Vill einhver ráða 59 ára gamlan mann? Nanna Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2017 07:00 „Vill einhver elska 49 ára gamlan mann?“ sungu Þursarnir um árið. Ég er nú ekki alveg klár á hvernig það mál fór en ég á eiginmann sem er 59 ára, í þokkalegasta formi þrátt fyrir smátjón fyrir þremur árum, en missti vinnuna fyrir hálfu ári. Síðan í október er hann búinn að sækja um vel yfir 50 störf, við fæstum umsóknanna koma svör (sem er atriði út af fyrir sig) og hann hefur farið í 3 atvinnuviðtöl. Af hverju eru þau ekki fleiri? Það er góð spurning en fátt verður um svör. Margir sem til okkar þekkja skilja bara hreint ekkert í þessum vandræðagangi, af hverju hann fái ekki vinnu? Maður með reynslu? Reynsla hans úr atvinnulífinu er hins vegar mjög sértæk og eingöngu úr tæknigeiranum, árum saman í hljóðupptökum og hefur hann til þessa unnið störf sem oftar en ekki krefjast mjög mikillar líkamlegrar áreynslu en eftir tvö hjartaáföll árið 2014 var honum ráðlagt að halda sig frá slíku. Annað er að hann langar til að söðla um og fara helst í einhvers konar skrifstofustarf en reynsluna skortir. Þriðja atriðið er náttúrulega að kennitalan hans er stórlega gölluð, því hann er fæddur árið 1958. Hann hefur sem sagt þetta þrennt á móti sér; hann er lítillega tjónaður líkamlega, hann hefur mjög sértæka starfsreynslu og í farteskinu er stórgölluð kennitala. Vinkona okkar stakk reyndar upp á að hann sneri henni við og væri bara fæddur 1985. En á þetta þrennt að verða til þess að hann sé stimplaður út úr þjóðfélaginu og ekki boðið annað en atvinnuleysisbætur? Sem eru þar að auki náttúrulega slík smánarhörmung að það ætti ekki að nefna tölurnar nema bak við luktar dyr og í hálfum hljóðum. Eða kannski einmitt að tala um þær hátt og á torgum? Hvort ætli sé líklegra til árangurs? Einhvern veginn virðist það viðhorf mjög undarlega algengt að eftir fimmtugt sé fólk þegar komið á „seinasta þriðjunginn“ en því fer svo fjarri. Og þótt fólk stríði við skerta heilsu á einu sviði, þýðir það ekki að það geti ekki beitt sér í öðru. Svo er það líka sérkennileg lenska (er það kannski ís-lenska?) að gera því skóna að fólk yfir fimmtugu geti ekkert lært því ég held reyndar einmitt að með hækkandi aldri aukist þolinmæði, víðsýni og oft jafnvel úthald til að strögla í gegnum það sem yngra eintak af manni sjálfum hefði kannski hent út í horn í frekjukasti og sagt: Ég er hættur þessu! Ég get aldrei lært þetta! Mér verður oft hugsað til þess í þessu samhengi að 17 ára vann ég við síldarfrystingu á færibandi í frystihúsi úti á landi. Böndin voru tvö og hópabónus greiddur. Eðlilega skapaðist samkeppni milli hópanna og ég var eini nýliðinn, ekkert sérstaklega fljót í fyrstu og kona nokkur í hópnum mínum vildi losna við mig því ég væri sein og drægi niður bónusinn. Verkstjórinn tók það ekki í mál og við elduðum grátt silfur fyrstu vikurnar, hún stjakaði við mér við bandið, hengdi svuntuna sína yfir mína inni í klefa og þar fram eftir götunum. Smám saman lærði ég handtökin betur, hraðinn jókst og þótt ég hafi aldrei orðið alveg jafn fljót og Magga – sem var nota bene búin að vinna við síldarfrystingu í 15-16 ár - náði ég henni næstum því. Sem sannar að mínu viti að flestir geta lært flest ef þeim er kennt það. Ég veit heldur ekki um neinn sem hefur fæðst fullskapaður til ákveðins starfa, hversu gamall eða ungur sem viðkomandi er og öllum ætti að veitast leyfi til að söðla um og endurhæfa sig til nýrra starfa. Verklag Vinnumálastofnunar í einmitt því efni er síðan efni í annan pistil. Þegar ég kom út á vinnumarkaðinn í alvöru, rúmlega tvítug, hafði ég aldrei unnið þau skrifstofustörf sem ég fór að vinna, en ég lærði þau – kannski voru áherslurnar öðruvísi þá, því sjaldnar var krafist starfsreynslu og ekki ætlast til að fólk hefði fæðst með ritvél í kjöltunni (ég er svona gömul, sko) og reiknivél undir hendinni (löngu fyrir tíma ritvinnslu, Excel og netvæðingar). Engu að síður hef ég nú slampast í gegnum ýmislegt og bara gengið þokkalega, enda ekki heimskari en gengur og gerist. Það er maðurinn minn ekki heldur. Aftur spyr ég, vill einhver ráða 59 ára gamlan mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Vill einhver elska 49 ára gamlan mann?“ sungu Þursarnir um árið. Ég er nú ekki alveg klár á hvernig það mál fór en ég á eiginmann sem er 59 ára, í þokkalegasta formi þrátt fyrir smátjón fyrir þremur árum, en missti vinnuna fyrir hálfu ári. Síðan í október er hann búinn að sækja um vel yfir 50 störf, við fæstum umsóknanna koma svör (sem er atriði út af fyrir sig) og hann hefur farið í 3 atvinnuviðtöl. Af hverju eru þau ekki fleiri? Það er góð spurning en fátt verður um svör. Margir sem til okkar þekkja skilja bara hreint ekkert í þessum vandræðagangi, af hverju hann fái ekki vinnu? Maður með reynslu? Reynsla hans úr atvinnulífinu er hins vegar mjög sértæk og eingöngu úr tæknigeiranum, árum saman í hljóðupptökum og hefur hann til þessa unnið störf sem oftar en ekki krefjast mjög mikillar líkamlegrar áreynslu en eftir tvö hjartaáföll árið 2014 var honum ráðlagt að halda sig frá slíku. Annað er að hann langar til að söðla um og fara helst í einhvers konar skrifstofustarf en reynsluna skortir. Þriðja atriðið er náttúrulega að kennitalan hans er stórlega gölluð, því hann er fæddur árið 1958. Hann hefur sem sagt þetta þrennt á móti sér; hann er lítillega tjónaður líkamlega, hann hefur mjög sértæka starfsreynslu og í farteskinu er stórgölluð kennitala. Vinkona okkar stakk reyndar upp á að hann sneri henni við og væri bara fæddur 1985. En á þetta þrennt að verða til þess að hann sé stimplaður út úr þjóðfélaginu og ekki boðið annað en atvinnuleysisbætur? Sem eru þar að auki náttúrulega slík smánarhörmung að það ætti ekki að nefna tölurnar nema bak við luktar dyr og í hálfum hljóðum. Eða kannski einmitt að tala um þær hátt og á torgum? Hvort ætli sé líklegra til árangurs? Einhvern veginn virðist það viðhorf mjög undarlega algengt að eftir fimmtugt sé fólk þegar komið á „seinasta þriðjunginn“ en því fer svo fjarri. Og þótt fólk stríði við skerta heilsu á einu sviði, þýðir það ekki að það geti ekki beitt sér í öðru. Svo er það líka sérkennileg lenska (er það kannski ís-lenska?) að gera því skóna að fólk yfir fimmtugu geti ekkert lært því ég held reyndar einmitt að með hækkandi aldri aukist þolinmæði, víðsýni og oft jafnvel úthald til að strögla í gegnum það sem yngra eintak af manni sjálfum hefði kannski hent út í horn í frekjukasti og sagt: Ég er hættur þessu! Ég get aldrei lært þetta! Mér verður oft hugsað til þess í þessu samhengi að 17 ára vann ég við síldarfrystingu á færibandi í frystihúsi úti á landi. Böndin voru tvö og hópabónus greiddur. Eðlilega skapaðist samkeppni milli hópanna og ég var eini nýliðinn, ekkert sérstaklega fljót í fyrstu og kona nokkur í hópnum mínum vildi losna við mig því ég væri sein og drægi niður bónusinn. Verkstjórinn tók það ekki í mál og við elduðum grátt silfur fyrstu vikurnar, hún stjakaði við mér við bandið, hengdi svuntuna sína yfir mína inni í klefa og þar fram eftir götunum. Smám saman lærði ég handtökin betur, hraðinn jókst og þótt ég hafi aldrei orðið alveg jafn fljót og Magga – sem var nota bene búin að vinna við síldarfrystingu í 15-16 ár - náði ég henni næstum því. Sem sannar að mínu viti að flestir geta lært flest ef þeim er kennt það. Ég veit heldur ekki um neinn sem hefur fæðst fullskapaður til ákveðins starfa, hversu gamall eða ungur sem viðkomandi er og öllum ætti að veitast leyfi til að söðla um og endurhæfa sig til nýrra starfa. Verklag Vinnumálastofnunar í einmitt því efni er síðan efni í annan pistil. Þegar ég kom út á vinnumarkaðinn í alvöru, rúmlega tvítug, hafði ég aldrei unnið þau skrifstofustörf sem ég fór að vinna, en ég lærði þau – kannski voru áherslurnar öðruvísi þá, því sjaldnar var krafist starfsreynslu og ekki ætlast til að fólk hefði fæðst með ritvél í kjöltunni (ég er svona gömul, sko) og reiknivél undir hendinni (löngu fyrir tíma ritvinnslu, Excel og netvæðingar). Engu að síður hef ég nú slampast í gegnum ýmislegt og bara gengið þokkalega, enda ekki heimskari en gengur og gerist. Það er maðurinn minn ekki heldur. Aftur spyr ég, vill einhver ráða 59 ára gamlan mann?
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun