Er nokkur séns að gera eitthvað í losun gróðurhúsategunda? Guðmundur Gíslason skrifar 22. mars 2017 11:50 Það er víst allt að fara til andskotans í umhverfismálum. Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar kom í ljós að Íslendingar munu fara langt framúr losunarheimildum á gróðurhúsalofttegunum, okkur öllum til mikillar mæðu. Umhverfisráðherra fór strax af stað og gaf út aðra skýrslu um hvað skal gera. Eins og venjulega er talað um að það þurfi að hætta stuðningi við mengandi stóriðju, sem er góð hugmynd, og að gera eitthvað í bílaflotanum, sem er líka gott. Ekkert er hægt að sjá gegn því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. En er það nóg? Bæði fyrir samþykktir okkar og loftslagið okkar? Reyndar er það þannig að hlutfall losunar koltvísýrings vegna iðnaðar og samgöngu er ekki nema lítill hluti. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr því að draga úr þeirri losun, hvert prómill skiptir gífurlegu máli. En raunveruleikinn er sá að lang stærsti hluti af losun koltvísýrings á Íslandi er vegna landnýtingar, meira en 70%! Kolefni sem hefur áður verið bundið í jarðveg er að losna og það hratt. Að miklu leyti er það útaf framræstu landi og ofbeit sauðfjár. Þrátt fyrir mikla losun telur þessi þáttur ekki til Kyoto bókunarinnar. En binding telst hinsvegar sem plús, við getum losað meira ef við bindum meira. Það er að segja, við gætum dúllað okkur við að draga úr mengun stóriðjunnar og bílanna og komist upp með það, svo lengi sem bindum kolefni á móti. Auðveldasta, skilvirkasta og ódýrasta leiðin til að að draga úr þessum 70% losunarþætti er landgræðsla og skógrækt. Árni Bragason landgræðslustjóri benti nýlega á að það væri hægt að fjórfalda aðgerðarhraða fyrir tiltölulega lítið fé. Eins og hann segir eru sum svæði sem hreinlega hrópa á hjálp. Ein góð og ódýr leið til landgræðslu er að láta náttúruna um það sjálfa. En þá þarf að friða fyrir beit. Ofbeit sauðfjár hefur haft langmest áhrif á hnignun gróðurs á Íslandi. Það þarf ekki treysta mér fyrir því, heldur hefur þetta verið rækilega rannsakað. Þrátt fyrir að þetta liggi fyrir hefur verið stofnaður faghópur á vegum Landgræðslunnar til að meta gróðurauðlindir. Það eru ástæður til þess að vera gagnrýninn á þann hóp en vonandi verður niðurstaðan sú að það verði strax farið í aðgerðir. En hvað ef ég segði þér að það er leið til að binda gífurlegt magn kolefnis á arðbæran hátt, sem skapar ekki bara störf heldur störf á landsbyggðinni. Þetta ætti að vera blautur draumur allra stjórnmálamanna., arðbær, umhverfisvæn atvinnutækifæri. Þetta er auðvitað skógrækt. Íslensk skógrækt er frekar ung en er strax byrjuð að skila einhverju af sér. Vandamálið er að þetta er svo mikil langtímafjárfesting að það er varla mögulegt fyrir einkaaðila að standa í þessu. Ríkið heldur uppi landshlutabundnum skógræktarverkefnum þar sem landeigendum er boðið að byrja á skógrækt. Þessi verkefni munu borga sig margfalt til baka. Þetta er gert að of litlu leyti. Í kjölfar hrunsins ákvað þáverandi umhverfisráðherra að minnka framlög til verkefnisins til muna, aðstæður afsaka það kannski. En vegna núverandi stöðu umhverfismála er full ástæða að koma þessu á fullt skrið. Í dag er um 3 milljónum trjáplantna plantað árlega. Það væri auðveldlega hægt að auka þennan fjölda upp í 8 milljónir á næstu 5 árum. Satt best að segja skil ég ekki hvers vegna stjórnvöld grípa ekki gæsina strax og fara í stórfelldar landgræðslu- og skógræktaraðgerðir. Þetta eru einfaldlega bestu aðferðirnar til að taka núverandi umhverfisvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er víst allt að fara til andskotans í umhverfismálum. Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar kom í ljós að Íslendingar munu fara langt framúr losunarheimildum á gróðurhúsalofttegunum, okkur öllum til mikillar mæðu. Umhverfisráðherra fór strax af stað og gaf út aðra skýrslu um hvað skal gera. Eins og venjulega er talað um að það þurfi að hætta stuðningi við mengandi stóriðju, sem er góð hugmynd, og að gera eitthvað í bílaflotanum, sem er líka gott. Ekkert er hægt að sjá gegn því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. En er það nóg? Bæði fyrir samþykktir okkar og loftslagið okkar? Reyndar er það þannig að hlutfall losunar koltvísýrings vegna iðnaðar og samgöngu er ekki nema lítill hluti. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr því að draga úr þeirri losun, hvert prómill skiptir gífurlegu máli. En raunveruleikinn er sá að lang stærsti hluti af losun koltvísýrings á Íslandi er vegna landnýtingar, meira en 70%! Kolefni sem hefur áður verið bundið í jarðveg er að losna og það hratt. Að miklu leyti er það útaf framræstu landi og ofbeit sauðfjár. Þrátt fyrir mikla losun telur þessi þáttur ekki til Kyoto bókunarinnar. En binding telst hinsvegar sem plús, við getum losað meira ef við bindum meira. Það er að segja, við gætum dúllað okkur við að draga úr mengun stóriðjunnar og bílanna og komist upp með það, svo lengi sem bindum kolefni á móti. Auðveldasta, skilvirkasta og ódýrasta leiðin til að að draga úr þessum 70% losunarþætti er landgræðsla og skógrækt. Árni Bragason landgræðslustjóri benti nýlega á að það væri hægt að fjórfalda aðgerðarhraða fyrir tiltölulega lítið fé. Eins og hann segir eru sum svæði sem hreinlega hrópa á hjálp. Ein góð og ódýr leið til landgræðslu er að láta náttúruna um það sjálfa. En þá þarf að friða fyrir beit. Ofbeit sauðfjár hefur haft langmest áhrif á hnignun gróðurs á Íslandi. Það þarf ekki treysta mér fyrir því, heldur hefur þetta verið rækilega rannsakað. Þrátt fyrir að þetta liggi fyrir hefur verið stofnaður faghópur á vegum Landgræðslunnar til að meta gróðurauðlindir. Það eru ástæður til þess að vera gagnrýninn á þann hóp en vonandi verður niðurstaðan sú að það verði strax farið í aðgerðir. En hvað ef ég segði þér að það er leið til að binda gífurlegt magn kolefnis á arðbæran hátt, sem skapar ekki bara störf heldur störf á landsbyggðinni. Þetta ætti að vera blautur draumur allra stjórnmálamanna., arðbær, umhverfisvæn atvinnutækifæri. Þetta er auðvitað skógrækt. Íslensk skógrækt er frekar ung en er strax byrjuð að skila einhverju af sér. Vandamálið er að þetta er svo mikil langtímafjárfesting að það er varla mögulegt fyrir einkaaðila að standa í þessu. Ríkið heldur uppi landshlutabundnum skógræktarverkefnum þar sem landeigendum er boðið að byrja á skógrækt. Þessi verkefni munu borga sig margfalt til baka. Þetta er gert að of litlu leyti. Í kjölfar hrunsins ákvað þáverandi umhverfisráðherra að minnka framlög til verkefnisins til muna, aðstæður afsaka það kannski. En vegna núverandi stöðu umhverfismála er full ástæða að koma þessu á fullt skrið. Í dag er um 3 milljónum trjáplantna plantað árlega. Það væri auðveldlega hægt að auka þennan fjölda upp í 8 milljónir á næstu 5 árum. Satt best að segja skil ég ekki hvers vegna stjórnvöld grípa ekki gæsina strax og fara í stórfelldar landgræðslu- og skógræktaraðgerðir. Þetta eru einfaldlega bestu aðferðirnar til að taka núverandi umhverfisvá.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar