Ríkisstjórnin styður „fjölbreytt rekstrarform“ og „valfrelsi“ í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að hljóma spennandi. Hver getur svo sem verið á móti fjölbreytni og valfrelsi fólks? En hvað þýða þessir frasar í raun og veru? Þeir þýða að stjórnvöld hér á landi ætli að stefna í stórauknum mæli að einkarekstri og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar.
Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Landlæknis til að framkvæma stærri aðgerðir sem krefjast innlagnar í kjölfarið. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi sem fær leyfi til að reka legudeild. Fjölmargar rannsóknir sýna hins vegar að opinber rekstur heilbrigðisþjónustu er besta leiðin til að tryggja öllum aðgang að þjónustunni óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Stjórnvöld halda því áfram þeirri vegferð að búa til tvöfalt kerfi þar sem sumir geta borgað sig fram fyrir röðina og fengið að velja „gullpakkann“ meðan aðrir þurfa að bíða með tilheyrandi þjáningum og samfélagslegum kostnaði. Það er skrýtin forgangsröðun að nota skattfé almennings í arðgreiðslur til gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Hægt væri að forgangsraða þessu sama fé í heilbrigðiskerfið sjálft öllum til hagsbóta, líka þeim fátæku.
Forsvarsmaður Klíníkurinnar ber því við í sjónvarpsviðtali að langir biðlistar séu vandamál og hefur Klíníkin boðist til að leysa biðlistavandann með því að óska eftir þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands til að greiða niður aðgerðirnar. Þetta er þekkt tækni einkavæðingarinnar: fjársvelta, ganga úr skugga um að hlutirnir virki ekki svo neyðarástand skapist og hlutirnir eru í kjölfarið leystir með því að fela þá einkaaðilum. Ég hvet heilbrigðisráðherra, Óttar Proppé, til að vinna frekar á biðlistum með því að auka fé til opinbera heilbrigðiskerfisins í stað þess að eyða skattfé almennings í samninga við einkaaðila í gróðastarfsemi. Ég vil að lokum hvetja ráðherra til að leggjast gegn arðgreiðslum úr heilbrigðisþjónustunni. Þar er um að ræða stórt réttlætismál sem varðar okkur öll. Við eigum nefnilega öll heilbrigðiskerfið okkar, að minnsta kosti enn sem komið er.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Gullpakkinn: ekki fyrir þig!
Skoðun

Hluti af vandanum eða hluti af lausninni?
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Stanley
Þorsteinn Másson skrifar

R-listinn er málið
Gunnar Smári Egilsson skrifar

100 þúsund kjósendur sátu heima um helgina
Svavar Halldórsson skrifar

Skrifstofan er barn síns tíma
Tómas Ragnarz skrifar

Er hætta á gróðureldum á Íslandi?
Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Heimurinn er okkar, ný menntastefna Mosfellsbæjar
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar

Kjósið úr sófanum
Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar

Þolendur ofbeldis gerðir að skotmarki í dómsal
Sigrún Sif Jóelsdóttir,Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar

Sóknarfæri í íslenskri hönnun
Birna Bragadóttir skrifar

How to Kill an Ecosystem in 10 Steps or Less
Andrés Ingi Jónsson skrifar

Svínað á neytendum
Ólafur Stephensen skrifar

Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur
Matthías Arngrímsson skrifar

15.000kr á fermetra – Sjálftaka fasteignasala
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Kveðja og hvatning frá leigjendum
Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar