Flaggskip Lexus í endurnýjuðum sýningarsal Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 09:57 Lexus LC 500h. Næstkomandi laugardag, 25. mars gefst einstakt tækifæri til að sjá Lexus LC 500h sportbílinn á sérstakri forsýningu hjá Lexus Ísland í Kauptúni 6, Garðabæ. Bíllinn er fluttur til landsins sérstaklega fyrir þessa sýningu sem jafnframt er opnunarsýning í nýjum sýningarsal Lexus. Salurinn hefur verið innréttaður frá grunni samkvæmt nýjum stöðlum Lexus. Þar er ekkert til sparað svo upplifun viðskiptavina verði eftirminnileg. LC 500h verður aðeins forsýndur þennan eina dag og því er þetta einstakt tækifæri til að sjá þetta nýja flaggskip sportbíladeildar Lexus. Hönnun bílsins er glæsileg og ber verkfræðingum, hönnuðum og handverksmönnum Lexus gott vitni. Leitast er við að sameina einstaka akstursupplifun sportbíls og þau þægindi sem lúxusbílar Lexus eru þekktastir fyrir. Bíllinn sem sýndur verður á laugardag er með 3.5 lítra V6 vél og Hybridkerfi sem samanlagt skila 359 hestöflum og þannig búinn er hann 4,7 sekúndur að ná 100 km hraða. Í búnaði Hybridútfærslunnar hefur nýr tvöfaldur 10 hraða gírkassi vakið mikla athygli en þetta er fyrsti bíllinn frá Lexus sem búinn er þessum gírkassa. LC 500 er einnig fáanlegur með 477 hestafla V8 vél sem kemur honum í 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Glæsilegur bíll frá öllum hliðum séð. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Næstkomandi laugardag, 25. mars gefst einstakt tækifæri til að sjá Lexus LC 500h sportbílinn á sérstakri forsýningu hjá Lexus Ísland í Kauptúni 6, Garðabæ. Bíllinn er fluttur til landsins sérstaklega fyrir þessa sýningu sem jafnframt er opnunarsýning í nýjum sýningarsal Lexus. Salurinn hefur verið innréttaður frá grunni samkvæmt nýjum stöðlum Lexus. Þar er ekkert til sparað svo upplifun viðskiptavina verði eftirminnileg. LC 500h verður aðeins forsýndur þennan eina dag og því er þetta einstakt tækifæri til að sjá þetta nýja flaggskip sportbíladeildar Lexus. Hönnun bílsins er glæsileg og ber verkfræðingum, hönnuðum og handverksmönnum Lexus gott vitni. Leitast er við að sameina einstaka akstursupplifun sportbíls og þau þægindi sem lúxusbílar Lexus eru þekktastir fyrir. Bíllinn sem sýndur verður á laugardag er með 3.5 lítra V6 vél og Hybridkerfi sem samanlagt skila 359 hestöflum og þannig búinn er hann 4,7 sekúndur að ná 100 km hraða. Í búnaði Hybridútfærslunnar hefur nýr tvöfaldur 10 hraða gírkassi vakið mikla athygli en þetta er fyrsti bíllinn frá Lexus sem búinn er þessum gírkassa. LC 500 er einnig fáanlegur með 477 hestafla V8 vél sem kemur honum í 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Glæsilegur bíll frá öllum hliðum séð.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent