Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta.
Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð.
Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjast áfram. Vitnisburður um það er innreið erlendra fjárfesta á innlendan hlutabréfamarkað.
Hagvöxtur er mikill og viðskiptaafgangur nemur 8% af landsframleiðslu. Nýjar kortaveltutölur sýna hóflegan vöxt einkaneyslu. Þrátt fyrir mikinn vöxt óskuldsettrar einkaneyslu á árinu 2016 er hún í sögulegu lágmarki, sem hlutfall af VLF, og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1949. Þá eru fjárfestingar í sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla uppsafnaða fjárfestingaþörf.
Áframhaldandi hátt vaxtastig og meðfylgjandi ofurstyrkur krónunnar mun grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Ytri staða þjóðarbúsins er mjög góð og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sterkir straumar erlends fjármagns renna inn í efnahagslífið og það skapar svigrúm til vaxtalækkunar. Þótt meginmarkmið Seðlabankans séu lág og stöðug verðbólga er hlutverk hans einnig að stuðla að fjármálastöðugleika, en í því hlýtur að felast að hann sporni gegn óhóflegum efnahagssveiflum.
Rök Seðlabankans fyrir miklum vaxtamun gagnvart útlöndum gætu hugsanlega verið að samhliða losun hafta þurfi munurinn að vera mikill til að sporna gegn útflæði fjármagns. En vaxtamunurinn er allt of mikill og ýtir undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónunnar.
Atvinnulífið leggur áherslu á þessi málefnalegu rök. Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg.
Halldór Benjamín Þorbergsson
framkvæmdastjóri SA
Almar Guðmundsson
framkvæmdastjóri SI
Helga Árnadóttir
framkvæmdastjóri SAF
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
framkvæmdastjóri SFS
Andrés Magnússon
framkvæmdastjóri SVÞ
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Vonbrigði með ákvörðun peningastefnunefndar
Skoðun

Verður Ísland útibúaland eða land höfuðstöðva blárrar nýsköpunar?
Þór Sigfússon,Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Fossvogsbrú á minn hátt
Ellert Már Jónsson skrifar

Creditinfo
Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar

Ofbeldi á aldrei rétt á sér
Kristín Snorradóttir skrifar

Hált á svellinu
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því
Gunnar Dan Wiium skrifar

Á fráveituvatnið heima í sjónum?
Ottó Elíasson skrifar

Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands
Atli Harðarson skrifar

Mannúð fyrir jólin
Inga Sæland skrifar

Íbúð eða vosbúð?
Arna Mathiesen skrifar

Strækum á ofbeldi!
Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar

Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar
Einar Bárðarson skrifar

Hvert renna þín sóknargjöld?
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Menga á daginn og grilla á kvöldin
Sigurpáll Ingibergsson skrifar

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar

Palestína er prófsteinninn!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Útskúfunarsinfónían
Nökkvi Dan Elliðason skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1
Viðar Hreinsson skrifar

Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum?
Tatjana Latinovic skrifar

Talsmenn einfaldara skattkerfis og lækkun skatta, koma á fót nýjum og flóknum skatti
Jónas Godsk Rögnvaldsson skrifar

Jarðefnaeldsneyti grefur undan lífskjörum
Simon Stiell skrifar

Gervigreind og hröð og hæg hugsun
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Lögverndað siðleysi
Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar

Má barnið þitt segja nei?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni
Ásdís Kristinsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin kastar 5 þúsund heimilum út úr vaxtabótakerfinu
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Vettvangur lyginnar, Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Ertu sekur um að verða 67 ára?
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Úrræði fyrir þolendur á landsbyggðinni
Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar
Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar