Kolólöglegt tómstundagaman Ásmundur Guðjónsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 10. mars 2017 14:42 Margir Íslendingar kannast við afa sem otar ávallt að manni aðeins of sætri flösku af campari eða hvítvíni sem fær tunguna til að límast upp við góm. Aðrir eiga kannski bjórsnobbara-vini sem eru að prufa sig áfram með nýjum amerískum ofurhumlum og vilja sífellt ræða við mann um kanilkeiminn sem þeim hefur tekist að ná fram í bjórnum. Þetta fólk getur verið til ama, en okkur þykir líka vænt um þau og viljum ekki sjá þau fara í fangelsi fyrir tómstundagaman sitt. Enda er lögum um heimabrugg lítt framfylgt, mörg heimabruggsfélög starfa fyrir opnum tjöldum, fólk spyr ráða á facebook, og sumir þeir ævintýralegustu fara síðar út í atvinnumennsku og stofna eigin brugghús. Okkur fannst merkilegt að hugsa til þess um daginn þegar bjórinn varð 28 ára í sögu Íslands (annars staðar er hann um nokkur þúsund ára), að heimabruggun er ennþá ólögleg. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu ófrjálslynt Ísland er í samanburði við nágrannalönd, jafnvel þau ríki sem við kennum helst við forræðishyggju. Noregur og Svíþjóð t.d. hafa ekki sex ára fangelsisvistunarákvæði við heimabruggi. Við erum einstök hvað það varðar. Á þessu stigi málsins hefur umræða um áfengismál skyggt á nærri allt annað í umræðunni. Í stað þess að ræða blekkingar og lygar háttsettra ráðherra, húsnæðisskortinn eða óstöðugt fjármálaumhverfi Íslands, erum við að deila um áfengi. Nú þegar hefur umræðan um áfengisfrumvarpið fengið helminginn af þeim ræðutíma sem fór í síðustu fjárlög. Við ætlum því ekki að sóa tíma ykkar í rök með og á móti, en benda þennan eina hlut sem við ættum öll að geta verið sammála um. Lögin um heimabrugg eru úrelt og skaðleg, því jafnvel þó þeim sé ekki framfylgt skilgreina þau ótal Íslendinga sem glæpamenn, og ala þannig á vanvirðingu við lögin. Á síðasta þingi lagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata fram frumvarp til að breyta þessu. Með sér hafði hann meðflutningsmenn úr öllum flokkum nema VG. Það er synd að mál lifi ekki milli þinga, ef svo væri gæti Alþingi komið saman í dag og með einni atkvæðagreiðslu gert heimabrugg löglegt, eins og langflestir Íslendingar telja það eiga að vera. Með þeirri atkvæðagreiðslu yrði Ísland örlítið frjálslegra og væri með talsvert skynsamari og heilbrigðari afstöðu til áfengis. En ein breytingatillaga á því frumvarpi um áfengislög sem er verið að ræða inn á þingi núna þar sem refsing við heimabruggi er felld úr refsilögum væri til dæmis ein leið til að klára málið. Bönn virka illa, og þegar ekki einu sinni er hægt að framfylgja þeim nema með gríðarlegum persónunjósnum inn á hverju einasta heimili landsins, þá virka þau alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar kannast við afa sem otar ávallt að manni aðeins of sætri flösku af campari eða hvítvíni sem fær tunguna til að límast upp við góm. Aðrir eiga kannski bjórsnobbara-vini sem eru að prufa sig áfram með nýjum amerískum ofurhumlum og vilja sífellt ræða við mann um kanilkeiminn sem þeim hefur tekist að ná fram í bjórnum. Þetta fólk getur verið til ama, en okkur þykir líka vænt um þau og viljum ekki sjá þau fara í fangelsi fyrir tómstundagaman sitt. Enda er lögum um heimabrugg lítt framfylgt, mörg heimabruggsfélög starfa fyrir opnum tjöldum, fólk spyr ráða á facebook, og sumir þeir ævintýralegustu fara síðar út í atvinnumennsku og stofna eigin brugghús. Okkur fannst merkilegt að hugsa til þess um daginn þegar bjórinn varð 28 ára í sögu Íslands (annars staðar er hann um nokkur þúsund ára), að heimabruggun er ennþá ólögleg. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu ófrjálslynt Ísland er í samanburði við nágrannalönd, jafnvel þau ríki sem við kennum helst við forræðishyggju. Noregur og Svíþjóð t.d. hafa ekki sex ára fangelsisvistunarákvæði við heimabruggi. Við erum einstök hvað það varðar. Á þessu stigi málsins hefur umræða um áfengismál skyggt á nærri allt annað í umræðunni. Í stað þess að ræða blekkingar og lygar háttsettra ráðherra, húsnæðisskortinn eða óstöðugt fjármálaumhverfi Íslands, erum við að deila um áfengi. Nú þegar hefur umræðan um áfengisfrumvarpið fengið helminginn af þeim ræðutíma sem fór í síðustu fjárlög. Við ætlum því ekki að sóa tíma ykkar í rök með og á móti, en benda þennan eina hlut sem við ættum öll að geta verið sammála um. Lögin um heimabrugg eru úrelt og skaðleg, því jafnvel þó þeim sé ekki framfylgt skilgreina þau ótal Íslendinga sem glæpamenn, og ala þannig á vanvirðingu við lögin. Á síðasta þingi lagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata fram frumvarp til að breyta þessu. Með sér hafði hann meðflutningsmenn úr öllum flokkum nema VG. Það er synd að mál lifi ekki milli þinga, ef svo væri gæti Alþingi komið saman í dag og með einni atkvæðagreiðslu gert heimabrugg löglegt, eins og langflestir Íslendingar telja það eiga að vera. Með þeirri atkvæðagreiðslu yrði Ísland örlítið frjálslegra og væri með talsvert skynsamari og heilbrigðari afstöðu til áfengis. En ein breytingatillaga á því frumvarpi um áfengislög sem er verið að ræða inn á þingi núna þar sem refsing við heimabruggi er felld úr refsilögum væri til dæmis ein leið til að klára málið. Bönn virka illa, og þegar ekki einu sinni er hægt að framfylgja þeim nema með gríðarlegum persónunjósnum inn á hverju einasta heimili landsins, þá virka þau alls ekki.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun