Eru eldri borgarar gamlir nöldurseggir? Sigurður Jónsson skrifar 22. mars 2017 00:00 Þjóðin er að eldast. Heilsufar er betra almennt séð hjá eldri borgurum. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé eitt helsta vandamálið í huga sumra stjórnmálamanna. Þessi staðreynd eykur útgjöld ríkisins hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og kallar á frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila svo eitthvað sé nefnt. Þetta birtist mörgum eldri borgaranum þannig að þessi stóri hópur sé verulegt vandamál. Sé hreinlega baggi á þjóðfélaginu. Nú er það svo að margir eldri borgarar eru mjög virkir í þjóðfélaginu. Eru á fleygiferð alla daga við að aðstoða, t.d. að skutla barnabörnum í skólann, á íþróttaæfingar o.s.frv. Nú eða aðstoða á margan annan hátt. Þetta gleymist oft í umræðunni. Það myndi örugglega hiksta þjóðfélagið ef þessi stóri hópur sem eldri borgarar eru tæki sig saman og legði niður þessa vinnu. Ráðamenn þjóðarinnar þurfa aðeins að hugsa þessi mál þegar þeir eru að ákveða kjör eldri borgara. Framlag eldri borgara til þjóðarbúsins til aðstoðar hefur ekki verið reiknað til fjár. Sem betur fer er nú mikil uppbygging í þjóðfélaginu, sem kallar á vinnuafl. Stjórnmálamenn hafa hvatt til þess að eldri borgarar taki þátt í atvinnulífinu og taki að sér vinnu, t.d. í hlutastarfi. Allt er það gott og blessað. Ener það ekki ansi mikill tvískynningur að hvetja til atvinnuþátttöku, en hafa kerfið þannig að sáralítið sitji eftir í veski eldri borgarans. Frítekjumark er aðeins 25 þúsund á mánuði. Eftir það skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun. Það getur ekki verið glóra í því að eldri borgarar séu látnir greiða hátekjuskatt þótt þeir vinni sér inn nokkrar aukakrónur.Ekki nóg að það standi á blaði Nýja ríkisstjórnin segist ætla að hækka frítekjumarkið. Það er ekki nóg að það standi á blaði. Það verður að gerast strax. Það hljóta allir að sjá óréttlætið og þá verður að laga hlutina strax. Margir hafa í gegnum tíðina verið að byggja upp sinn lífeyrissjóð. Þetta var eins og að leggja peningana sína í banka til að nota síðar. Það er því ósanngjarnt að ríkið skuli skerða þessa eign þótt fólk vinni sér inn nokkrar aukakrónur. Eldri borgarar landsins eru um 40 þúsund og fer fjölgandi. Þetta er stór hópur sem á að standa saman og gera kröfur á sína sveitarstjórn, alþingismenn og ráðherra. Eldri borgarar hafa lagt grunninn að þessu góða þjóðfélagi sem við búum í. Það er ekki réttlátt að stór hópur eldri borgara þurfi að búa við kjör sem eru langt undir meðaltekjum launafólks. Eldri borgarar. Stöndum saman í baráttunni fyrir sómasamlegum launum til eldri borgara. Stöndum saman til að berjast fyrir að ríkisvaldið hætti að skerða atvinnutekjur eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin er að eldast. Heilsufar er betra almennt séð hjá eldri borgurum. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé eitt helsta vandamálið í huga sumra stjórnmálamanna. Þessi staðreynd eykur útgjöld ríkisins hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og kallar á frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila svo eitthvað sé nefnt. Þetta birtist mörgum eldri borgaranum þannig að þessi stóri hópur sé verulegt vandamál. Sé hreinlega baggi á þjóðfélaginu. Nú er það svo að margir eldri borgarar eru mjög virkir í þjóðfélaginu. Eru á fleygiferð alla daga við að aðstoða, t.d. að skutla barnabörnum í skólann, á íþróttaæfingar o.s.frv. Nú eða aðstoða á margan annan hátt. Þetta gleymist oft í umræðunni. Það myndi örugglega hiksta þjóðfélagið ef þessi stóri hópur sem eldri borgarar eru tæki sig saman og legði niður þessa vinnu. Ráðamenn þjóðarinnar þurfa aðeins að hugsa þessi mál þegar þeir eru að ákveða kjör eldri borgara. Framlag eldri borgara til þjóðarbúsins til aðstoðar hefur ekki verið reiknað til fjár. Sem betur fer er nú mikil uppbygging í þjóðfélaginu, sem kallar á vinnuafl. Stjórnmálamenn hafa hvatt til þess að eldri borgarar taki þátt í atvinnulífinu og taki að sér vinnu, t.d. í hlutastarfi. Allt er það gott og blessað. Ener það ekki ansi mikill tvískynningur að hvetja til atvinnuþátttöku, en hafa kerfið þannig að sáralítið sitji eftir í veski eldri borgarans. Frítekjumark er aðeins 25 þúsund á mánuði. Eftir það skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun. Það getur ekki verið glóra í því að eldri borgarar séu látnir greiða hátekjuskatt þótt þeir vinni sér inn nokkrar aukakrónur.Ekki nóg að það standi á blaði Nýja ríkisstjórnin segist ætla að hækka frítekjumarkið. Það er ekki nóg að það standi á blaði. Það verður að gerast strax. Það hljóta allir að sjá óréttlætið og þá verður að laga hlutina strax. Margir hafa í gegnum tíðina verið að byggja upp sinn lífeyrissjóð. Þetta var eins og að leggja peningana sína í banka til að nota síðar. Það er því ósanngjarnt að ríkið skuli skerða þessa eign þótt fólk vinni sér inn nokkrar aukakrónur. Eldri borgarar landsins eru um 40 þúsund og fer fjölgandi. Þetta er stór hópur sem á að standa saman og gera kröfur á sína sveitarstjórn, alþingismenn og ráðherra. Eldri borgarar hafa lagt grunninn að þessu góða þjóðfélagi sem við búum í. Það er ekki réttlátt að stór hópur eldri borgara þurfi að búa við kjör sem eru langt undir meðaltekjum launafólks. Eldri borgarar. Stöndum saman í baráttunni fyrir sómasamlegum launum til eldri borgara. Stöndum saman til að berjast fyrir að ríkisvaldið hætti að skerða atvinnutekjur eldri borgara.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar