Tesla Model 3 tilbúinn til fjöldaframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 15:39 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent