Vonbrigði með ákvörðun peningastefnunefndar Framkvæmdastjórar SA, SI, SAF og SFS og SVÞ skrifa 16. mars 2017 07:00 Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð. Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjast áfram. Vitnisburður um það er innreið erlendra fjárfesta á innlendan hlutabréfamarkað. Hagvöxtur er mikill og viðskiptaafgangur nemur 8% af landsframleiðslu. Nýjar kortaveltutölur sýna hóflegan vöxt einkaneyslu. Þrátt fyrir mikinn vöxt óskuldsettrar einkaneyslu á árinu 2016 er hún í sögulegu lágmarki, sem hlutfall af VLF, og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1949. Þá eru fjárfestingar í sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla uppsafnaða fjárfestingaþörf. Áframhaldandi hátt vaxtastig og meðfylgjandi ofurstyrkur krónunnar mun grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Ytri staða þjóðarbúsins er mjög góð og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sterkir straumar erlends fjármagns renna inn í efnahagslífið og það skapar svigrúm til vaxtalækkunar. Þótt meginmarkmið Seðlabankans séu lág og stöðug verðbólga er hlutverk hans einnig að stuðla að fjármálastöðugleika, en í því hlýtur að felast að hann sporni gegn óhóflegum efnahagssveiflum. Rök Seðlabankans fyrir miklum vaxtamun gagnvart útlöndum gætu hugsanlega verið að samhliða losun hafta þurfi munurinn að vera mikill til að sporna gegn útflæði fjármagns. En vaxtamunurinn er allt of mikill og ýtir undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónunnar. Atvinnulífið leggur áherslu á þessi málefnalegu rök. Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SAAlmar Guðmundsson framkvæmdastjóri SIHelga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAFHeiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFSAndrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Andrés Magnússon Halldór Benjamín Þorbergsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Helga Árnadóttir Mest lesið Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Mannauður Torfi H. Tulinius Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Brothætt staða Hörður Ægisson Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð. Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjast áfram. Vitnisburður um það er innreið erlendra fjárfesta á innlendan hlutabréfamarkað. Hagvöxtur er mikill og viðskiptaafgangur nemur 8% af landsframleiðslu. Nýjar kortaveltutölur sýna hóflegan vöxt einkaneyslu. Þrátt fyrir mikinn vöxt óskuldsettrar einkaneyslu á árinu 2016 er hún í sögulegu lágmarki, sem hlutfall af VLF, og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1949. Þá eru fjárfestingar í sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla uppsafnaða fjárfestingaþörf. Áframhaldandi hátt vaxtastig og meðfylgjandi ofurstyrkur krónunnar mun grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Ytri staða þjóðarbúsins er mjög góð og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sterkir straumar erlends fjármagns renna inn í efnahagslífið og það skapar svigrúm til vaxtalækkunar. Þótt meginmarkmið Seðlabankans séu lág og stöðug verðbólga er hlutverk hans einnig að stuðla að fjármálastöðugleika, en í því hlýtur að felast að hann sporni gegn óhóflegum efnahagssveiflum. Rök Seðlabankans fyrir miklum vaxtamun gagnvart útlöndum gætu hugsanlega verið að samhliða losun hafta þurfi munurinn að vera mikill til að sporna gegn útflæði fjármagns. En vaxtamunurinn er allt of mikill og ýtir undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónunnar. Atvinnulífið leggur áherslu á þessi málefnalegu rök. Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SAAlmar Guðmundsson framkvæmdastjóri SIHelga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAFHeiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFSAndrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar