Á nú að einkavæða eða einkavinavæða? Einar Júlíusson skrifar 30. mars 2017 00:00 Berum saman fyrirtæki eins og Arion banka og Landsvirkjun. Bæði eiga jafnmikið eigið fé, 200 milljarða króna, og eru þannig séð jafnmikils virði. Tekjur Landsvirkjunar 2015 voru 50 milljarðar, kostnaður 40 milljarðar svo hagnaður var 10 milljarðar eða 5% af eigin fé (helmingi meiri en árin 2011-2014). Tekjur Arion banka voru 100 milljarðar en 50 milljarðar fóru í bónusa, bílastyrki, afskriftir, ofurlaun og annan rekstrarkostnað svo hagnaður bankans var ekki nema 50 milljarðar eða 25% af eigin fé. Ríkisstjórnin vill nú einkavæða helst allt sem ríkið á og jafnvel líka banka sem ríkið á kannski lítið í enda vakti fyrri einkavæðing bankanna heimsathygli og sló mörg heimsmet þótt ekki sé miðað við höfðatölu eins og yfirleitt. Eða ætlar ríkisstjórnin að einkavinavæða? Hver er munurinn? Ég hef ákveðið að kaupa Landsvirkjun fyrir 200 milljarða sem er hærra en verðhugmyndir eigenda hennar svo þeir ættu að samþykkja tillboð mitt. Af ástæðum sem óþarfi er að tíunda hér býð ég ekki reiðufé fremur en aðrir heldur 200 milljarða króna skuldabréf (frá Arion banka með veði í Landsvirkjun) sem ber 5% vexti. Ríkið fær þá 10 milljarða á ári eins og áður og ég fæ gróðann af Landsvirkjun sem ég nota til að greiða vextina af skuldabréfinu. Þetta er einkavæðing, ég kaupi fyrirtækið á fullu fremur en á einkavinaverði og enginn græðir neitt né tapar (í bili allavega). En ég vil græða, líka á kvöldin, enda segja hagfræðingar að rationalt sé að gera það sem meira er á að græða. Með öðrum orðum, tilgangur lífsins er eigin stundargróði. Hvort ég græði meira á því að hækka mín verð eða lækka fer eftir samkeppni og verðteygni en hér er rationalt að hækka og irrationalt að lækka verðið. Vandinn er að 80% orkunnar eru seld á föstu verði (30 milljarðar) til margra áratuga. Af því er alls enginn gróði. Almenningur kaupir svo 20% orkunnar fyrir 20 milljarða og gróðinn af þeirri sölu er 10 milljarðar. Ég get þá strax tvöfaldað verðið til almennings og þar með þrefaldað gróðann og nettó gróði minn fer úr núlli upp í 20 milljarða á ári.Á leynibankareikning Ég ætla að kaupa Arion banka líka fyrir annað 200 milljarða króna skuldabréf frá Arion banka. Ríkið (sá sem átti bankann) fær þá 10 milljarða á ári eins og fyrir Landsvirkjun og ég fæ gróðann af bankanum þ.e. 50 milljarða á ári þar til ég hef haft samráð við hina bankana um að tvöfalda þjónustugjöldin og vextina og fæ þá 150 milljarða á ári. 10 milljarðar fara í að greiða mínum eigin banka vexti af láninu sem hann veitti mér til að kaupa sig og 140 milljarða set ég í eigin vasa og svo á leynibankareikning hér á Tortóla þar sem ég ætla að búa við sólarströnd og skattaskjól. Þetta er einkavinavæðing, sem sumir mundu kalla rán, en það er allavega ekki ég sem ræni þannig árlega 140 milljörðum af almenningi í landinu eða þúsund milljörðum á hverjum 7 árum bara með þessum eina banka. Það gera þeir einkavinir mínir sem einkavæddu mér bankann. Það er augljóst, ekki voru það hinir fátæku sem rændu þá ríku í Skírisskógi forðum heldur einkavinur þeirra hann Hrói Höttur. Best ég kaupi Arion banka fyrst. Þá græði ég strax svo mikið (tuttugufalt auðlindagjald af stærstu auðlind þjóðarinnar) að ég eignast hana fljótlega sem og hina bankana og aðrar eigur þjóðarinnar og annarra líka. Þá þarf ég aldrei að hafa samráð við aðra en sjálfan mig og get einbeitt mér að því að hámarka minn gróða og tap viðskiptavina minna. Til þess þarf ég enn að hækka mín verð. Lögspekingar segja að þjóðin geti ekki átt neitt. Ég skil ekki alveg þá hundalógik en vil eins og þeir að hún eigi alls ekki neitt. Ég vil að umræddir 160 milljarðar á ári fari til mín og ekki til annarra. Síst af öllu til hrægamma eða útlendra vogunarsjóða. Ég trúi ekki öðru en að áætlanir mínar gangi eftir. Þótt ég sé ekki enn neinn sérstakur einkavinur ráðamanna hér þá býð ég besta verðið og get líka gaukað að lykilmönnum einhverjum milljörðum úr bankanum mínum til að vingast við þá. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Berum saman fyrirtæki eins og Arion banka og Landsvirkjun. Bæði eiga jafnmikið eigið fé, 200 milljarða króna, og eru þannig séð jafnmikils virði. Tekjur Landsvirkjunar 2015 voru 50 milljarðar, kostnaður 40 milljarðar svo hagnaður var 10 milljarðar eða 5% af eigin fé (helmingi meiri en árin 2011-2014). Tekjur Arion banka voru 100 milljarðar en 50 milljarðar fóru í bónusa, bílastyrki, afskriftir, ofurlaun og annan rekstrarkostnað svo hagnaður bankans var ekki nema 50 milljarðar eða 25% af eigin fé. Ríkisstjórnin vill nú einkavæða helst allt sem ríkið á og jafnvel líka banka sem ríkið á kannski lítið í enda vakti fyrri einkavæðing bankanna heimsathygli og sló mörg heimsmet þótt ekki sé miðað við höfðatölu eins og yfirleitt. Eða ætlar ríkisstjórnin að einkavinavæða? Hver er munurinn? Ég hef ákveðið að kaupa Landsvirkjun fyrir 200 milljarða sem er hærra en verðhugmyndir eigenda hennar svo þeir ættu að samþykkja tillboð mitt. Af ástæðum sem óþarfi er að tíunda hér býð ég ekki reiðufé fremur en aðrir heldur 200 milljarða króna skuldabréf (frá Arion banka með veði í Landsvirkjun) sem ber 5% vexti. Ríkið fær þá 10 milljarða á ári eins og áður og ég fæ gróðann af Landsvirkjun sem ég nota til að greiða vextina af skuldabréfinu. Þetta er einkavæðing, ég kaupi fyrirtækið á fullu fremur en á einkavinaverði og enginn græðir neitt né tapar (í bili allavega). En ég vil græða, líka á kvöldin, enda segja hagfræðingar að rationalt sé að gera það sem meira er á að græða. Með öðrum orðum, tilgangur lífsins er eigin stundargróði. Hvort ég græði meira á því að hækka mín verð eða lækka fer eftir samkeppni og verðteygni en hér er rationalt að hækka og irrationalt að lækka verðið. Vandinn er að 80% orkunnar eru seld á föstu verði (30 milljarðar) til margra áratuga. Af því er alls enginn gróði. Almenningur kaupir svo 20% orkunnar fyrir 20 milljarða og gróðinn af þeirri sölu er 10 milljarðar. Ég get þá strax tvöfaldað verðið til almennings og þar með þrefaldað gróðann og nettó gróði minn fer úr núlli upp í 20 milljarða á ári.Á leynibankareikning Ég ætla að kaupa Arion banka líka fyrir annað 200 milljarða króna skuldabréf frá Arion banka. Ríkið (sá sem átti bankann) fær þá 10 milljarða á ári eins og fyrir Landsvirkjun og ég fæ gróðann af bankanum þ.e. 50 milljarða á ári þar til ég hef haft samráð við hina bankana um að tvöfalda þjónustugjöldin og vextina og fæ þá 150 milljarða á ári. 10 milljarðar fara í að greiða mínum eigin banka vexti af láninu sem hann veitti mér til að kaupa sig og 140 milljarða set ég í eigin vasa og svo á leynibankareikning hér á Tortóla þar sem ég ætla að búa við sólarströnd og skattaskjól. Þetta er einkavinavæðing, sem sumir mundu kalla rán, en það er allavega ekki ég sem ræni þannig árlega 140 milljörðum af almenningi í landinu eða þúsund milljörðum á hverjum 7 árum bara með þessum eina banka. Það gera þeir einkavinir mínir sem einkavæddu mér bankann. Það er augljóst, ekki voru það hinir fátæku sem rændu þá ríku í Skírisskógi forðum heldur einkavinur þeirra hann Hrói Höttur. Best ég kaupi Arion banka fyrst. Þá græði ég strax svo mikið (tuttugufalt auðlindagjald af stærstu auðlind þjóðarinnar) að ég eignast hana fljótlega sem og hina bankana og aðrar eigur þjóðarinnar og annarra líka. Þá þarf ég aldrei að hafa samráð við aðra en sjálfan mig og get einbeitt mér að því að hámarka minn gróða og tap viðskiptavina minna. Til þess þarf ég enn að hækka mín verð. Lögspekingar segja að þjóðin geti ekki átt neitt. Ég skil ekki alveg þá hundalógik en vil eins og þeir að hún eigi alls ekki neitt. Ég vil að umræddir 160 milljarðar á ári fari til mín og ekki til annarra. Síst af öllu til hrægamma eða útlendra vogunarsjóða. Ég trúi ekki öðru en að áætlanir mínar gangi eftir. Þótt ég sé ekki enn neinn sérstakur einkavinur ráðamanna hér þá býð ég besta verðið og get líka gaukað að lykilmönnum einhverjum milljörðum úr bankanum mínum til að vingast við þá. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun