð við kynjakvóta. Það dugar ekki að loka augum og eyrum og miða allt út frá eigin reynsluheimi og skoðunum. Stærra samhengið er það sem skiptir máli. Viljir þú að meiri jöfnuður og meira umburðarlyndi ríki í samfélaginu þarftu að vera tilbúinn að leggja hönd á plóg. Okkur ber að skapa ný norm og viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Því þurfum við á kynjakvóta að halda. Hann er nauðsynlegur þar til við höfum normalíserað jöfnuð kynjanna í áhrifa-og valdastöðum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun