Norðurlöndin – örugg höfn í ólgusjó Stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 23. mars 2017 07:00 Við lifum nú mikla breytingatíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heimsbyggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig. Öfgar og lýðskrum hafa víða fengið byr undir báða vængi og þeirri heimsskipan og framþróun sem við höfum búið við undanfarna áratugi er að mörgu leyti ógnað. Þetta á við um alþjóðlegt samstarf, alþjóðaviðskipti, forsendur lýðræðis, stöðu mannréttinda, varnarsamstarf o.fl. Bandaríki Trumps, Brexit, uppgangur fasismans í Evrópu og þróun mála í Rússlandi, Tyrklandi og víðar, sýnir glögglega að heimsmyndin getur auðveldlega breyst stórkostlega til hins verra á komandi árum. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja aðgerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Þvert á móti er afar mikilvægt að Norðurlöndin stórauki nú samstarf sitt og taki forystu í baráttu fyrir nýrri heimsskipan, þar sem félagslegt öryggi, jöfnuður, réttlæti og lýðréttindi eru í hávegum höfð. Norðurlöndin verða að standa þétt saman um þessi mikilvægu gildi, beita sér sameiginlega af alefli og leita bandamanna um heim allan sem vilja sjá sambærilega þróun á komandi tíð. Norðurlöndin eru þekkt víða um heim fyrir mikla velmegun, frjálslyndi, jafnrétti, lýðræðislega þátttöku, samstarf, öryggi og jöfnuð. Þessi mikilvægu gildi verðum við að verja af öllu afli, enda er víða að þeim sótt. Allt of víða er þróunin því miður í öfuga átt og við það verður ekki unað. Okkar norrænu velferðarsamfélög hafa sýnt og sannað hvers þau eru megnug og það er okkar hlutverk að verja þau og þróa áfram, en ekki láta brjóta þau niður. Sameinuð eru Norðurlöndin meðal tíu stærstu efnahagsstórvelda heimsins og þeirra fimm stærstu í Evrópu. Einnig í því ljósi geta Norðurlöndin kinnroðalaust krafist sætis við borðið þar sem framtíð Evrópu og heimsins er rædd og ákvarðanir teknar. Í okkar huga er það því forgangsmál að tryggja að Norðurlöndin vinni mun betur saman á alþjóðavettvangi, en hingað til. Að því munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vinna á komandi mánuðum og árum. Phia Andersson, formaður, Svíþjóð Henrik Dam Kristensen, Danmörku Maarit Feldt-Ranta, Finlandi Oddný G. Harðardóttir, Íslandi Sonja Mandt, Noregií stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum nú mikla breytingatíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heimsbyggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig. Öfgar og lýðskrum hafa víða fengið byr undir báða vængi og þeirri heimsskipan og framþróun sem við höfum búið við undanfarna áratugi er að mörgu leyti ógnað. Þetta á við um alþjóðlegt samstarf, alþjóðaviðskipti, forsendur lýðræðis, stöðu mannréttinda, varnarsamstarf o.fl. Bandaríki Trumps, Brexit, uppgangur fasismans í Evrópu og þróun mála í Rússlandi, Tyrklandi og víðar, sýnir glögglega að heimsmyndin getur auðveldlega breyst stórkostlega til hins verra á komandi árum. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja aðgerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Þvert á móti er afar mikilvægt að Norðurlöndin stórauki nú samstarf sitt og taki forystu í baráttu fyrir nýrri heimsskipan, þar sem félagslegt öryggi, jöfnuður, réttlæti og lýðréttindi eru í hávegum höfð. Norðurlöndin verða að standa þétt saman um þessi mikilvægu gildi, beita sér sameiginlega af alefli og leita bandamanna um heim allan sem vilja sjá sambærilega þróun á komandi tíð. Norðurlöndin eru þekkt víða um heim fyrir mikla velmegun, frjálslyndi, jafnrétti, lýðræðislega þátttöku, samstarf, öryggi og jöfnuð. Þessi mikilvægu gildi verðum við að verja af öllu afli, enda er víða að þeim sótt. Allt of víða er þróunin því miður í öfuga átt og við það verður ekki unað. Okkar norrænu velferðarsamfélög hafa sýnt og sannað hvers þau eru megnug og það er okkar hlutverk að verja þau og þróa áfram, en ekki láta brjóta þau niður. Sameinuð eru Norðurlöndin meðal tíu stærstu efnahagsstórvelda heimsins og þeirra fimm stærstu í Evrópu. Einnig í því ljósi geta Norðurlöndin kinnroðalaust krafist sætis við borðið þar sem framtíð Evrópu og heimsins er rædd og ákvarðanir teknar. Í okkar huga er það því forgangsmál að tryggja að Norðurlöndin vinni mun betur saman á alþjóðavettvangi, en hingað til. Að því munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vinna á komandi mánuðum og árum. Phia Andersson, formaður, Svíþjóð Henrik Dam Kristensen, Danmörku Maarit Feldt-Ranta, Finlandi Oddný G. Harðardóttir, Íslandi Sonja Mandt, Noregií stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun