Tesla Model 3 tilbúinn til fjöldaframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 15:39 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent