Benedikt: Vitum vel að verkefnið verður ekki stærra en þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2017 06:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, bætir sitt eigið met í kvöld. Vísir/Eyþór Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla, vorboðinn ljúfi, hefst í kvöld. Þá taka deildarmeistarar KR á móti liðinu sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar, Þór frá Akureyri. Eins og eðlilegt er reikna flestir hlutlausir með sigri KR í rimmunni, enda Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára og nýkrýndir bikarmeistarar. Þórsarar eru nýliðar í deildinni en hafa samt þaulreyndan þjálfara, Benedikt Guðmundsson, og búa að því að hafa skellt KR-ingum á heimavelli í febrúar með átján stiga mun. Benedikt þekkir úrslitakeppnina betur en flestir aðrir en hann er fyrsti þjálfarinn í sögu hennar sem afrekar að stýra fimm mismunandi liðum í henni. Benedikt, sem er raunar uppalinn KR-ingur, hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Hann hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákshöfn í úrslitakeppninni.Einföld formúla Aðspurður segir hann að formúlan fyrir því að vinna KR-inga þrisvar í rimmunni, sem er það sem þarf til, sé einföld. „Við vinnum þá tvisvar á heimavelli og stelum svo einum á útivelli,“ sagði hann í samtali við íþróttadeild. „Við vitum vel að verkefnið verður ekki stærra en þetta. Við þurfum að eiga algjöra toppleiki til að vinna. Strákarnir hafa sýnt að við getum spilað það að vel að við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni.“ KR-ingar hafa, þrátt fyrir að hafa verið verið í toppbaráttu í allan vetur og orðið að lokum deildarmeistarar, lent í basli með mörg lið og þótt jafnvel spila undir getu. Benedikt ítrekar þó að hæfileikarnir í liði KR séu öllum augljósir.Allir þekkja styrk KR „Hvort þeir hafa verið að bíða eftir úrslitakeppninni skal ég ekki segja. En það vita allir að þeir eiga meira inni. Hugsanlega er það að koma hjá þeim núna,“ sagði Benedikt sem bendir á að KR hafi á löngum köflum í vetur verið án lykilmanna. „Þrátt fyrir það og að liðið hafi verið að spila af 60-70 prósenta getu þá er KR samt með besta liðið. Það eru ekki góðar fréttir fyrir hin liðin. En við ætlum samt að taka þá.“ Leikur KR og Þórs Akureyri hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hinar þrjár rimmurnar í 8-liða úrslitunum hefjast á morgun. Hægt er að kaupa miða á netinu á leik kvöldsins hér.Benedikt Guðmundsson gerði KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009.Vísir/VilhelmBenedikt bætir sitt eigið met í kvöld Benedikt Guðmundsson verður í kvöld fyrsti þjálfarinn sem nær að stýra fimm félögum í úrslitakeppni karla í körfubolta. Benedikt hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Benedikt mætir þá með lærisveina sína í Þór Akureyri í leik á móti Íslandsmeisturum KR en Benedikt hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákhöfn í úrslitakeppninni.Fyrstur til að stýra tveimur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Keflavík 1987 (Njarðvík)Fyrstur til að stýra þremur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Grindavík 1991 (Njarðvík, Keflavík)Fyrstur til að stýra fjórum liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Þorl. 2012 (KR, Grindavík, Fjölnir)Fyrstur til að stýra fimm liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Ak. 2017 (KR, Grindavík, Fjölnir, Þór Þorl.) Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla, vorboðinn ljúfi, hefst í kvöld. Þá taka deildarmeistarar KR á móti liðinu sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar, Þór frá Akureyri. Eins og eðlilegt er reikna flestir hlutlausir með sigri KR í rimmunni, enda Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára og nýkrýndir bikarmeistarar. Þórsarar eru nýliðar í deildinni en hafa samt þaulreyndan þjálfara, Benedikt Guðmundsson, og búa að því að hafa skellt KR-ingum á heimavelli í febrúar með átján stiga mun. Benedikt þekkir úrslitakeppnina betur en flestir aðrir en hann er fyrsti þjálfarinn í sögu hennar sem afrekar að stýra fimm mismunandi liðum í henni. Benedikt, sem er raunar uppalinn KR-ingur, hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Hann hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákshöfn í úrslitakeppninni.Einföld formúla Aðspurður segir hann að formúlan fyrir því að vinna KR-inga þrisvar í rimmunni, sem er það sem þarf til, sé einföld. „Við vinnum þá tvisvar á heimavelli og stelum svo einum á útivelli,“ sagði hann í samtali við íþróttadeild. „Við vitum vel að verkefnið verður ekki stærra en þetta. Við þurfum að eiga algjöra toppleiki til að vinna. Strákarnir hafa sýnt að við getum spilað það að vel að við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni.“ KR-ingar hafa, þrátt fyrir að hafa verið verið í toppbaráttu í allan vetur og orðið að lokum deildarmeistarar, lent í basli með mörg lið og þótt jafnvel spila undir getu. Benedikt ítrekar þó að hæfileikarnir í liði KR séu öllum augljósir.Allir þekkja styrk KR „Hvort þeir hafa verið að bíða eftir úrslitakeppninni skal ég ekki segja. En það vita allir að þeir eiga meira inni. Hugsanlega er það að koma hjá þeim núna,“ sagði Benedikt sem bendir á að KR hafi á löngum köflum í vetur verið án lykilmanna. „Þrátt fyrir það og að liðið hafi verið að spila af 60-70 prósenta getu þá er KR samt með besta liðið. Það eru ekki góðar fréttir fyrir hin liðin. En við ætlum samt að taka þá.“ Leikur KR og Þórs Akureyri hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hinar þrjár rimmurnar í 8-liða úrslitunum hefjast á morgun. Hægt er að kaupa miða á netinu á leik kvöldsins hér.Benedikt Guðmundsson gerði KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009.Vísir/VilhelmBenedikt bætir sitt eigið met í kvöld Benedikt Guðmundsson verður í kvöld fyrsti þjálfarinn sem nær að stýra fimm félögum í úrslitakeppni karla í körfubolta. Benedikt hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Benedikt mætir þá með lærisveina sína í Þór Akureyri í leik á móti Íslandsmeisturum KR en Benedikt hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákhöfn í úrslitakeppninni.Fyrstur til að stýra tveimur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Keflavík 1987 (Njarðvík)Fyrstur til að stýra þremur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Grindavík 1991 (Njarðvík, Keflavík)Fyrstur til að stýra fjórum liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Þorl. 2012 (KR, Grindavík, Fjölnir)Fyrstur til að stýra fimm liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Ak. 2017 (KR, Grindavík, Fjölnir, Þór Þorl.)
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira