Kolólöglegt tómstundagaman Ásmundur Guðjónsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 10. mars 2017 14:42 Margir Íslendingar kannast við afa sem otar ávallt að manni aðeins of sætri flösku af campari eða hvítvíni sem fær tunguna til að límast upp við góm. Aðrir eiga kannski bjórsnobbara-vini sem eru að prufa sig áfram með nýjum amerískum ofurhumlum og vilja sífellt ræða við mann um kanilkeiminn sem þeim hefur tekist að ná fram í bjórnum. Þetta fólk getur verið til ama, en okkur þykir líka vænt um þau og viljum ekki sjá þau fara í fangelsi fyrir tómstundagaman sitt. Enda er lögum um heimabrugg lítt framfylgt, mörg heimabruggsfélög starfa fyrir opnum tjöldum, fólk spyr ráða á facebook, og sumir þeir ævintýralegustu fara síðar út í atvinnumennsku og stofna eigin brugghús. Okkur fannst merkilegt að hugsa til þess um daginn þegar bjórinn varð 28 ára í sögu Íslands (annars staðar er hann um nokkur þúsund ára), að heimabruggun er ennþá ólögleg. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu ófrjálslynt Ísland er í samanburði við nágrannalönd, jafnvel þau ríki sem við kennum helst við forræðishyggju. Noregur og Svíþjóð t.d. hafa ekki sex ára fangelsisvistunarákvæði við heimabruggi. Við erum einstök hvað það varðar. Á þessu stigi málsins hefur umræða um áfengismál skyggt á nærri allt annað í umræðunni. Í stað þess að ræða blekkingar og lygar háttsettra ráðherra, húsnæðisskortinn eða óstöðugt fjármálaumhverfi Íslands, erum við að deila um áfengi. Nú þegar hefur umræðan um áfengisfrumvarpið fengið helminginn af þeim ræðutíma sem fór í síðustu fjárlög. Við ætlum því ekki að sóa tíma ykkar í rök með og á móti, en benda þennan eina hlut sem við ættum öll að geta verið sammála um. Lögin um heimabrugg eru úrelt og skaðleg, því jafnvel þó þeim sé ekki framfylgt skilgreina þau ótal Íslendinga sem glæpamenn, og ala þannig á vanvirðingu við lögin. Á síðasta þingi lagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata fram frumvarp til að breyta þessu. Með sér hafði hann meðflutningsmenn úr öllum flokkum nema VG. Það er synd að mál lifi ekki milli þinga, ef svo væri gæti Alþingi komið saman í dag og með einni atkvæðagreiðslu gert heimabrugg löglegt, eins og langflestir Íslendingar telja það eiga að vera. Með þeirri atkvæðagreiðslu yrði Ísland örlítið frjálslegra og væri með talsvert skynsamari og heilbrigðari afstöðu til áfengis. En ein breytingatillaga á því frumvarpi um áfengislög sem er verið að ræða inn á þingi núna þar sem refsing við heimabruggi er felld úr refsilögum væri til dæmis ein leið til að klára málið. Bönn virka illa, og þegar ekki einu sinni er hægt að framfylgja þeim nema með gríðarlegum persónunjósnum inn á hverju einasta heimili landsins, þá virka þau alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar kannast við afa sem otar ávallt að manni aðeins of sætri flösku af campari eða hvítvíni sem fær tunguna til að límast upp við góm. Aðrir eiga kannski bjórsnobbara-vini sem eru að prufa sig áfram með nýjum amerískum ofurhumlum og vilja sífellt ræða við mann um kanilkeiminn sem þeim hefur tekist að ná fram í bjórnum. Þetta fólk getur verið til ama, en okkur þykir líka vænt um þau og viljum ekki sjá þau fara í fangelsi fyrir tómstundagaman sitt. Enda er lögum um heimabrugg lítt framfylgt, mörg heimabruggsfélög starfa fyrir opnum tjöldum, fólk spyr ráða á facebook, og sumir þeir ævintýralegustu fara síðar út í atvinnumennsku og stofna eigin brugghús. Okkur fannst merkilegt að hugsa til þess um daginn þegar bjórinn varð 28 ára í sögu Íslands (annars staðar er hann um nokkur þúsund ára), að heimabruggun er ennþá ólögleg. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu ófrjálslynt Ísland er í samanburði við nágrannalönd, jafnvel þau ríki sem við kennum helst við forræðishyggju. Noregur og Svíþjóð t.d. hafa ekki sex ára fangelsisvistunarákvæði við heimabruggi. Við erum einstök hvað það varðar. Á þessu stigi málsins hefur umræða um áfengismál skyggt á nærri allt annað í umræðunni. Í stað þess að ræða blekkingar og lygar háttsettra ráðherra, húsnæðisskortinn eða óstöðugt fjármálaumhverfi Íslands, erum við að deila um áfengi. Nú þegar hefur umræðan um áfengisfrumvarpið fengið helminginn af þeim ræðutíma sem fór í síðustu fjárlög. Við ætlum því ekki að sóa tíma ykkar í rök með og á móti, en benda þennan eina hlut sem við ættum öll að geta verið sammála um. Lögin um heimabrugg eru úrelt og skaðleg, því jafnvel þó þeim sé ekki framfylgt skilgreina þau ótal Íslendinga sem glæpamenn, og ala þannig á vanvirðingu við lögin. Á síðasta þingi lagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata fram frumvarp til að breyta þessu. Með sér hafði hann meðflutningsmenn úr öllum flokkum nema VG. Það er synd að mál lifi ekki milli þinga, ef svo væri gæti Alþingi komið saman í dag og með einni atkvæðagreiðslu gert heimabrugg löglegt, eins og langflestir Íslendingar telja það eiga að vera. Með þeirri atkvæðagreiðslu yrði Ísland örlítið frjálslegra og væri með talsvert skynsamari og heilbrigðari afstöðu til áfengis. En ein breytingatillaga á því frumvarpi um áfengislög sem er verið að ræða inn á þingi núna þar sem refsing við heimabruggi er felld úr refsilögum væri til dæmis ein leið til að klára málið. Bönn virka illa, og þegar ekki einu sinni er hægt að framfylgja þeim nema með gríðarlegum persónunjósnum inn á hverju einasta heimili landsins, þá virka þau alls ekki.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar