Eru eldri borgarar gamlir nöldurseggir? Sigurður Jónsson skrifar 22. mars 2017 00:00 Þjóðin er að eldast. Heilsufar er betra almennt séð hjá eldri borgurum. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé eitt helsta vandamálið í huga sumra stjórnmálamanna. Þessi staðreynd eykur útgjöld ríkisins hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og kallar á frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila svo eitthvað sé nefnt. Þetta birtist mörgum eldri borgaranum þannig að þessi stóri hópur sé verulegt vandamál. Sé hreinlega baggi á þjóðfélaginu. Nú er það svo að margir eldri borgarar eru mjög virkir í þjóðfélaginu. Eru á fleygiferð alla daga við að aðstoða, t.d. að skutla barnabörnum í skólann, á íþróttaæfingar o.s.frv. Nú eða aðstoða á margan annan hátt. Þetta gleymist oft í umræðunni. Það myndi örugglega hiksta þjóðfélagið ef þessi stóri hópur sem eldri borgarar eru tæki sig saman og legði niður þessa vinnu. Ráðamenn þjóðarinnar þurfa aðeins að hugsa þessi mál þegar þeir eru að ákveða kjör eldri borgara. Framlag eldri borgara til þjóðarbúsins til aðstoðar hefur ekki verið reiknað til fjár. Sem betur fer er nú mikil uppbygging í þjóðfélaginu, sem kallar á vinnuafl. Stjórnmálamenn hafa hvatt til þess að eldri borgarar taki þátt í atvinnulífinu og taki að sér vinnu, t.d. í hlutastarfi. Allt er það gott og blessað. Ener það ekki ansi mikill tvískynningur að hvetja til atvinnuþátttöku, en hafa kerfið þannig að sáralítið sitji eftir í veski eldri borgarans. Frítekjumark er aðeins 25 þúsund á mánuði. Eftir það skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun. Það getur ekki verið glóra í því að eldri borgarar séu látnir greiða hátekjuskatt þótt þeir vinni sér inn nokkrar aukakrónur.Ekki nóg að það standi á blaði Nýja ríkisstjórnin segist ætla að hækka frítekjumarkið. Það er ekki nóg að það standi á blaði. Það verður að gerast strax. Það hljóta allir að sjá óréttlætið og þá verður að laga hlutina strax. Margir hafa í gegnum tíðina verið að byggja upp sinn lífeyrissjóð. Þetta var eins og að leggja peningana sína í banka til að nota síðar. Það er því ósanngjarnt að ríkið skuli skerða þessa eign þótt fólk vinni sér inn nokkrar aukakrónur. Eldri borgarar landsins eru um 40 þúsund og fer fjölgandi. Þetta er stór hópur sem á að standa saman og gera kröfur á sína sveitarstjórn, alþingismenn og ráðherra. Eldri borgarar hafa lagt grunninn að þessu góða þjóðfélagi sem við búum í. Það er ekki réttlátt að stór hópur eldri borgara þurfi að búa við kjör sem eru langt undir meðaltekjum launafólks. Eldri borgarar. Stöndum saman í baráttunni fyrir sómasamlegum launum til eldri borgara. Stöndum saman til að berjast fyrir að ríkisvaldið hætti að skerða atvinnutekjur eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin er að eldast. Heilsufar er betra almennt séð hjá eldri borgurum. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé eitt helsta vandamálið í huga sumra stjórnmálamanna. Þessi staðreynd eykur útgjöld ríkisins hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og kallar á frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila svo eitthvað sé nefnt. Þetta birtist mörgum eldri borgaranum þannig að þessi stóri hópur sé verulegt vandamál. Sé hreinlega baggi á þjóðfélaginu. Nú er það svo að margir eldri borgarar eru mjög virkir í þjóðfélaginu. Eru á fleygiferð alla daga við að aðstoða, t.d. að skutla barnabörnum í skólann, á íþróttaæfingar o.s.frv. Nú eða aðstoða á margan annan hátt. Þetta gleymist oft í umræðunni. Það myndi örugglega hiksta þjóðfélagið ef þessi stóri hópur sem eldri borgarar eru tæki sig saman og legði niður þessa vinnu. Ráðamenn þjóðarinnar þurfa aðeins að hugsa þessi mál þegar þeir eru að ákveða kjör eldri borgara. Framlag eldri borgara til þjóðarbúsins til aðstoðar hefur ekki verið reiknað til fjár. Sem betur fer er nú mikil uppbygging í þjóðfélaginu, sem kallar á vinnuafl. Stjórnmálamenn hafa hvatt til þess að eldri borgarar taki þátt í atvinnulífinu og taki að sér vinnu, t.d. í hlutastarfi. Allt er það gott og blessað. Ener það ekki ansi mikill tvískynningur að hvetja til atvinnuþátttöku, en hafa kerfið þannig að sáralítið sitji eftir í veski eldri borgarans. Frítekjumark er aðeins 25 þúsund á mánuði. Eftir það skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun. Það getur ekki verið glóra í því að eldri borgarar séu látnir greiða hátekjuskatt þótt þeir vinni sér inn nokkrar aukakrónur.Ekki nóg að það standi á blaði Nýja ríkisstjórnin segist ætla að hækka frítekjumarkið. Það er ekki nóg að það standi á blaði. Það verður að gerast strax. Það hljóta allir að sjá óréttlætið og þá verður að laga hlutina strax. Margir hafa í gegnum tíðina verið að byggja upp sinn lífeyrissjóð. Þetta var eins og að leggja peningana sína í banka til að nota síðar. Það er því ósanngjarnt að ríkið skuli skerða þessa eign þótt fólk vinni sér inn nokkrar aukakrónur. Eldri borgarar landsins eru um 40 þúsund og fer fjölgandi. Þetta er stór hópur sem á að standa saman og gera kröfur á sína sveitarstjórn, alþingismenn og ráðherra. Eldri borgarar hafa lagt grunninn að þessu góða þjóðfélagi sem við búum í. Það er ekki réttlátt að stór hópur eldri borgara þurfi að búa við kjör sem eru langt undir meðaltekjum launafólks. Eldri borgarar. Stöndum saman í baráttunni fyrir sómasamlegum launum til eldri borgara. Stöndum saman til að berjast fyrir að ríkisvaldið hætti að skerða atvinnutekjur eldri borgara.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun