Þegar Volkswagen varð verðmætasta félag í heimi Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. mars 2017 15:00 Hvernig gat það gerst að Volkswagen stakk mun stærri fyrirtæki af og varð, í nokkrar mínútur, verðmætasta skráða hlutafélag heims? Í lok október 2008 ríkti mikil óvissa í alþjóðlegum kauphöllum. Fjárfestar töpuðu flestir miklu og vegna almennra verðlækkana á mörkuðum reyndist skortsala mörgum vel. Þeir sem skortseldu hlutabréf í Volkswagen eru þó áberandi undantekning en þeir hrundu óafvitandi af stað atburðarás sem verður að teljast lyginni líkust.Skortsalar fóru á flug Skortsala er samkomulag tveggja aðila þar sem fjárfestir lánar öðrum verðbréf sín gegn gjaldi. Viðtakandinn selur bréfin á markaði og treystir að verð þeirra hafi lækkað þegar hann þarf að kaupa bréfin að nýju og komið er að því að skila þeim. Fjölmargir stórir fjárfestar töldu hlutabréf Volkswagen allt of dýr og sáu tækifæri til skortsölu. Einn stærsti hluthafi félagsins, Porsche, hóf þá að bæta við stöðu sína og kaupa bréf í stórum stíl. Þegar tilkynnt var að eign Porsche væri orðin 74% alls hlutafjár fengu skortsalarnir fyrir hjartað. Þar sem önnur 20% voru í eigu hins opinbera var ljóst að afar lítið framboð var á hlutabréfum og erfitt gæti reynst að kaupa bréf til baka og skila. Barist var um þessi fáu bréf sem eftir voru og verð þeirra fór á fleygiferð. Á örfáum dögum fimmfaldaðist verð Volkswagen og í nokkrar mínútur 28. október 2008 varð markaðsverðmætið meira en Exxon Mobil og Volkswagen þar með verðmætasta félag heims, í boði skortsalanna og óvæntra viðskipta Porsche.Sprakk í andlit fjárfesta Að sjálfsögðu entist þetta ekki og fljótlega var verðið aftur orðið eðlilegt eða því sem næst. Skortsalarnir töpuðu heilmiklu á þessu heimsmeti og lýsti talsmaður vogunarsjóðs viðskiptunum sem áhættulítilli fjárfestingu sem breyttist í kjarnorkusprengju og sprakk í andlit þeirra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki er snertir afleiðuviðskipti frá 2008, meðal annars til að lágmarka líkurnar á að slíkir atburðir geti endurtekið sig. Hluthafar og skortsalar Volkswagen geta því andað örlítið léttar, nema auðvitað að einhver sé að segja ósatt um mengun dísilvéla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig gat það gerst að Volkswagen stakk mun stærri fyrirtæki af og varð, í nokkrar mínútur, verðmætasta skráða hlutafélag heims? Í lok október 2008 ríkti mikil óvissa í alþjóðlegum kauphöllum. Fjárfestar töpuðu flestir miklu og vegna almennra verðlækkana á mörkuðum reyndist skortsala mörgum vel. Þeir sem skortseldu hlutabréf í Volkswagen eru þó áberandi undantekning en þeir hrundu óafvitandi af stað atburðarás sem verður að teljast lyginni líkust.Skortsalar fóru á flug Skortsala er samkomulag tveggja aðila þar sem fjárfestir lánar öðrum verðbréf sín gegn gjaldi. Viðtakandinn selur bréfin á markaði og treystir að verð þeirra hafi lækkað þegar hann þarf að kaupa bréfin að nýju og komið er að því að skila þeim. Fjölmargir stórir fjárfestar töldu hlutabréf Volkswagen allt of dýr og sáu tækifæri til skortsölu. Einn stærsti hluthafi félagsins, Porsche, hóf þá að bæta við stöðu sína og kaupa bréf í stórum stíl. Þegar tilkynnt var að eign Porsche væri orðin 74% alls hlutafjár fengu skortsalarnir fyrir hjartað. Þar sem önnur 20% voru í eigu hins opinbera var ljóst að afar lítið framboð var á hlutabréfum og erfitt gæti reynst að kaupa bréf til baka og skila. Barist var um þessi fáu bréf sem eftir voru og verð þeirra fór á fleygiferð. Á örfáum dögum fimmfaldaðist verð Volkswagen og í nokkrar mínútur 28. október 2008 varð markaðsverðmætið meira en Exxon Mobil og Volkswagen þar með verðmætasta félag heims, í boði skortsalanna og óvæntra viðskipta Porsche.Sprakk í andlit fjárfesta Að sjálfsögðu entist þetta ekki og fljótlega var verðið aftur orðið eðlilegt eða því sem næst. Skortsalarnir töpuðu heilmiklu á þessu heimsmeti og lýsti talsmaður vogunarsjóðs viðskiptunum sem áhættulítilli fjárfestingu sem breyttist í kjarnorkusprengju og sprakk í andlit þeirra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki er snertir afleiðuviðskipti frá 2008, meðal annars til að lágmarka líkurnar á að slíkir atburðir geti endurtekið sig. Hluthafar og skortsalar Volkswagen geta því andað örlítið léttar, nema auðvitað að einhver sé að segja ósatt um mengun dísilvéla.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun